Aðeins æft í þrjú ár en stefnir á Íslandsmetið: „Ég hef eiginlega ekki gert neitt annað síðan“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. ágúst 2024 08:06 Heru hefur ekki æft kringlukast nema í þrjú ár en stefnir fljótt að Íslandsmetinu sem hefur ekki verið slegið síðan 1989. vísir / ívar Hera Christensen hefur bætt aldursflokkamet fjórum sinnum á þessu ári og stefnir hraðbyri að Íslandsmetinu. Framundan er svo heimsmeistaramót í Perú hjá þessari miklu vonarstjörnu í kringlukasti. Hera er 19 ára gömul og hefur tekið gríðarlegum framförum að undanförnu. Hún hefur samt bara æft frjálsar íþróttir í fimm ár og fann ekki kringlukastið fyrr en fyrir þremur árum, í raun af slysni. „Það var bara fyrir tilviljun, það vantaði í liðið á bikarkeppninni. Þjálfarinn henti mér bara í kringluna og ég hef eiginlega ekki gert neitt annað síðan.“ Hera varð á dögunum Norðurlandameistari annað árið í röð með kasti upp á 50,62 metra. „Ég náði markmiði mínu að verja Norðurlandameistaratitilinn og mig langaði einnig að kasta yfir 50 metrana, sem að tókst. Þannig að ég er mjög sátt með mótið, það er allt á uppleið og mjög gaman að sjá árangurinn.“ Það gefst annað tækifæri til að bæta persónulega metið þegar Hera keppir á heimsmeistaramóti í Perú og Íslandmetið, sem er 54,69 metrar og hefur ekki verið slegið síðan 1989, er henni vel innan seilingar. „Akkúrat, stærsta sviðið, heimsmeistaramót. Vonandi nær maður einni bætingu í viðbót og þá mögulega að reyna við Íslandsmetið.“ Á útleið Ljóst er að framtíðin liggur fyrir Heru og kringlukastið á hug hennar allan, hún stefnir langt og skoðar nú tilboð frá skólum og frjálsíþróttafélögum erlendis. „Ég er ennþá að skoða með Bandaríkin, til dæmis að fara á skólastyrk. Svo er ég einnig að skoða Norðurlöndin, æfa þar og vera í skóla samhliða. Allt opið fyrir því.“ Skammt að sækja góð ráð Ljóst er líka að hún getur sótt góð ráð hjá afreksstjóra Íþrótta- og Ólympíusambandsins, Vésteini Hafsteinssyni, sem er fyrrum kringlukastari og hefur þjálfað fjölda fólks í allra fremstu röð í faginu. „Hann hefur ekki skipt sér mikið af, hingað til, en vonandi nær maður að fá fleiri ráð núna á komandi tímum.“ Viðtalið við Heru var sýnt í Sportpakka Stöðvar 2 í gær og má sjá í spilaranum að ofan. Frjálsar íþróttir FH Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Körfubolti Fleiri fréttir Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Leik lokið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Sjá meira
Hera er 19 ára gömul og hefur tekið gríðarlegum framförum að undanförnu. Hún hefur samt bara æft frjálsar íþróttir í fimm ár og fann ekki kringlukastið fyrr en fyrir þremur árum, í raun af slysni. „Það var bara fyrir tilviljun, það vantaði í liðið á bikarkeppninni. Þjálfarinn henti mér bara í kringluna og ég hef eiginlega ekki gert neitt annað síðan.“ Hera varð á dögunum Norðurlandameistari annað árið í röð með kasti upp á 50,62 metra. „Ég náði markmiði mínu að verja Norðurlandameistaratitilinn og mig langaði einnig að kasta yfir 50 metrana, sem að tókst. Þannig að ég er mjög sátt með mótið, það er allt á uppleið og mjög gaman að sjá árangurinn.“ Það gefst annað tækifæri til að bæta persónulega metið þegar Hera keppir á heimsmeistaramóti í Perú og Íslandmetið, sem er 54,69 metrar og hefur ekki verið slegið síðan 1989, er henni vel innan seilingar. „Akkúrat, stærsta sviðið, heimsmeistaramót. Vonandi nær maður einni bætingu í viðbót og þá mögulega að reyna við Íslandsmetið.“ Á útleið Ljóst er að framtíðin liggur fyrir Heru og kringlukastið á hug hennar allan, hún stefnir langt og skoðar nú tilboð frá skólum og frjálsíþróttafélögum erlendis. „Ég er ennþá að skoða með Bandaríkin, til dæmis að fara á skólastyrk. Svo er ég einnig að skoða Norðurlöndin, æfa þar og vera í skóla samhliða. Allt opið fyrir því.“ Skammt að sækja góð ráð Ljóst er líka að hún getur sótt góð ráð hjá afreksstjóra Íþrótta- og Ólympíusambandsins, Vésteini Hafsteinssyni, sem er fyrrum kringlukastari og hefur þjálfað fjölda fólks í allra fremstu röð í faginu. „Hann hefur ekki skipt sér mikið af, hingað til, en vonandi nær maður að fá fleiri ráð núna á komandi tímum.“ Viðtalið við Heru var sýnt í Sportpakka Stöðvar 2 í gær og má sjá í spilaranum að ofan.
Frjálsar íþróttir FH Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Körfubolti Fleiri fréttir Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Leik lokið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Sjá meira