8 atriði sem losa umferðahnúta Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 26. ágúst 2024 14:02 Breyttar ferðavenjur eru einfaldlega langódýrasta og skynsamlegasta leiðin til að takast á við fjölþætt samfélags vandamál eins og umferðarteppur, mengun, olíubrennslu og lýðsheilsu. Breyttar ferðavenjur er í raun samheiti lausna sem minnka bílnotkun. Þetta þarf nefnilega ekki alltaf að þýða algerlega bíllaus lífstíll því að bílminni lífstíll getur líka haft veruleg áhrif. Vissulega næst mestur árangur ef einhverjir losa sig alveg við bílinn en heildarárangur getur orðið miklu meiri ef hundrað þúsund manns nota bílinn minna. Að setjast aldrei aftur í bíl er hugsun sem flestir Íslendingar eiga erfitt með en að hjóla öðru hvoru eða vinna heima dag og dag er kannski eitthvað sem fleiri gætu tileinkað sér. Ekkert leysir umferðahnúta hraðar eða ódýrar en breyttar ferðavenjur. Hér verður farið yfir lista af framförum á undanförnum árum sem ættu að auðvelda fólki að taka upp bílminni lífstíl. 1 Rafhjól Tilkoma rafhjóla er ein merkilegasta samgöngubylting sögunnar. Lengi hefur verið ljóst að reiðhjól er orkunýtnasti ferðamáti sem til er. Líkamleg áreynsla, brekkur, mótvindur og vegalengdir hefur þó haldið aftur af stórtækri útbreiðslu hjólreiða. Tilkoma rafhjóla er alger leikbreytir sem minnkar líkamlega áreynslu, tekur út leiðinda erfiði í brekkum og mótvindi og gerir fólki kleyft að fara mun lengri ferðir án örmögnunar. Rafhjól gera hjólreiðar einfaldalega auðveldari. 2 Heimavinna Tölvutæknin og reynslan frá Covid sýndu að stór hluti vinnuafls getur að hluta til unnið heima. Ef starfsmenn fyrirtækis, sem annars kæmu á bíl til vinnu, tækju bara einn heimavinnudag í viku myndi umferð til og frá vinnustaðnum minnka um 20%. Með tækninýjungum hefur heimavinna skrifstofufólks aldrei verið auðveldari. 3 Rafskútur Tilkoma rafskútna hefur komið með nýjan vinkil inn í samgöngur. Rafskútur eru afar notendavæn leið til að komast á milli staða og létta verulega á bílaumferð. Akstur á leigðum rafhlaupahjólum er í kringum þrjár milljónir ferða á ári og ef stór hluti þeirra ferða hefði verið mætt með einkabíl er ljóst að umferðateppur væru enn verri. Rafskútur gera breyttar ferðavenjur auðveldari. 4 Heimsendingar Ein afsökunum fyrir ofnotkun einkabíla hefur oft verið að erfitt er að flytja vörur á hjóli eða gangandi þegar verslað er. Nú hefur netverslun breytt leiknum og hægt er að fá allt heim að dyrum eða í næsta pósthólf. Meira að segja bjóða nú matvöruverslanir heimsendingu á rafsendibílum. Þetta minnkar umferð þar sem sendibíllinn sameinar ferðir sem annars væru farnar á mun fleiri einkabílum. Heimsendingar gera þannig bílminni lífstíl auðveldari. 6 Innviðir Hjóla- gönguinnviðir hafa batnað mikið á undanförnum árum. Heilmikið af göngu- og hjólreiðastígum hafa verið lagðir sem auðvelda mjög fólki að nýta breyttar ferðavenjur. 7 Klæðnaður Veðrið er versti óvinur breyttra ferðavenja nema auðvitað heimavinnu. Gæði og fjölbreytileiki útivistarfatnaðar hefur aukist mikið undanfarin ár og nú er mun auðveldara og þægilegra að klæða af sér veðrið. Betri útivistarfatnaður auðveldar göngu- og hjólreiðafólki að takast á við veðrið. 8 Korter Korter er íslenskt app sem gerir allt mat á göngu- og hjólreiðavegalengdum auðveldari. Appið er einfaldlega opnað og hægt að sjá strax hvort áfangastaður sé innan seilingar innan korters gangandi eða hjólandi. Niðurstaða Eins og listinn sýnir er mun auðveldara en áður að tileinka sér breyttar ferðavenjur. Ef hluti borgarbúa tekur upp hluta af þessum lausnum öðru hvoru þá minnkar umferðarþungi strax. Engin önnur lausn gegn umferðateppum höfuðborgarsvæðisins er jafn hraðvirk og ódýr. Breyttar ferðavenjur þurfa ekki kostnaðarsamar og flóknar stórframkvæmdir heldur geta liðkað fyrir umferð núna. Höfundur er sviðsstjóri Orkuskipta og loftslagsmála hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Umhverfismál Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Breyttar ferðavenjur eru einfaldlega langódýrasta og skynsamlegasta leiðin til að takast á við fjölþætt samfélags vandamál eins og umferðarteppur, mengun, olíubrennslu og lýðsheilsu. Breyttar ferðavenjur er í raun samheiti lausna sem minnka bílnotkun. Þetta þarf nefnilega ekki alltaf að þýða algerlega bíllaus lífstíll því að bílminni lífstíll getur líka haft veruleg áhrif. Vissulega næst mestur árangur ef einhverjir losa sig alveg við bílinn en heildarárangur getur orðið miklu meiri ef hundrað þúsund manns nota bílinn minna. Að setjast aldrei aftur í bíl er hugsun sem flestir Íslendingar eiga erfitt með en að hjóla öðru hvoru eða vinna heima dag og dag er kannski eitthvað sem fleiri gætu tileinkað sér. Ekkert leysir umferðahnúta hraðar eða ódýrar en breyttar ferðavenjur. Hér verður farið yfir lista af framförum á undanförnum árum sem ættu að auðvelda fólki að taka upp bílminni lífstíl. 1 Rafhjól Tilkoma rafhjóla er ein merkilegasta samgöngubylting sögunnar. Lengi hefur verið ljóst að reiðhjól er orkunýtnasti ferðamáti sem til er. Líkamleg áreynsla, brekkur, mótvindur og vegalengdir hefur þó haldið aftur af stórtækri útbreiðslu hjólreiða. Tilkoma rafhjóla er alger leikbreytir sem minnkar líkamlega áreynslu, tekur út leiðinda erfiði í brekkum og mótvindi og gerir fólki kleyft að fara mun lengri ferðir án örmögnunar. Rafhjól gera hjólreiðar einfaldalega auðveldari. 2 Heimavinna Tölvutæknin og reynslan frá Covid sýndu að stór hluti vinnuafls getur að hluta til unnið heima. Ef starfsmenn fyrirtækis, sem annars kæmu á bíl til vinnu, tækju bara einn heimavinnudag í viku myndi umferð til og frá vinnustaðnum minnka um 20%. Með tækninýjungum hefur heimavinna skrifstofufólks aldrei verið auðveldari. 3 Rafskútur Tilkoma rafskútna hefur komið með nýjan vinkil inn í samgöngur. Rafskútur eru afar notendavæn leið til að komast á milli staða og létta verulega á bílaumferð. Akstur á leigðum rafhlaupahjólum er í kringum þrjár milljónir ferða á ári og ef stór hluti þeirra ferða hefði verið mætt með einkabíl er ljóst að umferðateppur væru enn verri. Rafskútur gera breyttar ferðavenjur auðveldari. 4 Heimsendingar Ein afsökunum fyrir ofnotkun einkabíla hefur oft verið að erfitt er að flytja vörur á hjóli eða gangandi þegar verslað er. Nú hefur netverslun breytt leiknum og hægt er að fá allt heim að dyrum eða í næsta pósthólf. Meira að segja bjóða nú matvöruverslanir heimsendingu á rafsendibílum. Þetta minnkar umferð þar sem sendibíllinn sameinar ferðir sem annars væru farnar á mun fleiri einkabílum. Heimsendingar gera þannig bílminni lífstíl auðveldari. 6 Innviðir Hjóla- gönguinnviðir hafa batnað mikið á undanförnum árum. Heilmikið af göngu- og hjólreiðastígum hafa verið lagðir sem auðvelda mjög fólki að nýta breyttar ferðavenjur. 7 Klæðnaður Veðrið er versti óvinur breyttra ferðavenja nema auðvitað heimavinnu. Gæði og fjölbreytileiki útivistarfatnaðar hefur aukist mikið undanfarin ár og nú er mun auðveldara og þægilegra að klæða af sér veðrið. Betri útivistarfatnaður auðveldar göngu- og hjólreiðafólki að takast á við veðrið. 8 Korter Korter er íslenskt app sem gerir allt mat á göngu- og hjólreiðavegalengdum auðveldari. Appið er einfaldlega opnað og hægt að sjá strax hvort áfangastaður sé innan seilingar innan korters gangandi eða hjólandi. Niðurstaða Eins og listinn sýnir er mun auðveldara en áður að tileinka sér breyttar ferðavenjur. Ef hluti borgarbúa tekur upp hluta af þessum lausnum öðru hvoru þá minnkar umferðarþungi strax. Engin önnur lausn gegn umferðateppum höfuðborgarsvæðisins er jafn hraðvirk og ódýr. Breyttar ferðavenjur þurfa ekki kostnaðarsamar og flóknar stórframkvæmdir heldur geta liðkað fyrir umferð núna. Höfundur er sviðsstjóri Orkuskipta og loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun