Dásamar Charlie XCX þrátt fyrir orðróminn Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 27. ágúst 2024 13:32 Taylor Swift dásamar Charli XCX í nýlegu viðtali en orðið á götunni er að Charlie hafi samið svokallað „diss“ lag um Taylor. George Pimentel/LP5/Getty Images for TAS Tónlistarkonan og nýkrýnda popp prinsessan Charlie XCX hefur sjaldan verið vinsælli og platan hennar Brat var að mati margra stærsta popp plata sumarsins. Hún er því á margra vörum og hafa meðal annars komið upp slúðursagnir að eitt lag af plötunni sé um Taylor Swift. Þessar súperstjörnur hafa þekkst í mörg ár og var Charlie meðal annars upphitunaratriðið á tónleikaferðalagi Taylor árið 2018. Charlie er trúlofuð trommaranum í hljómsveitinni 1975 en Taylor var í stuttu sambandi með aðalsöngvara sömu sveitar. Aðdáendur virðast sannfærðir um að Charlie skjóti á Taylor. Lagið sem um ræðir heitir „Sympathy is a Knife“ og syngur Charlie meðal annars að hún vilji alls ekki sjá „hana“ baksviðs á tónleikum kærastans síns og gefur til kynna að Taylor sé betri en hún. Charlie hefur þó ekki viljað fara djúpt í texta lagsins. „Fólk má hugsa það sem það vill. Þetta fjallar um mig, mínar tilfinningar og kvíðann minn og hvernig heilinn minn býr til söguþráð þegar ég er óörugg. Sömuleiðis hvað ég á erfitt með að vera í aðstæðum þar sem mér líður óþægilega,“ segir Charlie um málið. Taylor Swift virðist hins vegar ekki taka þessu persónulega en hún dásamaði Charlie nýverið í viðtali við New York Magazine. „Ég hef verið agndofa yfir tónlistar hæfileikum Charlie síðan ég heyrði fyrst lagið hennar Stay Away árið 2011. Textarnir hennar eru óraunverulega góðir alltaf. Hún fer með lag á staði sem maður býst aldrei við og hún hefur verið að gera það stöðugt í yfir áratug. Ég elska að sjá alla þessa vinnu borga sig.“ Eins og áður segir er Charlie að eiga risa stórt ár. Hún er með rúmlega 45 milljón mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify, platan Brat er með hundruði milljóna streyma og lagið Guess, nýjasti smellur hennar og Billie Eilish, fór beint í 12. sæti eftirsótta bandaríska lagalistans Billboard Hot 100. Þá hefur hún verið vinsæl á samfélagsmiðlum, Brat summer sem vísar í plötuna varð eitt vinsælast trend sumarsins sem vísar í plötuna og fjölmargir á TikTok lærðu dans við lagið hennar Apple. @brookieandjessie brat summer 💚 ♬ Apple - Charli xcx Nýverið var hún svo í forsíðumyndatöku hjá stórljósmyndaranum David LaChapelle en hann hefur myndað allar heitustu stjörnurnar, allt frá Paris Hilton yfir í Björk. Myndirnar birtust meðal annars í sama tímariti og birti viðtalið við Taylor, New York Magazine. View this post on Instagram A post shared by Charli (@charli_xcx) View this post on Instagram A post shared by David LaChapelle (@david_lachapelle) Tónlist Hollywood Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Þessar súperstjörnur hafa þekkst í mörg ár og var Charlie meðal annars upphitunaratriðið á tónleikaferðalagi Taylor árið 2018. Charlie er trúlofuð trommaranum í hljómsveitinni 1975 en Taylor var í stuttu sambandi með aðalsöngvara sömu sveitar. Aðdáendur virðast sannfærðir um að Charlie skjóti á Taylor. Lagið sem um ræðir heitir „Sympathy is a Knife“ og syngur Charlie meðal annars að hún vilji alls ekki sjá „hana“ baksviðs á tónleikum kærastans síns og gefur til kynna að Taylor sé betri en hún. Charlie hefur þó ekki viljað fara djúpt í texta lagsins. „Fólk má hugsa það sem það vill. Þetta fjallar um mig, mínar tilfinningar og kvíðann minn og hvernig heilinn minn býr til söguþráð þegar ég er óörugg. Sömuleiðis hvað ég á erfitt með að vera í aðstæðum þar sem mér líður óþægilega,“ segir Charlie um málið. Taylor Swift virðist hins vegar ekki taka þessu persónulega en hún dásamaði Charlie nýverið í viðtali við New York Magazine. „Ég hef verið agndofa yfir tónlistar hæfileikum Charlie síðan ég heyrði fyrst lagið hennar Stay Away árið 2011. Textarnir hennar eru óraunverulega góðir alltaf. Hún fer með lag á staði sem maður býst aldrei við og hún hefur verið að gera það stöðugt í yfir áratug. Ég elska að sjá alla þessa vinnu borga sig.“ Eins og áður segir er Charlie að eiga risa stórt ár. Hún er með rúmlega 45 milljón mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify, platan Brat er með hundruði milljóna streyma og lagið Guess, nýjasti smellur hennar og Billie Eilish, fór beint í 12. sæti eftirsótta bandaríska lagalistans Billboard Hot 100. Þá hefur hún verið vinsæl á samfélagsmiðlum, Brat summer sem vísar í plötuna varð eitt vinsælast trend sumarsins sem vísar í plötuna og fjölmargir á TikTok lærðu dans við lagið hennar Apple. @brookieandjessie brat summer 💚 ♬ Apple - Charli xcx Nýverið var hún svo í forsíðumyndatöku hjá stórljósmyndaranum David LaChapelle en hann hefur myndað allar heitustu stjörnurnar, allt frá Paris Hilton yfir í Björk. Myndirnar birtust meðal annars í sama tímariti og birti viðtalið við Taylor, New York Magazine. View this post on Instagram A post shared by Charli (@charli_xcx) View this post on Instagram A post shared by David LaChapelle (@david_lachapelle)
Tónlist Hollywood Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira