Ein þjóð í einu landi Þorgrímur Sigmundsson skrifar 28. ágúst 2024 12:32 Öryggi Ítrekað hefur verið sýnt fram á áhugaleysi núverandi stjórnvalda á málefnum landsbyggðarinnar þrátt fyrir allar þær tekjur sem hún skaffar ríkissjóði. Má þar t.d.benda á tekjur ríkisins er berast frá Fjarðabyggð sem skilar einna hæstu tekjum í ríkissjóð per íbúa. Hvað fær Fjarðabyggð til baka í þjónustu frá hinu opinbera t.d. í formi heilbrigðisþjónustu, skólaþjónustu eða samgöngumálum? Þau atriði sem brenna m.a. á landsbyggðarfólki eru samgöngur sem hafa að vísu farið mjög batnandi á hluta Suðurlands (í kjördæmi fyrrverandi innviðaráðherra og núverandi fjármálaráðherra) undanfarin fjögur eða fimm ár en aðrir landshlutar búa enn við lélega og jafnvel ónýta vegi, jafnvel lífshættulega. Það er öryggismál. En nú rétt þremur vikum áður en þing kemur saman birtist þjóðinni endurskoðaður samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins og viðbótin hljóðar uppá 141 milljarð þ.e. rúmar eitthundrað fjörtíu og eitt þúsund milljónir. Sem þýðir að heildaráætlunin hljóðar uppá 311 milljarða eða rúmlega þrjúhundruð og ellefu þúsund milljónir í stað þeirra 120 milljarða sem áætlaðir voru 2019. Á sama tíma bíða nauðsynlegar vegabætur á austurlandi og nýjar brýr yfir Skjálfandafljót við Húsabakka og við Goðafoss (þjóðvegur 1) frestast. Þá eru auk þess boðað af fyrrverandi innviðaráðherra (núverandi fjármálaráðherra) að hefja gjaldtöku í öll jarðgöng og hugsanlega víðar. Og það þrátt fyrir að hafa verið afar skýrmæltur í kosningabaráttu um að ekki kæmi til greina að leggja vegtolla á vegfarendur „Getum við ekki verið öll sammála um það?“ Tvískinnungur Nú eru að berast þau skilaboð frá stjórnvöldum að leggja skuli kílómetragjald á bifreiðar. Skynsamir sjá að landsbyggðarfólk þarf að sækja sér aðdrætti um langan veg sem stærstur hluti landsmanna þarf ekki. Það skýtur því skökku við að áformað kílómetragjald skulu leggjast þyngst á landsbyggðina og íbúa hennar, fólkið sem þarf að skrölta lökustu vegina. Notkun bifreiða fer ekki eingöngu eftir eknum kílómetrum heldur einnig tíma sem bílvél er í gangi t.d. í umferðarteppu eða á rauðu ljósi en það telur ekki í þessum 101 miðuðu útfærslum. Núverandi tillögur um kílómetragjald munu vega þyngst á landsbyggðinni enda allir aðdrættir komnir um langan veg. Hugmyndir stjórnvalda varðandi bann við nýskráningu bensín og dísel bíla eru í besta falli skýjaborgir sem allir heilvita menn sjá að eru óraunhæfar a.m.k. næstu áratugi. Frasar á borð að þeir borgi sem noti eru í besta falli aðhlátursefni, enda gildir það lögmál nú þegar í núverandi kerfi. Þeir sem aka mest og á þyngstu bílunum nota mesta eldsneytið og greiða þ.a.l. mest í ríkissjóð. Sama gildir um innanlandsflugið þrátt fyrir misheppnaða tilraun varðandi loftbrú er það vart á færi venjulegs fólks að fljúga innanlands og það neyðist því til að keyra illa farna vegi landsins gegn vilja stjórnvalda ( sem vilja draga úr umferð) á boðuðu kílómetragjaldi. Allt er þetta hinn mesti tvískinnungur. Vegna þess að þessi akstur og eða flugferðir eru oftar en ekki ekkert val. Þetta er pólitísk stefna. Stefna sem um langt skeið hefur snúist um að þjappa nauðsynlegri opinberri þjónustu á höfuðborgarsvæðið með tilheyrandi kostnaði samanber uppbyggingu Landsspítalans á umferðareyju við Hringbraut. Landsbyggðin þarf ekki fleiri þverhandarþykkar skýrslur um stöðu mála. Heldur miklu frekar almennar aðgerðir sem gera hana eftirsóknarverðari fyrir fólk og fyrirtæki. Við erum ein þjóð í einu landi Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Miðflokkurinn Þorgrímur Sigmundsson Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Öryggi Ítrekað hefur verið sýnt fram á áhugaleysi núverandi stjórnvalda á málefnum landsbyggðarinnar þrátt fyrir allar þær tekjur sem hún skaffar ríkissjóði. Má þar t.d.benda á tekjur ríkisins er berast frá Fjarðabyggð sem skilar einna hæstu tekjum í ríkissjóð per íbúa. Hvað fær Fjarðabyggð til baka í þjónustu frá hinu opinbera t.d. í formi heilbrigðisþjónustu, skólaþjónustu eða samgöngumálum? Þau atriði sem brenna m.a. á landsbyggðarfólki eru samgöngur sem hafa að vísu farið mjög batnandi á hluta Suðurlands (í kjördæmi fyrrverandi innviðaráðherra og núverandi fjármálaráðherra) undanfarin fjögur eða fimm ár en aðrir landshlutar búa enn við lélega og jafnvel ónýta vegi, jafnvel lífshættulega. Það er öryggismál. En nú rétt þremur vikum áður en þing kemur saman birtist þjóðinni endurskoðaður samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins og viðbótin hljóðar uppá 141 milljarð þ.e. rúmar eitthundrað fjörtíu og eitt þúsund milljónir. Sem þýðir að heildaráætlunin hljóðar uppá 311 milljarða eða rúmlega þrjúhundruð og ellefu þúsund milljónir í stað þeirra 120 milljarða sem áætlaðir voru 2019. Á sama tíma bíða nauðsynlegar vegabætur á austurlandi og nýjar brýr yfir Skjálfandafljót við Húsabakka og við Goðafoss (þjóðvegur 1) frestast. Þá eru auk þess boðað af fyrrverandi innviðaráðherra (núverandi fjármálaráðherra) að hefja gjaldtöku í öll jarðgöng og hugsanlega víðar. Og það þrátt fyrir að hafa verið afar skýrmæltur í kosningabaráttu um að ekki kæmi til greina að leggja vegtolla á vegfarendur „Getum við ekki verið öll sammála um það?“ Tvískinnungur Nú eru að berast þau skilaboð frá stjórnvöldum að leggja skuli kílómetragjald á bifreiðar. Skynsamir sjá að landsbyggðarfólk þarf að sækja sér aðdrætti um langan veg sem stærstur hluti landsmanna þarf ekki. Það skýtur því skökku við að áformað kílómetragjald skulu leggjast þyngst á landsbyggðina og íbúa hennar, fólkið sem þarf að skrölta lökustu vegina. Notkun bifreiða fer ekki eingöngu eftir eknum kílómetrum heldur einnig tíma sem bílvél er í gangi t.d. í umferðarteppu eða á rauðu ljósi en það telur ekki í þessum 101 miðuðu útfærslum. Núverandi tillögur um kílómetragjald munu vega þyngst á landsbyggðinni enda allir aðdrættir komnir um langan veg. Hugmyndir stjórnvalda varðandi bann við nýskráningu bensín og dísel bíla eru í besta falli skýjaborgir sem allir heilvita menn sjá að eru óraunhæfar a.m.k. næstu áratugi. Frasar á borð að þeir borgi sem noti eru í besta falli aðhlátursefni, enda gildir það lögmál nú þegar í núverandi kerfi. Þeir sem aka mest og á þyngstu bílunum nota mesta eldsneytið og greiða þ.a.l. mest í ríkissjóð. Sama gildir um innanlandsflugið þrátt fyrir misheppnaða tilraun varðandi loftbrú er það vart á færi venjulegs fólks að fljúga innanlands og það neyðist því til að keyra illa farna vegi landsins gegn vilja stjórnvalda ( sem vilja draga úr umferð) á boðuðu kílómetragjaldi. Allt er þetta hinn mesti tvískinnungur. Vegna þess að þessi akstur og eða flugferðir eru oftar en ekki ekkert val. Þetta er pólitísk stefna. Stefna sem um langt skeið hefur snúist um að þjappa nauðsynlegri opinberri þjónustu á höfuðborgarsvæðið með tilheyrandi kostnaði samanber uppbyggingu Landsspítalans á umferðareyju við Hringbraut. Landsbyggðin þarf ekki fleiri þverhandarþykkar skýrslur um stöðu mála. Heldur miklu frekar almennar aðgerðir sem gera hana eftirsóknarverðari fyrir fólk og fyrirtæki. Við erum ein þjóð í einu landi Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun