Sífellt fleiri verði nærsýnir vegna snjalltækja Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. ágúst 2024 23:59 Ólafur Már Björnsson er augnlænir hjá Sjónlagi augnlækningum. Vísir Ólafur Már Björnsson, augnlæknir hjá Sjónlagi, segir að nærsýnisfaraldur herji á heimsbyggðina. Þegar krakkar sitji klukkutímunum saman fyrir framan snjalltæki fari augað að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. „Augað er almennt stillt þannig að við þurfum enga aðstoð til að sjá frá okkur. Síðan erum við með augastein í auganu okkar sem stillir sjónina fyrir það sem er nær okkur,“ segir Ólafur. Það sem svo gerist þegar fólk er í stanslausri nærvinnu, sé að augað fari að bregðast við því. „Ef við lítum á það hvað gerist í auganu þegar þú setur krakka fyrir framan skjá með símann stanslaust í fleiri klukkutíma á dag, þá fer augað að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Það fær aldrei þessa hvíld eins og við fáum í daglegu lífi,“ segir Ólafur, en hann var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Sjúkleg nærsýni auki líkur á sjúkdómum Ólafur segir að nú sé vitað að mikil nærsýni, sem er meiri en mínus sex, auki líkur á ýmsum sjúkdómum á ævinni, til dæmis gláku, sjónhimnulosi, eða breytingum í augnbotninum. „Nú höfum við séð það með þessari auknu notkun á snjalltækjum þá er hreinlega kominn faraldur á heimsvísu á nærsýni,“ segir hann. Hann segir að talið sé að árið 2050 verði um helmingur heimsbyggðarinnar kominn með það sem við skilgreinum sem nærsýni. „Það sem alvarlegra er að það er talið að milli tíu og tuttugu prósent heimsbyggðarinnar verði komin með það sem heitir sjúkleg nærsýni, semsagt meira en mínus 6,“ segir hann. Hann segir að barnaaugnlæknar séu meðvitaðir um þessa þróun, og þeir reyni að grípa þessa krakka. Þeir reyni að greina það hvort það verði allt í einu stórt stökk í næsrýnismælingum hjá þeim. Norðmenn hafi gripið til þess ráðs að senda krakka sem greinast með nærsýni út að leika sér. Í Hong Kong hafi þurft að setja lög til að skylda skóla að senda krakkana út að leika sér í að lágmarki klukkutíma á dag. Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
„Augað er almennt stillt þannig að við þurfum enga aðstoð til að sjá frá okkur. Síðan erum við með augastein í auganu okkar sem stillir sjónina fyrir það sem er nær okkur,“ segir Ólafur. Það sem svo gerist þegar fólk er í stanslausri nærvinnu, sé að augað fari að bregðast við því. „Ef við lítum á það hvað gerist í auganu þegar þú setur krakka fyrir framan skjá með símann stanslaust í fleiri klukkutíma á dag, þá fer augað að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Það fær aldrei þessa hvíld eins og við fáum í daglegu lífi,“ segir Ólafur, en hann var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Sjúkleg nærsýni auki líkur á sjúkdómum Ólafur segir að nú sé vitað að mikil nærsýni, sem er meiri en mínus sex, auki líkur á ýmsum sjúkdómum á ævinni, til dæmis gláku, sjónhimnulosi, eða breytingum í augnbotninum. „Nú höfum við séð það með þessari auknu notkun á snjalltækjum þá er hreinlega kominn faraldur á heimsvísu á nærsýni,“ segir hann. Hann segir að talið sé að árið 2050 verði um helmingur heimsbyggðarinnar kominn með það sem við skilgreinum sem nærsýni. „Það sem alvarlegra er að það er talið að milli tíu og tuttugu prósent heimsbyggðarinnar verði komin með það sem heitir sjúkleg nærsýni, semsagt meira en mínus 6,“ segir hann. Hann segir að barnaaugnlæknar séu meðvitaðir um þessa þróun, og þeir reyni að grípa þessa krakka. Þeir reyni að greina það hvort það verði allt í einu stórt stökk í næsrýnismælingum hjá þeim. Norðmenn hafi gripið til þess ráðs að senda krakka sem greinast með nærsýni út að leika sér. Í Hong Kong hafi þurft að setja lög til að skylda skóla að senda krakkana út að leika sér í að lágmarki klukkutíma á dag.
Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira