Röð loftárása á Ísrael og Hezbollah-skotmörk í Líbanon Eiður Þór Árnason skrifar 25. ágúst 2024 12:06 Skemmt hús í Acre í norðurhluta Ísrael sem sást í kjölfar árásar frá Líbanon. AP/Ariel Schalit Ísrael gerði röð loftárása á suðurhluta Líbanon snemma í morgun. Að sögn yfirvalda var um að ræða fyrirbyggjandi árás á Hezbollah en samtökin gáfu út að þau hefðu sent á loft hundruð eldflauga og dróna til að hefna fyrir morðið á einum æðsta leiðtoga þeirra í síðasta mánuði. Lengi hefur verið óttast að átök Ísraels og Hezbollah kunni að hrinda af stað umfangsmiklu stríði í heimshlutanum og draga önnur ríki inn í átökin. Árásirnar í morgun viðrast ekki hafa leitt til stigmögnunar átaka en mikil spenna ríkir áfram milli aðila. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en viðræður fara nú fram í Egyptalandi þar sem vonast er til að samkomulag náist um vopnahléi í stríði Ísraels og Hamas á Gasa sem hefur staðið í um tíu mánuði. Talið er að slíkt samkomulag gæti dregið úr spennu í heimshlutanum en Hezbollah hefur stutt aðgerðir Hamas. Ísraelsk Apache-þyrla flaug yfir Ísrael í morgun.AP/Ariel Schalit Um miðjan morgun virtist sem árásunum væri lokið og sögðust báðir aðilar einungis reynt að hæfa hernaðarleg skotmörk. Að minnsta kosti þrír létu lífið í Líbanon en engar fregnir hafa borist af mannfalli í Ísrael. Drápu einn stofnfélaga Hezbollah Ísraelski herinn sagðist hafa gert árásirnar vegna þess að Hezbollah ætlaði að skjóta fjölda eldflauga í átt að landinu. Skömmu síðar tilkynnti Hezbollah að samtökin hefðu gert árás á ísraelska herinn sem fyrstu viðbrögð við morðinu á Fouad Shukur, einum af stofnfélögum hópsins. Hann fórst í loftárás Ísraelshers í Beirút í síðasta mánuði. Benjamin Netanyahu er forsætisráðherra ÍsraelAP Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels sagði við upphaf ríkisstjórnarfundar í dag, að herinn hefði útrýmt „þúsundum eldflauga sem var beint að norðurhluta Ísraels.“ „Við erum staðráðin í því að gera allt til að verja landið okkar, gera íbúum norðurhlutans kleift að snúa aftur heim með öruggum hætti og halda áfram að viðhalda einfaldri reglu: Ef einhver skaðar okkur — þá munum við skaða þá,“ bætti hann við. Sagt að halda sig nærri sprengjuskýlum Tilkynnt var um loftárásarsírenur um allan norðurhluta Ísraels í dag og Ben-Gurion alþjóðaflugvöllurinn í Ísrael lokaði og gerði breytingar á flugáætlunum í um það bil klukkustund. Ísraelsk yfirvöld hækkuðu viðbúnaðarstig í norðurhluta landsins og hvöttu fólk til að halda sig nálægt sprengjuskýlum. Talsmaður Ísraelshers sagði að árásir Hezbollah hafi valdið „mjög litlum skemmdum.“ Um hundrað ísraelskar flugvélar hafi tekið þátt í árásunum í morgun. Hezbollah sagðist hafa notað 320 Katyusha eldflaugar í árásum sínum sem beint hafi verið að ólíkum stöðum í Ísrael og mikinn fjölda dróna. Samtökin segja hernaðaraðgerðum dagsins vera lokið. Þær séu einungis fyrsta stig hefndaraðgerða og næstu árásir muni ná lengra inn í Ísrael. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fleiri fréttir Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Sjá meira
Lengi hefur verið óttast að átök Ísraels og Hezbollah kunni að hrinda af stað umfangsmiklu stríði í heimshlutanum og draga önnur ríki inn í átökin. Árásirnar í morgun viðrast ekki hafa leitt til stigmögnunar átaka en mikil spenna ríkir áfram milli aðila. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en viðræður fara nú fram í Egyptalandi þar sem vonast er til að samkomulag náist um vopnahléi í stríði Ísraels og Hamas á Gasa sem hefur staðið í um tíu mánuði. Talið er að slíkt samkomulag gæti dregið úr spennu í heimshlutanum en Hezbollah hefur stutt aðgerðir Hamas. Ísraelsk Apache-þyrla flaug yfir Ísrael í morgun.AP/Ariel Schalit Um miðjan morgun virtist sem árásunum væri lokið og sögðust báðir aðilar einungis reynt að hæfa hernaðarleg skotmörk. Að minnsta kosti þrír létu lífið í Líbanon en engar fregnir hafa borist af mannfalli í Ísrael. Drápu einn stofnfélaga Hezbollah Ísraelski herinn sagðist hafa gert árásirnar vegna þess að Hezbollah ætlaði að skjóta fjölda eldflauga í átt að landinu. Skömmu síðar tilkynnti Hezbollah að samtökin hefðu gert árás á ísraelska herinn sem fyrstu viðbrögð við morðinu á Fouad Shukur, einum af stofnfélögum hópsins. Hann fórst í loftárás Ísraelshers í Beirút í síðasta mánuði. Benjamin Netanyahu er forsætisráðherra ÍsraelAP Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels sagði við upphaf ríkisstjórnarfundar í dag, að herinn hefði útrýmt „þúsundum eldflauga sem var beint að norðurhluta Ísraels.“ „Við erum staðráðin í því að gera allt til að verja landið okkar, gera íbúum norðurhlutans kleift að snúa aftur heim með öruggum hætti og halda áfram að viðhalda einfaldri reglu: Ef einhver skaðar okkur — þá munum við skaða þá,“ bætti hann við. Sagt að halda sig nærri sprengjuskýlum Tilkynnt var um loftárásarsírenur um allan norðurhluta Ísraels í dag og Ben-Gurion alþjóðaflugvöllurinn í Ísrael lokaði og gerði breytingar á flugáætlunum í um það bil klukkustund. Ísraelsk yfirvöld hækkuðu viðbúnaðarstig í norðurhluta landsins og hvöttu fólk til að halda sig nálægt sprengjuskýlum. Talsmaður Ísraelshers sagði að árásir Hezbollah hafi valdið „mjög litlum skemmdum.“ Um hundrað ísraelskar flugvélar hafi tekið þátt í árásunum í morgun. Hezbollah sagðist hafa notað 320 Katyusha eldflaugar í árásum sínum sem beint hafi verið að ólíkum stöðum í Ísrael og mikinn fjölda dróna. Samtökin segja hernaðaraðgerðum dagsins vera lokið. Þær séu einungis fyrsta stig hefndaraðgerða og næstu árásir muni ná lengra inn í Ísrael.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fleiri fréttir Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Sjá meira