Að búa í sveit Ása Valdís Árnadóttir, Björn Kristinn Pálmarsson, Dagný Davíðsdóttir, Ragnheiður Eggertsdóttir og Smári Bergmann Kolbeinsson skrifa 27. ágúst 2024 09:03 Búseta í dreifbýli hefur sína kosti og galla, nálægðin við náttúruna er stórt aðdráttarafl en á sama tíma getur verið aðeins lengra í ákveðna þjónustu. Hvert sveitarfélag gegnir ákveðnum skyldum gagnvart íbúum þess. Skipuleggja þarf alla þjónustu fyrir íbúa eins og heimahjúkrun, skólahald, sorphirðu, snjómokstur, verslun og þjónustu, félagsþjónustu, gatnagerð, skólaakstur, rekstur grunn- og leikskóla svo fátt eitt sé nefnt. Í því skyni að allt gangi vel fyrir sig er nauðsynlegt að skipuleggja byggð vel. Hvar býr fólk? Hvar er iðnaður? Hvar þarf að huga að vatnsvernd? Hvernig skal samgöngum háttað? Til að halda utan um alla slíka þætti og ótal fleiri og í samræmi við skipulagslög er því hvert svæði innan sveitarfélags skilgreint. Aðeins þannig getur hvert sveitarfélag skipulagt þjónustuna sem því ber að veita sínum íbúum til dæmis snjómokstur, skólahald, sorphirðu og félagsþjónustu. Segja má að grundvallar málaflokkur fyrir þróun byggðar, búsetufrelsi og samfélag séu því skipulagsmál hvers sveitarfélags og er það í gegnum skipulagsáætlanir þ.m.t. aðalskipulagið sem vinnan á sér stað. Í aðalskipulagi hafa sveitarstjórnir ákveðna landnotkunarflokka sem þær vinna með til ákvörðunar m.a. um búsetufyrirkomulag og stýra þannig íbúa- og byggðarþróun með sínum skipulagsáætlunum og meta út frá því hverskonar uppbygging þarf að eiga sér stað í sveitarfélaginu. Samhliða aðalskipulaginu eru unnar ýmsar áætlanir sem sveitarstjórnir og starfsmenn sveitarfélaga nýta við að gera áætlanir um þjónustu og innviðauppbyggingu í samfélaginu. Til að þjónusta íbúana þurfa svo sveitarfélögin tekjur. Hvert sveitarfélag hefur lögum samkvæmt þrjá tekjustofna; fasteignaskatt, útsvar og framlög frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Fasteignaskattur er skattur sem allir fasteignaeigendur greiða og lagður er á fasteignir í samræmi við lög. Útsvar er ákveðin % af tekjum skattskyldra einstaklinga. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga stuðlar að fjárhagslegu jafnvægi milli sveitarfélaga og tryggir að þau geti veitt íbúum sínum sambærilega þjónustu óháð stærð og fjárhagsstöðu. Grímsnes- og Grafningshreppur er eitt fárra sveitarfélaga á Íslandi sem fjármagnar lögbundna grunnþjónustu með tveimur tekjustofnum, fasteignaskatti og útsvari þar sem framlögin úr jöfnunarsjóði til sveitarfélagsins eru skert 100%. Þau eru skert m.a. vegna þess fjölda frístundahúsa sem hafa byggst upp í sveitarfélaginu þar sem tekjustofnar sveitarfélagsins eru metnir það sterkir að ekki kemur til úthlutunar framlags frá jöfnunarsjóði. Fasteignaskatturinn í Grímsnes- og Grafningshreppi er meðal annars notaður til að greiða til Brunavarna Árnessýslu og Almannavarna, skatturinn fer einnig í sameiginleg verkefni sveitarfélaga á Suðurlandi s.s. söfn, Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita þar sem skipulags- og byggingarfulltrúar starfa. Jafnframt fer skatturinn í að halda úti skrifstofu sveitarfélagsins, sundlaug og íþróttamiðstöð. Útsvarið fer svo í rekstur leik- og grunnskóla og aðra þjónustu sem fylgja lögheimilis skráningum. Eftir því sem okkur fjölgar verður krafan um mismunandi búsetuform háværari. Nú hefur færst í vöxt að fólk vilji búa í frístundahúsunum sínum. Það sækir ef til vill í það næði og þá ró sem fylgir frístundabyggð. Það sækir ef til vill í fallega náttúru sem umlykur slíka byggð. Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru 3300 frístundahús og umhverfið er allt hið stórkostlegasta. Skiljanlega vill fólk búa á slíkum stað. Hins vegar er það svo að sveitarfélög geta ekki breytt frístundasvæði í íbúðabyggð bara af því að einhver vill búa þar. Málið er flóknara en svo. Fjöldi fólks vill til dæmis eiga frístundahús á þessum svæðum og koma þangað í fríum. Mörg þessara svæða eru afgirt og aðgangsstýrð. Ef breyta á þessum svæðum í íbúðabyggð þarf til dæmis að taka þessar aðgangsstýringar niður. Það þarf að tryggja öllum sem eiga húsnæði á svæðinu þá þjónustu sem íbúum ber. Að mörgu leyti er krafan skiljanleg en við þekkjum flest orðatiltækið „með lögum skal land byggja“ og í lögum um lögheimili segir að lögheimili skuli skráð í íbúð eða húsi sem er skráð sem íbúðarhúsnæði í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og hefur staðfang. Slík skráning og skipulagsáætlanir um landnotkun hjálpar kjörnum fulltrúum og starfsmönnum eins og áður segir að skipuleggja áætlanir um innviðauppbyggingu og aðra þjónustu sem þarf að veita í sveitarfélögunum. Eiga örfá sem vilja búa í frístundahúsum að hafa það mikið skipulagsvald í sveitarfélaginu að það eitt að þau vilji búa þar ráði skipulagi svæðisins? Hvað með hina frístundahúsaeigendurna sem vilja bara eiga frístundahús? Er það stjórnsýsla sem almenningur sættir sig við? Í Grímsnes- og Grafningshreppi er gott að búa og má finna fjölbreytta búsetukosti í íbúðarhúsnæði í þéttbýlinu Borg ásamt því að það eru til sölu lóðir og jarðir í dreifbýlinu. Undirrituð hafa setið í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps frá kosningum 2022 og hafa allan tímann unnið af heilindum fyrir heildarhagsmuni alls sveitarfélagsins og samfélagsins. Höfundar eiga sæti í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps. Ása Valdís Árnadóttir, oddviti Björn Kristinn Pálmarsson Dagný Davíðsdóttir Ragnheiður Eggertsdóttir Smári Bergmann Kolbeinsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Byggðamál Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Búseta í dreifbýli hefur sína kosti og galla, nálægðin við náttúruna er stórt aðdráttarafl en á sama tíma getur verið aðeins lengra í ákveðna þjónustu. Hvert sveitarfélag gegnir ákveðnum skyldum gagnvart íbúum þess. Skipuleggja þarf alla þjónustu fyrir íbúa eins og heimahjúkrun, skólahald, sorphirðu, snjómokstur, verslun og þjónustu, félagsþjónustu, gatnagerð, skólaakstur, rekstur grunn- og leikskóla svo fátt eitt sé nefnt. Í því skyni að allt gangi vel fyrir sig er nauðsynlegt að skipuleggja byggð vel. Hvar býr fólk? Hvar er iðnaður? Hvar þarf að huga að vatnsvernd? Hvernig skal samgöngum háttað? Til að halda utan um alla slíka þætti og ótal fleiri og í samræmi við skipulagslög er því hvert svæði innan sveitarfélags skilgreint. Aðeins þannig getur hvert sveitarfélag skipulagt þjónustuna sem því ber að veita sínum íbúum til dæmis snjómokstur, skólahald, sorphirðu og félagsþjónustu. Segja má að grundvallar málaflokkur fyrir þróun byggðar, búsetufrelsi og samfélag séu því skipulagsmál hvers sveitarfélags og er það í gegnum skipulagsáætlanir þ.m.t. aðalskipulagið sem vinnan á sér stað. Í aðalskipulagi hafa sveitarstjórnir ákveðna landnotkunarflokka sem þær vinna með til ákvörðunar m.a. um búsetufyrirkomulag og stýra þannig íbúa- og byggðarþróun með sínum skipulagsáætlunum og meta út frá því hverskonar uppbygging þarf að eiga sér stað í sveitarfélaginu. Samhliða aðalskipulaginu eru unnar ýmsar áætlanir sem sveitarstjórnir og starfsmenn sveitarfélaga nýta við að gera áætlanir um þjónustu og innviðauppbyggingu í samfélaginu. Til að þjónusta íbúana þurfa svo sveitarfélögin tekjur. Hvert sveitarfélag hefur lögum samkvæmt þrjá tekjustofna; fasteignaskatt, útsvar og framlög frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Fasteignaskattur er skattur sem allir fasteignaeigendur greiða og lagður er á fasteignir í samræmi við lög. Útsvar er ákveðin % af tekjum skattskyldra einstaklinga. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga stuðlar að fjárhagslegu jafnvægi milli sveitarfélaga og tryggir að þau geti veitt íbúum sínum sambærilega þjónustu óháð stærð og fjárhagsstöðu. Grímsnes- og Grafningshreppur er eitt fárra sveitarfélaga á Íslandi sem fjármagnar lögbundna grunnþjónustu með tveimur tekjustofnum, fasteignaskatti og útsvari þar sem framlögin úr jöfnunarsjóði til sveitarfélagsins eru skert 100%. Þau eru skert m.a. vegna þess fjölda frístundahúsa sem hafa byggst upp í sveitarfélaginu þar sem tekjustofnar sveitarfélagsins eru metnir það sterkir að ekki kemur til úthlutunar framlags frá jöfnunarsjóði. Fasteignaskatturinn í Grímsnes- og Grafningshreppi er meðal annars notaður til að greiða til Brunavarna Árnessýslu og Almannavarna, skatturinn fer einnig í sameiginleg verkefni sveitarfélaga á Suðurlandi s.s. söfn, Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita þar sem skipulags- og byggingarfulltrúar starfa. Jafnframt fer skatturinn í að halda úti skrifstofu sveitarfélagsins, sundlaug og íþróttamiðstöð. Útsvarið fer svo í rekstur leik- og grunnskóla og aðra þjónustu sem fylgja lögheimilis skráningum. Eftir því sem okkur fjölgar verður krafan um mismunandi búsetuform háværari. Nú hefur færst í vöxt að fólk vilji búa í frístundahúsunum sínum. Það sækir ef til vill í það næði og þá ró sem fylgir frístundabyggð. Það sækir ef til vill í fallega náttúru sem umlykur slíka byggð. Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru 3300 frístundahús og umhverfið er allt hið stórkostlegasta. Skiljanlega vill fólk búa á slíkum stað. Hins vegar er það svo að sveitarfélög geta ekki breytt frístundasvæði í íbúðabyggð bara af því að einhver vill búa þar. Málið er flóknara en svo. Fjöldi fólks vill til dæmis eiga frístundahús á þessum svæðum og koma þangað í fríum. Mörg þessara svæða eru afgirt og aðgangsstýrð. Ef breyta á þessum svæðum í íbúðabyggð þarf til dæmis að taka þessar aðgangsstýringar niður. Það þarf að tryggja öllum sem eiga húsnæði á svæðinu þá þjónustu sem íbúum ber. Að mörgu leyti er krafan skiljanleg en við þekkjum flest orðatiltækið „með lögum skal land byggja“ og í lögum um lögheimili segir að lögheimili skuli skráð í íbúð eða húsi sem er skráð sem íbúðarhúsnæði í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og hefur staðfang. Slík skráning og skipulagsáætlanir um landnotkun hjálpar kjörnum fulltrúum og starfsmönnum eins og áður segir að skipuleggja áætlanir um innviðauppbyggingu og aðra þjónustu sem þarf að veita í sveitarfélögunum. Eiga örfá sem vilja búa í frístundahúsum að hafa það mikið skipulagsvald í sveitarfélaginu að það eitt að þau vilji búa þar ráði skipulagi svæðisins? Hvað með hina frístundahúsaeigendurna sem vilja bara eiga frístundahús? Er það stjórnsýsla sem almenningur sættir sig við? Í Grímsnes- og Grafningshreppi er gott að búa og má finna fjölbreytta búsetukosti í íbúðarhúsnæði í þéttbýlinu Borg ásamt því að það eru til sölu lóðir og jarðir í dreifbýlinu. Undirrituð hafa setið í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps frá kosningum 2022 og hafa allan tímann unnið af heilindum fyrir heildarhagsmuni alls sveitarfélagsins og samfélagsins. Höfundar eiga sæti í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps. Ása Valdís Árnadóttir, oddviti Björn Kristinn Pálmarsson Dagný Davíðsdóttir Ragnheiður Eggertsdóttir Smári Bergmann Kolbeinsson
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun