Aldrei spilað leik en á leið í NFL-deildina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. ágúst 2024 16:32 Travis Clayton var valinn númer 221 í nýliðavalinu í ár. vísir/getty Síðasta vetur var Bretinn Travis Clayton í skrifstofuvinnu en nú styttist í að hann spili sinn fyrsta leik í NFL-deildinni. Clayton var ekki bara í skrifstofuvinnu heldur spilaði hann rúgbý í 8. deildinni á Englandi. Er nema von að fólk spyrji sig að því hvernig í fjandanum hann fékk samning hjá stórliði Buffalo Bills? Það kom nefnilega ekkert meira á óvart í nýliðavali deildarinnar en er Bills valdi Clayton. Nýtti tækifærið vel Clayton er mikill íþróttamaður og árið 2019 fór hann í NFL Academy sem þá var að byrja í Bretlandi. Þar fá táningar frá Evrópu og Afríku tækifæri til þess að sýna sig fyrir NFL-liðunum. Hann var svo einn af sextán sem komst á annað NFL-námskeið þar sem leikmenn utan Bandaríkjanna fá annað tækifæri til þess að sanna sig. Það námskeið stóð yfir í tíu vikur og Bretinn sló í gegn þar. Fyrir vikið fékk hann boð á Pro Day í mars þar sem útsendarar allra liða skoða leikmenn fyrir nýliðavalið sem fór fram mánuði síðar. Þar sem hann hefur aldrei spilað leik í amerískum fótbolta þá var ákveðið að gera hann að sóknarlínumanni. Það er ekki bara styrkurinn sem vakti athygli heldur hraðinn líka. Enginn sóknarlínumaður í tíu hefur hlaupið 40 jarda hlaup hraðar en hann. Clayton hljóp 40 jarda á 4,79 sekúndum sem er ótrúlegur tími fyrir 140 kílóa mann. Clayton fagnar með móður sinni eftir að Bills hafði valið hann í nýliðavalinu.vísir/getty Honum var í kjölfarið boðið í heimsókn til fimm félaga. Buffalo var ekki eitt þeirra þó svo menn á vegum félagsins hafi hringt í hann. „Ég var kominn á þann stað að ég átti aldrei von á því að vera valinn. Svo kom símtal frá Bills sem kom mér mjög á óvart. Ég hélt að félagið hefði engan áhuga,“ sagði Clayton. „Þetta varð ekki raunverulegt fyrr en ég kom inn í klefa Bills og sá nafnið mitt þar. Nú þarf ég að láta hendur standa fram úr ermum.“ Þarf að vera þolinmóður Hann varð aftur á móti fyrir axlarmeiðslum í júlí og hefur ekki getað tekið þátt í undirbúningsleikjum Bills. Á morgun verður æfingahópurinn svo skorinn niður í 53 leikmenn. Clayton verður líklega ekki einn af hinum útvöldu. Aftur á móti verður hann væntanlega í æfingahópnum og bíður eftir sínu tækifæri. Meiðsli í NFL-deildinni eru algengari en í flestum öðrum íþróttum og því gæti tækifærið komið með skömmum fyrirvara. NFL Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Sjá meira
Clayton var ekki bara í skrifstofuvinnu heldur spilaði hann rúgbý í 8. deildinni á Englandi. Er nema von að fólk spyrji sig að því hvernig í fjandanum hann fékk samning hjá stórliði Buffalo Bills? Það kom nefnilega ekkert meira á óvart í nýliðavali deildarinnar en er Bills valdi Clayton. Nýtti tækifærið vel Clayton er mikill íþróttamaður og árið 2019 fór hann í NFL Academy sem þá var að byrja í Bretlandi. Þar fá táningar frá Evrópu og Afríku tækifæri til þess að sýna sig fyrir NFL-liðunum. Hann var svo einn af sextán sem komst á annað NFL-námskeið þar sem leikmenn utan Bandaríkjanna fá annað tækifæri til þess að sanna sig. Það námskeið stóð yfir í tíu vikur og Bretinn sló í gegn þar. Fyrir vikið fékk hann boð á Pro Day í mars þar sem útsendarar allra liða skoða leikmenn fyrir nýliðavalið sem fór fram mánuði síðar. Þar sem hann hefur aldrei spilað leik í amerískum fótbolta þá var ákveðið að gera hann að sóknarlínumanni. Það er ekki bara styrkurinn sem vakti athygli heldur hraðinn líka. Enginn sóknarlínumaður í tíu hefur hlaupið 40 jarda hlaup hraðar en hann. Clayton hljóp 40 jarda á 4,79 sekúndum sem er ótrúlegur tími fyrir 140 kílóa mann. Clayton fagnar með móður sinni eftir að Bills hafði valið hann í nýliðavalinu.vísir/getty Honum var í kjölfarið boðið í heimsókn til fimm félaga. Buffalo var ekki eitt þeirra þó svo menn á vegum félagsins hafi hringt í hann. „Ég var kominn á þann stað að ég átti aldrei von á því að vera valinn. Svo kom símtal frá Bills sem kom mér mjög á óvart. Ég hélt að félagið hefði engan áhuga,“ sagði Clayton. „Þetta varð ekki raunverulegt fyrr en ég kom inn í klefa Bills og sá nafnið mitt þar. Nú þarf ég að láta hendur standa fram úr ermum.“ Þarf að vera þolinmóður Hann varð aftur á móti fyrir axlarmeiðslum í júlí og hefur ekki getað tekið þátt í undirbúningsleikjum Bills. Á morgun verður æfingahópurinn svo skorinn niður í 53 leikmenn. Clayton verður líklega ekki einn af hinum útvöldu. Aftur á móti verður hann væntanlega í æfingahópnum og bíður eftir sínu tækifæri. Meiðsli í NFL-deildinni eru algengari en í flestum öðrum íþróttum og því gæti tækifærið komið með skömmum fyrirvara.
NFL Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Sjá meira