Safnaði 700 þúsund krónum: „Ég hreinlega bara elska Barnaspítalann svo mikið“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. ágúst 2024 21:32 Ólavía Þorkelsdóttir Skarstad, tíu ára frá Akranesi, ásamt forstöðukonu leikstofu Barnaspítala Hringsins. Vísir/Arnar Ólavía Þorkelsdóttir Skarstad, tíu ára frá Akranesi, tók upp á því fyrir um tíu dögum síðan að teikna myndir af Akrafjalli sem hún gekk með á milli húsa og seldi á 200 krónur stykkið. Þetta gerði hún til styrktar Barnaspítala Hringsins og hafa nú safnast rúmlega 700 þúsund krónur. „Fannst mér eiginlega bara að ég ætti að safna fyrir Barnaspítalann því hann hefur gert svo mikið fyrir mig. Ég hreinlega bara elska Barnaspítalann svo mikið,“ sagði í Ólavía. Hvað vonastu til þess að Barnaspítalinn noti peninginn í? „Grjónapúða og eitthvað til að hjálpa börnum að líða ekki illa.“ Algjört kraftaverkabarn Ólavía á langa sögu á spítalanum að baki en hún greindist fimm ára með krabbamein og var síðan endurgreind ári seinna með stjarnfrumuæxli í heila. Liv Åse Skarstad, móðir Ólavíu, segir að Ólavíu hafi verið gefnar nokkrar vikur á sínum tíma en sé frísk í dag. „Hún fékk svo sannkallaða kraftaverkameðferð því hún er fyrsta barnið á Íslandi sem að fór í líftæknimeðferð og það var tveggja ára ferli sem við áttum ekki von á að hún myndi klára. Hún væri ekki hér í dag nema út af henni og út af þessu flotta starfsfólki á Barnaspítalanum.“ Svo hún er bara sannkallaða kraftaverkabarn? „Algjört, það er bara þannig.“ Ólavía ásamt móður sinni.Vísir/Arnar Enn hægt að styrkja málefnið Fréttastofa fylgdi Ólavíu þegar hún heimsótti leikstofu Barnaspítalans og afhenti myndir. Mikil gleði greip um sig þegar börn á spítalanum fengu teiknaða mynd af Akrafjalli. Forstöðukona leikstofunnar fékk einnig eintak af myndinni sem lofaði að hún yrði römmuð inn. Enn er hægt að styrkja málefnið inn á söfnunarsjóðnum Vinir Ólavíu á reikning: 0515-26-450719, kt: 450719-0130. Ólavía Þorkelsdóttir Skarstad.Vísir/Arnar Ólavía segist hafa áhyggjur af því að börn séu kannski hrædd þegar þau koma fyrst inn á Barnaspítalann en tekur fram að það sé ekkert að hræðast og að allir sem starfi þar séu „frábært fólk“. „Ég labbaði fyrst í hús og síðan tók mamma vídéó af mér og setti inn á Íbúar á Akranesi og þá pöntuðu næstum 300 manns og svo fórum við bara að selja myndirnar,“ segir Ólavía sem segir fólk vera mjög ánægt með myndirnar og að flestir séu búnir að hengja hana upp á vegg hjá sér. Orðin eins og stórstjarna Liv segir að Ólavía hafi fengið hugmyndina algjörlega upp á sínar eigin spýtur. Ólavía hafi tilkynnt henni fyrir tíu dögum að hún ætlaði sér að selja myndir og safna fyrir Barnaspítalann. „Hún fór út og labbaði upp og niður götuna þar sem við eigum heima og seldi myndir. Hún gerði þetta í nokkra daga og náði ágætri upphæð. Síðan ákváðum við að færa þetta aðeins upp á skaftið og setja á Facebook og þá sprakk allt í höndunum á okkur. Þá var farið í það að fjölfalda og nú er hún búin að sitja sveitt að skrifa nafnið sitt og árita svo hún er bara orðin eins og ekta listamaður eins og Tolli eða Erró.“ Er hún bara orðin eins og stórstjarna? „Það má segja það. Við fórum út í búð í vikunni og það kom bara fólk og rétti henni pening. Það er bara svolítið þannig. Það þekkja allir Ólavíu á Akranesi.“ Liv tekur fram að starfsfólk á spítalanum hafi verið himinlifandi þegar að Ólavía tilkynnti þeim að hún væri búin að safna 700 þúsund krónum. Börn og uppeldi Landspítalinn Krakkar Heilbrigðismál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
„Fannst mér eiginlega bara að ég ætti að safna fyrir Barnaspítalann því hann hefur gert svo mikið fyrir mig. Ég hreinlega bara elska Barnaspítalann svo mikið,“ sagði í Ólavía. Hvað vonastu til þess að Barnaspítalinn noti peninginn í? „Grjónapúða og eitthvað til að hjálpa börnum að líða ekki illa.“ Algjört kraftaverkabarn Ólavía á langa sögu á spítalanum að baki en hún greindist fimm ára með krabbamein og var síðan endurgreind ári seinna með stjarnfrumuæxli í heila. Liv Åse Skarstad, móðir Ólavíu, segir að Ólavíu hafi verið gefnar nokkrar vikur á sínum tíma en sé frísk í dag. „Hún fékk svo sannkallaða kraftaverkameðferð því hún er fyrsta barnið á Íslandi sem að fór í líftæknimeðferð og það var tveggja ára ferli sem við áttum ekki von á að hún myndi klára. Hún væri ekki hér í dag nema út af henni og út af þessu flotta starfsfólki á Barnaspítalanum.“ Svo hún er bara sannkallaða kraftaverkabarn? „Algjört, það er bara þannig.“ Ólavía ásamt móður sinni.Vísir/Arnar Enn hægt að styrkja málefnið Fréttastofa fylgdi Ólavíu þegar hún heimsótti leikstofu Barnaspítalans og afhenti myndir. Mikil gleði greip um sig þegar börn á spítalanum fengu teiknaða mynd af Akrafjalli. Forstöðukona leikstofunnar fékk einnig eintak af myndinni sem lofaði að hún yrði römmuð inn. Enn er hægt að styrkja málefnið inn á söfnunarsjóðnum Vinir Ólavíu á reikning: 0515-26-450719, kt: 450719-0130. Ólavía Þorkelsdóttir Skarstad.Vísir/Arnar Ólavía segist hafa áhyggjur af því að börn séu kannski hrædd þegar þau koma fyrst inn á Barnaspítalann en tekur fram að það sé ekkert að hræðast og að allir sem starfi þar séu „frábært fólk“. „Ég labbaði fyrst í hús og síðan tók mamma vídéó af mér og setti inn á Íbúar á Akranesi og þá pöntuðu næstum 300 manns og svo fórum við bara að selja myndirnar,“ segir Ólavía sem segir fólk vera mjög ánægt með myndirnar og að flestir séu búnir að hengja hana upp á vegg hjá sér. Orðin eins og stórstjarna Liv segir að Ólavía hafi fengið hugmyndina algjörlega upp á sínar eigin spýtur. Ólavía hafi tilkynnt henni fyrir tíu dögum að hún ætlaði sér að selja myndir og safna fyrir Barnaspítalann. „Hún fór út og labbaði upp og niður götuna þar sem við eigum heima og seldi myndir. Hún gerði þetta í nokkra daga og náði ágætri upphæð. Síðan ákváðum við að færa þetta aðeins upp á skaftið og setja á Facebook og þá sprakk allt í höndunum á okkur. Þá var farið í það að fjölfalda og nú er hún búin að sitja sveitt að skrifa nafnið sitt og árita svo hún er bara orðin eins og ekta listamaður eins og Tolli eða Erró.“ Er hún bara orðin eins og stórstjarna? „Það má segja það. Við fórum út í búð í vikunni og það kom bara fólk og rétti henni pening. Það er bara svolítið þannig. Það þekkja allir Ólavíu á Akranesi.“ Liv tekur fram að starfsfólk á spítalanum hafi verið himinlifandi þegar að Ólavía tilkynnti þeim að hún væri búin að safna 700 þúsund krónum.
Börn og uppeldi Landspítalinn Krakkar Heilbrigðismál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira