Veita fjölskyldunni alla viðeigandi aðstoð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2024 13:43 Frá björgunaraðgerðum við Breiðamerkurjökul. Vísir/Vilhelm Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi veitir fjölskyldu karlmannsins sem lést í slysi á Breiðamerkurjökli á sunnudaginn alla viðeigandi ræðisaðstoð. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá sendiráðinu. Bandarískur karlmaður lést þegar ísveggur á Breiðamerkurjökli hrundi á hann. Kona hans varð einnig fyrir ísfargi og slasaðist alvarlega. Þau voru hluti af hópi á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Ice Pic Journeys. Leitað var að tveimur ferðamönnum til viðbótar undir ís fram á miðjan dag á mánudag þar til að í ljós kom að fyrirtækið hefði veitt lögreglu rangar upplýsingar um hversu margir hefðu verið í ferðinni. Þá var ljóst að enginn hefði verið ófundinn undir ísnum. Hvorki fyrirtækið né eigendur þess hafa svarað fyrirspurnum um slysið. Fyrirtækið hefur starfað fyrir ferðaþjónusturisann Guide to Iceland. Ingólfur Abrahim Shahin, stjórnarformaður og stór hluthafi Guide to Iceland, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Í skriflegu svari bandaríska sendiráðsins við fyrirspurn fréttastofu vegna slyssins segir: „Í neyðartilvikum sem þessum veitir utanríkisráðuneytið fjölskyldu bandaríska ríkisborgarans alla viðeigandi ræðisaðstoð. Af virðingu við friðhelgi fjölskyldunnar munum við ekki tjá okkur frekar um málið að svo stöddu.“ Slys á Breiðamerkurjökli Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir að reyndir leiðsögumenn hefðu ekki farið í íshellinn Kennari í jökla- og fjallaleiðsögn segir að menntamálaráðuneytið hafi tilkynnt Framhaldsskólanum í Austur Skaftafellssýslu (FAS) degi eftir banaslys í íshelli að nám í greininni verði lagt niður um áramótin. Hún segir að menntaðir og reyndir jöklaleiðsögumenn hefðu aldrei farið inn í íshellinn á sunnudaginn. Ráðuneytið hafnar því að hafa lagt til að námið yrði lagt niður. 28. ágúst 2024 11:56 Tíu ára stelpa vitni að banaslysinu við Breiðamerkurjökul Feðgin frá Bandaríkjunum telja sig hafa verið augnablikum frá því að farast í slysinu á Breiðamerkurjökli á sunnudaginn. Faðirinn segir leiðsögumennina hafa verið í áfalli og sjálfur hafi hann horft á konuna sem varð fyrir ísfarginu sárkvalda. Hann getur ekki hugsað til þess að feðginin hefðu sjálf orðið fyrir ísmassanum. 28. ágúst 2024 10:51 „Við þurfum bara að læra að segja nei“ Leiðsögumaður, ferðaþjónustufyrirtæki, ferðasölufyrirtæki og þjóðgarðurinn Vatnajökull brugðust í aðdraganda slyssins á Breiðamerkurjökli þar sem tveir bandarískir ferðamenn lentu undir ís í fyrradag. Þetta er mat Stephan Mantler jöklaleiðsögumanns sem hefur áratuga reynslu af jökla- og fjallamennsku á Íslandi. 27. ágúst 2024 22:36 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira
Bandarískur karlmaður lést þegar ísveggur á Breiðamerkurjökli hrundi á hann. Kona hans varð einnig fyrir ísfargi og slasaðist alvarlega. Þau voru hluti af hópi á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Ice Pic Journeys. Leitað var að tveimur ferðamönnum til viðbótar undir ís fram á miðjan dag á mánudag þar til að í ljós kom að fyrirtækið hefði veitt lögreglu rangar upplýsingar um hversu margir hefðu verið í ferðinni. Þá var ljóst að enginn hefði verið ófundinn undir ísnum. Hvorki fyrirtækið né eigendur þess hafa svarað fyrirspurnum um slysið. Fyrirtækið hefur starfað fyrir ferðaþjónusturisann Guide to Iceland. Ingólfur Abrahim Shahin, stjórnarformaður og stór hluthafi Guide to Iceland, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Í skriflegu svari bandaríska sendiráðsins við fyrirspurn fréttastofu vegna slyssins segir: „Í neyðartilvikum sem þessum veitir utanríkisráðuneytið fjölskyldu bandaríska ríkisborgarans alla viðeigandi ræðisaðstoð. Af virðingu við friðhelgi fjölskyldunnar munum við ekki tjá okkur frekar um málið að svo stöddu.“
Slys á Breiðamerkurjökli Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir að reyndir leiðsögumenn hefðu ekki farið í íshellinn Kennari í jökla- og fjallaleiðsögn segir að menntamálaráðuneytið hafi tilkynnt Framhaldsskólanum í Austur Skaftafellssýslu (FAS) degi eftir banaslys í íshelli að nám í greininni verði lagt niður um áramótin. Hún segir að menntaðir og reyndir jöklaleiðsögumenn hefðu aldrei farið inn í íshellinn á sunnudaginn. Ráðuneytið hafnar því að hafa lagt til að námið yrði lagt niður. 28. ágúst 2024 11:56 Tíu ára stelpa vitni að banaslysinu við Breiðamerkurjökul Feðgin frá Bandaríkjunum telja sig hafa verið augnablikum frá því að farast í slysinu á Breiðamerkurjökli á sunnudaginn. Faðirinn segir leiðsögumennina hafa verið í áfalli og sjálfur hafi hann horft á konuna sem varð fyrir ísfarginu sárkvalda. Hann getur ekki hugsað til þess að feðginin hefðu sjálf orðið fyrir ísmassanum. 28. ágúst 2024 10:51 „Við þurfum bara að læra að segja nei“ Leiðsögumaður, ferðaþjónustufyrirtæki, ferðasölufyrirtæki og þjóðgarðurinn Vatnajökull brugðust í aðdraganda slyssins á Breiðamerkurjökli þar sem tveir bandarískir ferðamenn lentu undir ís í fyrradag. Þetta er mat Stephan Mantler jöklaleiðsögumanns sem hefur áratuga reynslu af jökla- og fjallamennsku á Íslandi. 27. ágúst 2024 22:36 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira
Segir að reyndir leiðsögumenn hefðu ekki farið í íshellinn Kennari í jökla- og fjallaleiðsögn segir að menntamálaráðuneytið hafi tilkynnt Framhaldsskólanum í Austur Skaftafellssýslu (FAS) degi eftir banaslys í íshelli að nám í greininni verði lagt niður um áramótin. Hún segir að menntaðir og reyndir jöklaleiðsögumenn hefðu aldrei farið inn í íshellinn á sunnudaginn. Ráðuneytið hafnar því að hafa lagt til að námið yrði lagt niður. 28. ágúst 2024 11:56
Tíu ára stelpa vitni að banaslysinu við Breiðamerkurjökul Feðgin frá Bandaríkjunum telja sig hafa verið augnablikum frá því að farast í slysinu á Breiðamerkurjökli á sunnudaginn. Faðirinn segir leiðsögumennina hafa verið í áfalli og sjálfur hafi hann horft á konuna sem varð fyrir ísfarginu sárkvalda. Hann getur ekki hugsað til þess að feðginin hefðu sjálf orðið fyrir ísmassanum. 28. ágúst 2024 10:51
„Við þurfum bara að læra að segja nei“ Leiðsögumaður, ferðaþjónustufyrirtæki, ferðasölufyrirtæki og þjóðgarðurinn Vatnajökull brugðust í aðdraganda slyssins á Breiðamerkurjökli þar sem tveir bandarískir ferðamenn lentu undir ís í fyrradag. Þetta er mat Stephan Mantler jöklaleiðsögumanns sem hefur áratuga reynslu af jökla- og fjallamennsku á Íslandi. 27. ágúst 2024 22:36