Leikmenn festust í lyftu í tvo klukkutíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2024 12:02 Justin Herbert er leikstjórnandi Los Angeles Chargers og hann sýndi enn á ný leiðtogahæfileika sína í krefjandi aðstæðum um helgina. Getty/Harry How Leikmenn og starfsmenn Los Angeles Chargers voru meðal þeirra fimmtán sem festust í lyftu í tvo klukkutíma um helgina. Þessi martraðarlyfta var á hóteli í Dallas þar sem Chargers gisti í aðdraganda eins leiks liðsins á undirbúningstímabilinu. Nú styttist í það að NFL tímabilið fari af stað. Á endanum þurfti að bjarga hverjum og einum upp um hlera á þaki lyftunnar og þaðan var farið með þau yfir í aðra lyftu við hliðina. Það var því ekki aðeins óþægilegt að vera fastur í lyftunni í allan þennan tíma heldur var björgun þeirra líka mikil ævintýraferð. Jim Harbaugh, þjálfari Chargers, talaði um það að sá eini sem hafi ekki komið sveittur út úr lyftunni hafi verið leikstjórnandinn Justin Herbert. Herbert fékk líka hrós frá öllum að hafa verið sannkallaður klettur í þessum krefjandi aðstæðum og hans leiðtogahæfileikar hafi þarna komið vel í ljós. „Hárið hans var svolítið blautt en skyrtan hans var alveg þurr. Það var einn einn hluturinn sem ég er orðlaus yfir. Þessi gæi er rosalegur,“ sagði Jim Harbaugh, ánægður með sinn mann. Harbaugh var líka þakklátur slökkviliðsmönnunum sem mættu til að bjarga málunum. Þeim var öllum boðið í mat með liðinu seinna um kvöldið. OH NO! Several Chargers players, including quarterback Justin Herbert, and other members of the traveling party crawled through a ceiling panel to escape a stuck hotel elevator in Dallas. https://t.co/54SqZthLMJ pic.twitter.com/FWX8RGwi63— ABC7 Eyewitness News (@ABC7) August 25, 2024 NFL Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Þessi martraðarlyfta var á hóteli í Dallas þar sem Chargers gisti í aðdraganda eins leiks liðsins á undirbúningstímabilinu. Nú styttist í það að NFL tímabilið fari af stað. Á endanum þurfti að bjarga hverjum og einum upp um hlera á þaki lyftunnar og þaðan var farið með þau yfir í aðra lyftu við hliðina. Það var því ekki aðeins óþægilegt að vera fastur í lyftunni í allan þennan tíma heldur var björgun þeirra líka mikil ævintýraferð. Jim Harbaugh, þjálfari Chargers, talaði um það að sá eini sem hafi ekki komið sveittur út úr lyftunni hafi verið leikstjórnandinn Justin Herbert. Herbert fékk líka hrós frá öllum að hafa verið sannkallaður klettur í þessum krefjandi aðstæðum og hans leiðtogahæfileikar hafi þarna komið vel í ljós. „Hárið hans var svolítið blautt en skyrtan hans var alveg þurr. Það var einn einn hluturinn sem ég er orðlaus yfir. Þessi gæi er rosalegur,“ sagði Jim Harbaugh, ánægður með sinn mann. Harbaugh var líka þakklátur slökkviliðsmönnunum sem mættu til að bjarga málunum. Þeim var öllum boðið í mat með liðinu seinna um kvöldið. OH NO! Several Chargers players, including quarterback Justin Herbert, and other members of the traveling party crawled through a ceiling panel to escape a stuck hotel elevator in Dallas. https://t.co/54SqZthLMJ pic.twitter.com/FWX8RGwi63— ABC7 Eyewitness News (@ABC7) August 25, 2024
NFL Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum