Ronaldo vantar 101 mark til að ná markmiði sínu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2024 07:31 Stefnir á að skora alls 1000 mörk á ferlinum áður en hann leggur skóna á hilluna. Emin Sansar/Getty Images Hinn 39 ára gamli Cristiano Ronaldo virðist ekki vera farinn að íhuga það að leggja skóna á hilluna. Hann er einu marki frá marki númer 900 á ferlinum en hann stefnir á að skora 1000 mörk áður en skórnir fara upp í hillu. Það sem meira er, öll mörkin til þessa eru til á myndbandi. Ronaldo ræddi við sinn fyrrum félaga Rio Ferdinand á dögunum en þeir spiluðu lengi vel saman hjá Manchester United. Þar fór hinn nærri fertugi Ronaldo, sem í dag spilar með Al Nassr í Sádi-Arabíu yfir draum sinn um að skora 1000 mörk. „Ef ég helst heill og sleppi við öll meiðsli þá er þetta það mikilvægasta fyrir mig. Fyrir mér væri þetta það merkasta sem ég gæti gert í fótbolta, fyrst að skora 900 mörk og eftir það væri markmiðið að skora 1000 mörk.“ Ronaldo fór um víðan völl í viðtalinu en mörk skoruð eru honum ofarlega í huga. Hann var þá fljótur að benda á að hans myndbönd eru öll til á myndbandi en það verður ekki sagt um aðra leikmenn sem eru taldir meðal markahæstu manna knattspyrnunnar frá upphafi. Þar má til að mynda nefna Pele og Aldredo Di Stefano. Cristiano Ronaldo wants to make sure there’s evidence of every single one of his goals 😅 pic.twitter.com/YsIM6Dt15Z— ESPN UK (@ESPNUK) August 28, 2024 „Öll mörk sem ég hef skoðað eru til á myndbandi. Hlustaðu, ég virði þá báða og ef þú vilt fleiri mörk get ég sýnt þér myndbönd af mörkum á æfingu. Fólk er hrifið af þessum leikmanni eða telur þennan þann besta, mér er alveg sama um það,“ sagði Ronaldo enn fremur sem virðist ætla leggja allt í sölurnar til að skora mörkin þúsund. Þessi magnaði framherji telur að hann gæti náð þeim áfanga á næstu tveimur árum eða svo, það er ef hann sleppur við meiðsli. Hér að neðan má sjá útlistun á mörkunum 899 sem hann hefur skorað til þessa. Tölfræðin er tekin af vefsíðunni Transfermarkt. Lið: Leikir, mörk og stoðsendingar Al Nassr: 68 leikir, 62 mörk og 17 stoðsendingar Juventus: 134 leikir, 101 mark og 22 stoðsendingar Real Madríd: 438 leikir, 450 mörk og 131 stoðsending Manchester United: 346 leikir, 145 mörk og 64 stoðsendingar Sporting: 31 leikur, 5 mörk og 6 stoðsendingar Portúgal (A-landslið, U-21 og U-20): 230 leikir: 136 mörk (Fjöldi stoðsendinga ekki á skrá) Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Ronaldo ræddi við sinn fyrrum félaga Rio Ferdinand á dögunum en þeir spiluðu lengi vel saman hjá Manchester United. Þar fór hinn nærri fertugi Ronaldo, sem í dag spilar með Al Nassr í Sádi-Arabíu yfir draum sinn um að skora 1000 mörk. „Ef ég helst heill og sleppi við öll meiðsli þá er þetta það mikilvægasta fyrir mig. Fyrir mér væri þetta það merkasta sem ég gæti gert í fótbolta, fyrst að skora 900 mörk og eftir það væri markmiðið að skora 1000 mörk.“ Ronaldo fór um víðan völl í viðtalinu en mörk skoruð eru honum ofarlega í huga. Hann var þá fljótur að benda á að hans myndbönd eru öll til á myndbandi en það verður ekki sagt um aðra leikmenn sem eru taldir meðal markahæstu manna knattspyrnunnar frá upphafi. Þar má til að mynda nefna Pele og Aldredo Di Stefano. Cristiano Ronaldo wants to make sure there’s evidence of every single one of his goals 😅 pic.twitter.com/YsIM6Dt15Z— ESPN UK (@ESPNUK) August 28, 2024 „Öll mörk sem ég hef skoðað eru til á myndbandi. Hlustaðu, ég virði þá báða og ef þú vilt fleiri mörk get ég sýnt þér myndbönd af mörkum á æfingu. Fólk er hrifið af þessum leikmanni eða telur þennan þann besta, mér er alveg sama um það,“ sagði Ronaldo enn fremur sem virðist ætla leggja allt í sölurnar til að skora mörkin þúsund. Þessi magnaði framherji telur að hann gæti náð þeim áfanga á næstu tveimur árum eða svo, það er ef hann sleppur við meiðsli. Hér að neðan má sjá útlistun á mörkunum 899 sem hann hefur skorað til þessa. Tölfræðin er tekin af vefsíðunni Transfermarkt. Lið: Leikir, mörk og stoðsendingar Al Nassr: 68 leikir, 62 mörk og 17 stoðsendingar Juventus: 134 leikir, 101 mark og 22 stoðsendingar Real Madríd: 438 leikir, 450 mörk og 131 stoðsending Manchester United: 346 leikir, 145 mörk og 64 stoðsendingar Sporting: 31 leikur, 5 mörk og 6 stoðsendingar Portúgal (A-landslið, U-21 og U-20): 230 leikir: 136 mörk (Fjöldi stoðsendinga ekki á skrá)
Lið: Leikir, mörk og stoðsendingar Al Nassr: 68 leikir, 62 mörk og 17 stoðsendingar Juventus: 134 leikir, 101 mark og 22 stoðsendingar Real Madríd: 438 leikir, 450 mörk og 131 stoðsending Manchester United: 346 leikir, 145 mörk og 64 stoðsendingar Sporting: 31 leikur, 5 mörk og 6 stoðsendingar Portúgal (A-landslið, U-21 og U-20): 230 leikir: 136 mörk (Fjöldi stoðsendinga ekki á skrá)
Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira