Aðeins æft í þrjú ár en stefnir á Íslandsmetið: „Ég hef eiginlega ekki gert neitt annað síðan“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. ágúst 2024 08:06 Heru hefur ekki æft kringlukast nema í þrjú ár en stefnir fljótt að Íslandsmetinu sem hefur ekki verið slegið síðan 1989. vísir / ívar Hera Christensen hefur bætt aldursflokkamet fjórum sinnum á þessu ári og stefnir hraðbyri að Íslandsmetinu. Framundan er svo heimsmeistaramót í Perú hjá þessari miklu vonarstjörnu í kringlukasti. Hera er 19 ára gömul og hefur tekið gríðarlegum framförum að undanförnu. Hún hefur samt bara æft frjálsar íþróttir í fimm ár og fann ekki kringlukastið fyrr en fyrir þremur árum, í raun af slysni. „Það var bara fyrir tilviljun, það vantaði í liðið á bikarkeppninni. Þjálfarinn henti mér bara í kringluna og ég hef eiginlega ekki gert neitt annað síðan.“ Hera varð á dögunum Norðurlandameistari annað árið í röð með kasti upp á 50,62 metra. „Ég náði markmiði mínu að verja Norðurlandameistaratitilinn og mig langaði einnig að kasta yfir 50 metrana, sem að tókst. Þannig að ég er mjög sátt með mótið, það er allt á uppleið og mjög gaman að sjá árangurinn.“ Það gefst annað tækifæri til að bæta persónulega metið þegar Hera keppir á heimsmeistaramóti í Perú og Íslandmetið, sem er 54,69 metrar og hefur ekki verið slegið síðan 1989, er henni vel innan seilingar. „Akkúrat, stærsta sviðið, heimsmeistaramót. Vonandi nær maður einni bætingu í viðbót og þá mögulega að reyna við Íslandsmetið.“ Á útleið Ljóst er að framtíðin liggur fyrir Heru og kringlukastið á hug hennar allan, hún stefnir langt og skoðar nú tilboð frá skólum og frjálsíþróttafélögum erlendis. „Ég er ennþá að skoða með Bandaríkin, til dæmis að fara á skólastyrk. Svo er ég einnig að skoða Norðurlöndin, æfa þar og vera í skóla samhliða. Allt opið fyrir því.“ Skammt að sækja góð ráð Ljóst er líka að hún getur sótt góð ráð hjá afreksstjóra Íþrótta- og Ólympíusambandsins, Vésteini Hafsteinssyni, sem er fyrrum kringlukastari og hefur þjálfað fjölda fólks í allra fremstu röð í faginu. „Hann hefur ekki skipt sér mikið af, hingað til, en vonandi nær maður að fá fleiri ráð núna á komandi tímum.“ Viðtalið við Heru var sýnt í Sportpakka Stöðvar 2 í gær og má sjá í spilaranum að ofan. Frjálsar íþróttir FH Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sjá meira
Hera er 19 ára gömul og hefur tekið gríðarlegum framförum að undanförnu. Hún hefur samt bara æft frjálsar íþróttir í fimm ár og fann ekki kringlukastið fyrr en fyrir þremur árum, í raun af slysni. „Það var bara fyrir tilviljun, það vantaði í liðið á bikarkeppninni. Þjálfarinn henti mér bara í kringluna og ég hef eiginlega ekki gert neitt annað síðan.“ Hera varð á dögunum Norðurlandameistari annað árið í röð með kasti upp á 50,62 metra. „Ég náði markmiði mínu að verja Norðurlandameistaratitilinn og mig langaði einnig að kasta yfir 50 metrana, sem að tókst. Þannig að ég er mjög sátt með mótið, það er allt á uppleið og mjög gaman að sjá árangurinn.“ Það gefst annað tækifæri til að bæta persónulega metið þegar Hera keppir á heimsmeistaramóti í Perú og Íslandmetið, sem er 54,69 metrar og hefur ekki verið slegið síðan 1989, er henni vel innan seilingar. „Akkúrat, stærsta sviðið, heimsmeistaramót. Vonandi nær maður einni bætingu í viðbót og þá mögulega að reyna við Íslandsmetið.“ Á útleið Ljóst er að framtíðin liggur fyrir Heru og kringlukastið á hug hennar allan, hún stefnir langt og skoðar nú tilboð frá skólum og frjálsíþróttafélögum erlendis. „Ég er ennþá að skoða með Bandaríkin, til dæmis að fara á skólastyrk. Svo er ég einnig að skoða Norðurlöndin, æfa þar og vera í skóla samhliða. Allt opið fyrir því.“ Skammt að sækja góð ráð Ljóst er líka að hún getur sótt góð ráð hjá afreksstjóra Íþrótta- og Ólympíusambandsins, Vésteini Hafsteinssyni, sem er fyrrum kringlukastari og hefur þjálfað fjölda fólks í allra fremstu röð í faginu. „Hann hefur ekki skipt sér mikið af, hingað til, en vonandi nær maður að fá fleiri ráð núna á komandi tímum.“ Viðtalið við Heru var sýnt í Sportpakka Stöðvar 2 í gær og má sjá í spilaranum að ofan.
Frjálsar íþróttir FH Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sjá meira