Aldrei spilað leik en á leið í NFL-deildina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. ágúst 2024 16:32 Travis Clayton var valinn númer 221 í nýliðavalinu í ár. vísir/getty Síðasta vetur var Bretinn Travis Clayton í skrifstofuvinnu en nú styttist í að hann spili sinn fyrsta leik í NFL-deildinni. Clayton var ekki bara í skrifstofuvinnu heldur spilaði hann rúgbý í 8. deildinni á Englandi. Er nema von að fólk spyrji sig að því hvernig í fjandanum hann fékk samning hjá stórliði Buffalo Bills? Það kom nefnilega ekkert meira á óvart í nýliðavali deildarinnar en er Bills valdi Clayton. Nýtti tækifærið vel Clayton er mikill íþróttamaður og árið 2019 fór hann í NFL Academy sem þá var að byrja í Bretlandi. Þar fá táningar frá Evrópu og Afríku tækifæri til þess að sýna sig fyrir NFL-liðunum. Hann var svo einn af sextán sem komst á annað NFL-námskeið þar sem leikmenn utan Bandaríkjanna fá annað tækifæri til þess að sanna sig. Það námskeið stóð yfir í tíu vikur og Bretinn sló í gegn þar. Fyrir vikið fékk hann boð á Pro Day í mars þar sem útsendarar allra liða skoða leikmenn fyrir nýliðavalið sem fór fram mánuði síðar. Þar sem hann hefur aldrei spilað leik í amerískum fótbolta þá var ákveðið að gera hann að sóknarlínumanni. Það er ekki bara styrkurinn sem vakti athygli heldur hraðinn líka. Enginn sóknarlínumaður í tíu hefur hlaupið 40 jarda hlaup hraðar en hann. Clayton hljóp 40 jarda á 4,79 sekúndum sem er ótrúlegur tími fyrir 140 kílóa mann. Clayton fagnar með móður sinni eftir að Bills hafði valið hann í nýliðavalinu.vísir/getty Honum var í kjölfarið boðið í heimsókn til fimm félaga. Buffalo var ekki eitt þeirra þó svo menn á vegum félagsins hafi hringt í hann. „Ég var kominn á þann stað að ég átti aldrei von á því að vera valinn. Svo kom símtal frá Bills sem kom mér mjög á óvart. Ég hélt að félagið hefði engan áhuga,“ sagði Clayton. „Þetta varð ekki raunverulegt fyrr en ég kom inn í klefa Bills og sá nafnið mitt þar. Nú þarf ég að láta hendur standa fram úr ermum.“ Þarf að vera þolinmóður Hann varð aftur á móti fyrir axlarmeiðslum í júlí og hefur ekki getað tekið þátt í undirbúningsleikjum Bills. Á morgun verður æfingahópurinn svo skorinn niður í 53 leikmenn. Clayton verður líklega ekki einn af hinum útvöldu. Aftur á móti verður hann væntanlega í æfingahópnum og bíður eftir sínu tækifæri. Meiðsli í NFL-deildinni eru algengari en í flestum öðrum íþróttum og því gæti tækifærið komið með skömmum fyrirvara. NFL Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Jón Axel og félagar spila til úrslita Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Tveggja marka tap í toppslagnum Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Borðuðu aldrei kvöldmat saman „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Lífið leikur við Kessler „Íslenska liðið lítur vel út“ Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjá meira
Clayton var ekki bara í skrifstofuvinnu heldur spilaði hann rúgbý í 8. deildinni á Englandi. Er nema von að fólk spyrji sig að því hvernig í fjandanum hann fékk samning hjá stórliði Buffalo Bills? Það kom nefnilega ekkert meira á óvart í nýliðavali deildarinnar en er Bills valdi Clayton. Nýtti tækifærið vel Clayton er mikill íþróttamaður og árið 2019 fór hann í NFL Academy sem þá var að byrja í Bretlandi. Þar fá táningar frá Evrópu og Afríku tækifæri til þess að sýna sig fyrir NFL-liðunum. Hann var svo einn af sextán sem komst á annað NFL-námskeið þar sem leikmenn utan Bandaríkjanna fá annað tækifæri til þess að sanna sig. Það námskeið stóð yfir í tíu vikur og Bretinn sló í gegn þar. Fyrir vikið fékk hann boð á Pro Day í mars þar sem útsendarar allra liða skoða leikmenn fyrir nýliðavalið sem fór fram mánuði síðar. Þar sem hann hefur aldrei spilað leik í amerískum fótbolta þá var ákveðið að gera hann að sóknarlínumanni. Það er ekki bara styrkurinn sem vakti athygli heldur hraðinn líka. Enginn sóknarlínumaður í tíu hefur hlaupið 40 jarda hlaup hraðar en hann. Clayton hljóp 40 jarda á 4,79 sekúndum sem er ótrúlegur tími fyrir 140 kílóa mann. Clayton fagnar með móður sinni eftir að Bills hafði valið hann í nýliðavalinu.vísir/getty Honum var í kjölfarið boðið í heimsókn til fimm félaga. Buffalo var ekki eitt þeirra þó svo menn á vegum félagsins hafi hringt í hann. „Ég var kominn á þann stað að ég átti aldrei von á því að vera valinn. Svo kom símtal frá Bills sem kom mér mjög á óvart. Ég hélt að félagið hefði engan áhuga,“ sagði Clayton. „Þetta varð ekki raunverulegt fyrr en ég kom inn í klefa Bills og sá nafnið mitt þar. Nú þarf ég að láta hendur standa fram úr ermum.“ Þarf að vera þolinmóður Hann varð aftur á móti fyrir axlarmeiðslum í júlí og hefur ekki getað tekið þátt í undirbúningsleikjum Bills. Á morgun verður æfingahópurinn svo skorinn niður í 53 leikmenn. Clayton verður líklega ekki einn af hinum útvöldu. Aftur á móti verður hann væntanlega í æfingahópnum og bíður eftir sínu tækifæri. Meiðsli í NFL-deildinni eru algengari en í flestum öðrum íþróttum og því gæti tækifærið komið með skömmum fyrirvara.
NFL Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Jón Axel og félagar spila til úrslita Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Tveggja marka tap í toppslagnum Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Borðuðu aldrei kvöldmat saman „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Lífið leikur við Kessler „Íslenska liðið lítur vel út“ Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti