Þrír nýir ráðherrar í Danmörku: „Við erum farin inn að spila skák“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. ágúst 2024 12:43 Ráðherraskákin í Danmörku mun skýrast betur á morgun en leiðtogar ríkisstjórnarinnar, Mette Frederiksen, Troels Lund Poulsen og Lars Løkke Rasmusen kynntu áformin á blaðamannafundi í dag. EPA-EFE/Mads Claus Rasmussen Þrjú ný ráðuneyti verða stofnuð í Danmörku og næsti fulltrúi Dana í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur verið valinn. Mette Frederiksen forsætisráðherra tilkynnti um þetta í hádeginu í dag á blaðamannafundi ásamt þeim Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra og Lars Løkke Rasmusen utanríkisráðherra en saman mynda flokkar þeirra ríkisstjórn landsins. Stofnuð verða ný ráðuneyti Evrópumála, ráðuneyti samfélagsöryggis og neyðarvarna og ráðuneyti sem mun stýra innleiðingu loftlagsaðgerða. Þá verður Dan Jørgensen fulltrúi Danmerkur í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins en hann gegnir nú embætti ráðherra þróunarsamvinnu og hnattrænna loftslagsmála í dönsku ríkisstjórninni. Á morgun verður tilkynnt um hverjir taka við nýju ráðuneytunum og eftir atvikum frekari uppstokkun í ráðherraliði ríkisstjórnarinnar sem í sitja þegar tuttugu og þrír ráðherrar. Ýmis atriði á eftir að útskýra nánar hvað varðar þessar boðuðu breytingar hjá ríkisstjórninni að því er fram kemur í umfjöllun DR um málið. Fyrir liggur þó að ríkisstjórnarflokkarnir munu á næsta ári greiða atkvæði með því að hækka eftirlaunaaldur í 70 ár á næsta ári, mál sem hefur verið þónokkuð umdeilt í dönsku samfélagi og var til umræðu á blaðamannafundinum fyrr í dag. Undir lok blaðamannafundarins og eftir að hafa svarað spurningum fréttamanna þakkaði Mette Frederiksen forsætisráðherra áheyrnina og boðaði að frekari tíðinda væri að vænta á morgun um uppstokkunina í ríkisstjórninni. „Takk fyrir að hlusta, við erum farin inn að spila skák,“ sagði Frederiksen áður en þremenningarnir yfirgáfu fundarsalinn. Danmörk Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Stofnuð verða ný ráðuneyti Evrópumála, ráðuneyti samfélagsöryggis og neyðarvarna og ráðuneyti sem mun stýra innleiðingu loftlagsaðgerða. Þá verður Dan Jørgensen fulltrúi Danmerkur í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins en hann gegnir nú embætti ráðherra þróunarsamvinnu og hnattrænna loftslagsmála í dönsku ríkisstjórninni. Á morgun verður tilkynnt um hverjir taka við nýju ráðuneytunum og eftir atvikum frekari uppstokkun í ráðherraliði ríkisstjórnarinnar sem í sitja þegar tuttugu og þrír ráðherrar. Ýmis atriði á eftir að útskýra nánar hvað varðar þessar boðuðu breytingar hjá ríkisstjórninni að því er fram kemur í umfjöllun DR um málið. Fyrir liggur þó að ríkisstjórnarflokkarnir munu á næsta ári greiða atkvæði með því að hækka eftirlaunaaldur í 70 ár á næsta ári, mál sem hefur verið þónokkuð umdeilt í dönsku samfélagi og var til umræðu á blaðamannafundinum fyrr í dag. Undir lok blaðamannafundarins og eftir að hafa svarað spurningum fréttamanna þakkaði Mette Frederiksen forsætisráðherra áheyrnina og boðaði að frekari tíðinda væri að vænta á morgun um uppstokkunina í ríkisstjórninni. „Takk fyrir að hlusta, við erum farin inn að spila skák,“ sagði Frederiksen áður en þremenningarnir yfirgáfu fundarsalinn.
Danmörk Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira