„Lítur út fyrir það að hún muni ekki spila fótbolta í langan tíma“ Hinrik Wöhler skrifar 25. ágúst 2024 17:30 Guðni Eiríksson, þjálfari FH, þurfti að sætta sig við tap á móti toppliði deildarinnar. Vísir/Anton Brink Guðni Eiríksson, þjálfari FH, fór tómhentur heim af Kaplakrikavelli í dag. FH mætti meistaraliði Vals og sigruðu gestirnir leikinn örugglega 4-2. „Það voru sex mörk í dag en því miður fyrir FH-inga var það tap í dag,“ sagði Guðni eftir leikinn. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir kom FH yfir á 15. mínútu með glæsilegu marki en gestirnir voru ekki lengi að svara og jöfnuðu þremur mínútum síðar. „Þetta leit alveg þokkalega út í fyrri hálfleik. Það verður bara að segjast, þegar við missum Breukelen [Woodard] af velli í alvarleg meiðsli að það sló okkur út af laginu. Leikmenn voru sjokkeraðir inn í klefa í hálfleik,“ sagði Guðni um fyrri hálfleikinn. Einn af máttarstólpum í liði FH, Breukelen Woodard, meiddist alvarlega í lok fyrri hálfleiks og stöðva þurfti leikinn í tæplega tíu mínútur. Guðni telur að hún verði frá í marga mánuði. Sóknarmaðurinn öflugi, Breukelen Woodard, mun ekki taka þátt meira á tímabilinu.Vísir/Pawel „Hún virðist hafa fest sig í grasinu af einhverju leyti og sneri upp á hnéð. Hún fann fyrir að eitthvað gaf sig í hnénu og það veit ekki á gott. Þetta lítur ekki alls vel út, því miður fyrir hana.“ „Það lítur út fyrir það að hún muni ekki spila fótbolta í langan tíma,“ bætti Guðni við. Sanngjarn sigur Vals „Þau gera þrjú mörk af sama radíus, þarna fyrir utan teig. Þær eru ofboðslega „clynical“ og einstaklingsgæðin eru gríðarleg, það mesta og besta í deildinni og þær bara refsa.“ „Við erum ekki almennilega vakandi þegar þær eru fyrir framan teiginn og þá refsa þær svona. Heilt yfir vinna þær sanngjarnt,“ segir Guðni. FH situr í fimmta sæti deildarinnar og þar af leiðandi leika í efri hluta Bestu deildarinnar eftir tvískiptingu. Guðni ætlar að setjast við teikniborðið og setja raunhæft markmið fyrir síðustu leikina. „Nú er hefðbundin deildarkeppni búin og við erum réttilega í efri hlutanum. Við sjáum og skoðum eftir þessa umferð. Það eru fimm stig í þriðja sætið og við setjum okkur markmið, hvað getum við gert og hvað er raunhæft og reynum að hafa að einhverju að keppa,“ sagði þjálfarinn að lokum. Besta deild kvenna FH Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira
„Það voru sex mörk í dag en því miður fyrir FH-inga var það tap í dag,“ sagði Guðni eftir leikinn. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir kom FH yfir á 15. mínútu með glæsilegu marki en gestirnir voru ekki lengi að svara og jöfnuðu þremur mínútum síðar. „Þetta leit alveg þokkalega út í fyrri hálfleik. Það verður bara að segjast, þegar við missum Breukelen [Woodard] af velli í alvarleg meiðsli að það sló okkur út af laginu. Leikmenn voru sjokkeraðir inn í klefa í hálfleik,“ sagði Guðni um fyrri hálfleikinn. Einn af máttarstólpum í liði FH, Breukelen Woodard, meiddist alvarlega í lok fyrri hálfleiks og stöðva þurfti leikinn í tæplega tíu mínútur. Guðni telur að hún verði frá í marga mánuði. Sóknarmaðurinn öflugi, Breukelen Woodard, mun ekki taka þátt meira á tímabilinu.Vísir/Pawel „Hún virðist hafa fest sig í grasinu af einhverju leyti og sneri upp á hnéð. Hún fann fyrir að eitthvað gaf sig í hnénu og það veit ekki á gott. Þetta lítur ekki alls vel út, því miður fyrir hana.“ „Það lítur út fyrir það að hún muni ekki spila fótbolta í langan tíma,“ bætti Guðni við. Sanngjarn sigur Vals „Þau gera þrjú mörk af sama radíus, þarna fyrir utan teig. Þær eru ofboðslega „clynical“ og einstaklingsgæðin eru gríðarleg, það mesta og besta í deildinni og þær bara refsa.“ „Við erum ekki almennilega vakandi þegar þær eru fyrir framan teiginn og þá refsa þær svona. Heilt yfir vinna þær sanngjarnt,“ segir Guðni. FH situr í fimmta sæti deildarinnar og þar af leiðandi leika í efri hluta Bestu deildarinnar eftir tvískiptingu. Guðni ætlar að setjast við teikniborðið og setja raunhæft markmið fyrir síðustu leikina. „Nú er hefðbundin deildarkeppni búin og við erum réttilega í efri hlutanum. Við sjáum og skoðum eftir þessa umferð. Það eru fimm stig í þriðja sætið og við setjum okkur markmið, hvað getum við gert og hvað er raunhæft og reynum að hafa að einhverju að keppa,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Besta deild kvenna FH Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira