„Þeir sem stjórna þessu þurfa að endurskoða þetta fyrirkomulag“ Andri Már Eggertsson skrifar 25. ágúst 2024 16:29 Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis. Vísir/HAG Fylkir gerði 2-2 jafntefli gegn Þór/KA á heimavelli. Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis var ánægður með margt í leiknum en var ósáttur með fyrirkomulagið sem framundan er í Bestu deild kvenna. „Við gerðum tvö mörk og áttum fullt af fínum tækifærum. Það var langt síðan við fengum síðast stig og við sættum okkur við það þó ég hefði viljað þrjú stig.“ „Það er karakter í þessum stelpum og þær hætta ekkert þó þær lendi undir. Það er auðvelt að brotna niður en þær gerðu það ekki og hafa ekki gert það. Það var súrt að fá á sig mark þar sem dómarinn lét boltann detta og það þarf að breyta þessu í reglunum þannig að í dómarakasti verður leikmaður að gefa til baka. Það var 50/50 hver átti að fá boltann og þær skoruðu upp úr því,“ sagði Gunnar Magnús eftir leik. Viktoría Diljá Halldórsdóttir, leikmaður Fylkis, fór af velli vegna meiðsla og Gunnar óttaðist að hún hafi slitið krossband. „Sandra María var við hliðina á henni og sagðist hafa heyrt smell. Við erum ansi hrædd um að þetta gæti verið krossband. Við megum ekki við því en vonandi er þetta ekki slæmt og ég get ekki sagt of mikið til um þetta núna.“ Venjulegu deildarkeppninni er lokið og næst á dagskrá er að deildin skiptist upp þannig að neðstu fjögur liðin mætast innbyrðis og Gunnar er ekki sáttur með fyrirkomulagið. „Ég held að þeir sem stjórna þessu þurfa að endurskoða þetta fyrirkomulag. Hvort það ætti ekki að fara bæta í 12 liða deild eða hafa frekar fjögur lið í efri hlutanum því núna fáum við þrjá leiki á meðan efri hlutinn fær fimm leiki.“ „Ef við værum með efstu fjögur liðin þá væri hægt að taka tvöfalda umferð og þær myndu fá sex leiki og neðri hlutinn myndi fá fimm leiki. Það myndi gefa meira svigrúm og það væru fleiri stig í pottinum. Það þarf að skoða þetta alvarlega því kvennaboltinn er á mikilli uppleið,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson að lokum. Fylkir Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Enski boltinn Fleiri fréttir Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Sjá meira
„Við gerðum tvö mörk og áttum fullt af fínum tækifærum. Það var langt síðan við fengum síðast stig og við sættum okkur við það þó ég hefði viljað þrjú stig.“ „Það er karakter í þessum stelpum og þær hætta ekkert þó þær lendi undir. Það er auðvelt að brotna niður en þær gerðu það ekki og hafa ekki gert það. Það var súrt að fá á sig mark þar sem dómarinn lét boltann detta og það þarf að breyta þessu í reglunum þannig að í dómarakasti verður leikmaður að gefa til baka. Það var 50/50 hver átti að fá boltann og þær skoruðu upp úr því,“ sagði Gunnar Magnús eftir leik. Viktoría Diljá Halldórsdóttir, leikmaður Fylkis, fór af velli vegna meiðsla og Gunnar óttaðist að hún hafi slitið krossband. „Sandra María var við hliðina á henni og sagðist hafa heyrt smell. Við erum ansi hrædd um að þetta gæti verið krossband. Við megum ekki við því en vonandi er þetta ekki slæmt og ég get ekki sagt of mikið til um þetta núna.“ Venjulegu deildarkeppninni er lokið og næst á dagskrá er að deildin skiptist upp þannig að neðstu fjögur liðin mætast innbyrðis og Gunnar er ekki sáttur með fyrirkomulagið. „Ég held að þeir sem stjórna þessu þurfa að endurskoða þetta fyrirkomulag. Hvort það ætti ekki að fara bæta í 12 liða deild eða hafa frekar fjögur lið í efri hlutanum því núna fáum við þrjá leiki á meðan efri hlutinn fær fimm leiki.“ „Ef við værum með efstu fjögur liðin þá væri hægt að taka tvöfalda umferð og þær myndu fá sex leiki og neðri hlutinn myndi fá fimm leiki. Það myndi gefa meira svigrúm og það væru fleiri stig í pottinum. Það þarf að skoða þetta alvarlega því kvennaboltinn er á mikilli uppleið,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson að lokum.
Fylkir Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Enski boltinn Fleiri fréttir Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Sjá meira