Afturelding sektað vegna ummæla: „Ertu fokking þroskaheftur?“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. ágúst 2024 16:14 Leikmenn Aftureldingar. Vísir/Hulda Margrét Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur sektað Aftureldingu um 25 þúsund krónur vegna framkomu stjórnarmanns félagsins í garð dómara leiks liðsins við Gróttu í Lengjudeild kvenna. Lesa má úrskurð aga- og úrskurðarnefndar á heimasíðu KSÍ en vakin var athygli á nokkrum úrskurðum frá undanförnum mánuðum á heimasíðu sambandsins í dag. Leikurinn fór fram í maí síðastliðnum. Í greinargerð Aftureldingar vegna málsins eru nokkur atriði í skýrslu dómara sögð ekki standast skoðun. Aga- og úrskurðarnefnd ákvað aftur á móti að sekta Aftureldingu vegna málsins. Ásmundur Þór Sveinsson skilaði inn skýrslunni.Vísir/Hulda Margrét Ásmundur Þór Sveinsson, dómari leiksins, lýsti atburðunum á eftirfarandi hátt í skýrslu sinni eftir leik, sem lögð var á borð aga- og úrskurðarnefndar: „Eftir leik í gærkvöldi gekk ég frá búningsklefa á leið heim. Fyrir utan búningsklefann á ganginum stóð þjálfari Aftureldingar sem spurðist fyrir um víti sem ég dæmdi í leiknum. Ég útskýrði ákvörðun mína sem hann kvaðst ósammála eftir að hafa farið yfir myndbandsupptöku. Ég sagði honum að ég gæti ekkert útskýrt nema hvað ég sá á þeirri stundu sem ég ákveð að dæma víti. Samskiptin við þjálfara Aftureldingar voru góð og fagmannleg,“ segir í skýrslu Ásmundar. Í kjölfarið hafi komið að honum Sigurbjartur Sigurjónsson, stjórnarmaður hjá knattspyrnudeild Aftureldingar. „Aftur á móti stendur maður sem sagðist heita Sigurbjartur. Hann var ekki jafn rólegur og talar ítrekað um myndbandsupptöku. Ég segi orðrétt "Mér er skítsama um eitthvað video". Við þetta reiðist hann og segir orðrétt "Ertu fokking þroskaheftur",“ segir í skýrslunni. „Ég læt vita að ég muni tilkynna þetta til sambandsins sem gerir það að verkum að hann verður ógnandi í hegðun og gerir tilraun til að espa mig upp gegn sér. Hann setur höfuð fram með stíft augnaráð og er háttarfar hans greinilega til þess að ógna. Hann fer svo er er annar aðili sem biður hann að yfirgefa svæðið.“ segir Ásmundur í skýrslunni. Afturelding Lengjudeild kvenna KSÍ Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Sjá meira
Lesa má úrskurð aga- og úrskurðarnefndar á heimasíðu KSÍ en vakin var athygli á nokkrum úrskurðum frá undanförnum mánuðum á heimasíðu sambandsins í dag. Leikurinn fór fram í maí síðastliðnum. Í greinargerð Aftureldingar vegna málsins eru nokkur atriði í skýrslu dómara sögð ekki standast skoðun. Aga- og úrskurðarnefnd ákvað aftur á móti að sekta Aftureldingu vegna málsins. Ásmundur Þór Sveinsson skilaði inn skýrslunni.Vísir/Hulda Margrét Ásmundur Þór Sveinsson, dómari leiksins, lýsti atburðunum á eftirfarandi hátt í skýrslu sinni eftir leik, sem lögð var á borð aga- og úrskurðarnefndar: „Eftir leik í gærkvöldi gekk ég frá búningsklefa á leið heim. Fyrir utan búningsklefann á ganginum stóð þjálfari Aftureldingar sem spurðist fyrir um víti sem ég dæmdi í leiknum. Ég útskýrði ákvörðun mína sem hann kvaðst ósammála eftir að hafa farið yfir myndbandsupptöku. Ég sagði honum að ég gæti ekkert útskýrt nema hvað ég sá á þeirri stundu sem ég ákveð að dæma víti. Samskiptin við þjálfara Aftureldingar voru góð og fagmannleg,“ segir í skýrslu Ásmundar. Í kjölfarið hafi komið að honum Sigurbjartur Sigurjónsson, stjórnarmaður hjá knattspyrnudeild Aftureldingar. „Aftur á móti stendur maður sem sagðist heita Sigurbjartur. Hann var ekki jafn rólegur og talar ítrekað um myndbandsupptöku. Ég segi orðrétt "Mér er skítsama um eitthvað video". Við þetta reiðist hann og segir orðrétt "Ertu fokking þroskaheftur",“ segir í skýrslunni. „Ég læt vita að ég muni tilkynna þetta til sambandsins sem gerir það að verkum að hann verður ógnandi í hegðun og gerir tilraun til að espa mig upp gegn sér. Hann setur höfuð fram með stíft augnaráð og er háttarfar hans greinilega til þess að ógna. Hann fer svo er er annar aðili sem biður hann að yfirgefa svæðið.“ segir Ásmundur í skýrslunni.
Afturelding Lengjudeild kvenna KSÍ Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Sjá meira