Þrír nýir ráðherrar í Danmörku: „Við erum farin inn að spila skák“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. ágúst 2024 12:43 Ráðherraskákin í Danmörku mun skýrast betur á morgun en leiðtogar ríkisstjórnarinnar, Mette Frederiksen, Troels Lund Poulsen og Lars Løkke Rasmusen kynntu áformin á blaðamannafundi í dag. EPA-EFE/Mads Claus Rasmussen Þrjú ný ráðuneyti verða stofnuð í Danmörku og næsti fulltrúi Dana í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur verið valinn. Mette Frederiksen forsætisráðherra tilkynnti um þetta í hádeginu í dag á blaðamannafundi ásamt þeim Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra og Lars Løkke Rasmusen utanríkisráðherra en saman mynda flokkar þeirra ríkisstjórn landsins. Stofnuð verða ný ráðuneyti Evrópumála, ráðuneyti samfélagsöryggis og neyðarvarna og ráðuneyti sem mun stýra innleiðingu loftlagsaðgerða. Þá verður Dan Jørgensen fulltrúi Danmerkur í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins en hann gegnir nú embætti ráðherra þróunarsamvinnu og hnattrænna loftslagsmála í dönsku ríkisstjórninni. Á morgun verður tilkynnt um hverjir taka við nýju ráðuneytunum og eftir atvikum frekari uppstokkun í ráðherraliði ríkisstjórnarinnar sem í sitja þegar tuttugu og þrír ráðherrar. Ýmis atriði á eftir að útskýra nánar hvað varðar þessar boðuðu breytingar hjá ríkisstjórninni að því er fram kemur í umfjöllun DR um málið. Fyrir liggur þó að ríkisstjórnarflokkarnir munu á næsta ári greiða atkvæði með því að hækka eftirlaunaaldur í 70 ár á næsta ári, mál sem hefur verið þónokkuð umdeilt í dönsku samfélagi og var til umræðu á blaðamannafundinum fyrr í dag. Undir lok blaðamannafundarins og eftir að hafa svarað spurningum fréttamanna þakkaði Mette Frederiksen forsætisráðherra áheyrnina og boðaði að frekari tíðinda væri að vænta á morgun um uppstokkunina í ríkisstjórninni. „Takk fyrir að hlusta, við erum farin inn að spila skák,“ sagði Frederiksen áður en þremenningarnir yfirgáfu fundarsalinn. Danmörk Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Sjá meira
Stofnuð verða ný ráðuneyti Evrópumála, ráðuneyti samfélagsöryggis og neyðarvarna og ráðuneyti sem mun stýra innleiðingu loftlagsaðgerða. Þá verður Dan Jørgensen fulltrúi Danmerkur í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins en hann gegnir nú embætti ráðherra þróunarsamvinnu og hnattrænna loftslagsmála í dönsku ríkisstjórninni. Á morgun verður tilkynnt um hverjir taka við nýju ráðuneytunum og eftir atvikum frekari uppstokkun í ráðherraliði ríkisstjórnarinnar sem í sitja þegar tuttugu og þrír ráðherrar. Ýmis atriði á eftir að útskýra nánar hvað varðar þessar boðuðu breytingar hjá ríkisstjórninni að því er fram kemur í umfjöllun DR um málið. Fyrir liggur þó að ríkisstjórnarflokkarnir munu á næsta ári greiða atkvæði með því að hækka eftirlaunaaldur í 70 ár á næsta ári, mál sem hefur verið þónokkuð umdeilt í dönsku samfélagi og var til umræðu á blaðamannafundinum fyrr í dag. Undir lok blaðamannafundarins og eftir að hafa svarað spurningum fréttamanna þakkaði Mette Frederiksen forsætisráðherra áheyrnina og boðaði að frekari tíðinda væri að vænta á morgun um uppstokkunina í ríkisstjórninni. „Takk fyrir að hlusta, við erum farin inn að spila skák,“ sagði Frederiksen áður en þremenningarnir yfirgáfu fundarsalinn.
Danmörk Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Sjá meira