Röð loftárása á Ísrael og Hezbollah-skotmörk í Líbanon Eiður Þór Árnason skrifar 25. ágúst 2024 12:06 Skemmt hús í Acre í norðurhluta Ísrael sem sást í kjölfar árásar frá Líbanon. AP/Ariel Schalit Ísrael gerði röð loftárása á suðurhluta Líbanon snemma í morgun. Að sögn yfirvalda var um að ræða fyrirbyggjandi árás á Hezbollah en samtökin gáfu út að þau hefðu sent á loft hundruð eldflauga og dróna til að hefna fyrir morðið á einum æðsta leiðtoga þeirra í síðasta mánuði. Lengi hefur verið óttast að átök Ísraels og Hezbollah kunni að hrinda af stað umfangsmiklu stríði í heimshlutanum og draga önnur ríki inn í átökin. Árásirnar í morgun viðrast ekki hafa leitt til stigmögnunar átaka en mikil spenna ríkir áfram milli aðila. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en viðræður fara nú fram í Egyptalandi þar sem vonast er til að samkomulag náist um vopnahléi í stríði Ísraels og Hamas á Gasa sem hefur staðið í um tíu mánuði. Talið er að slíkt samkomulag gæti dregið úr spennu í heimshlutanum en Hezbollah hefur stutt aðgerðir Hamas. Ísraelsk Apache-þyrla flaug yfir Ísrael í morgun.AP/Ariel Schalit Um miðjan morgun virtist sem árásunum væri lokið og sögðust báðir aðilar einungis reynt að hæfa hernaðarleg skotmörk. Að minnsta kosti þrír létu lífið í Líbanon en engar fregnir hafa borist af mannfalli í Ísrael. Drápu einn stofnfélaga Hezbollah Ísraelski herinn sagðist hafa gert árásirnar vegna þess að Hezbollah ætlaði að skjóta fjölda eldflauga í átt að landinu. Skömmu síðar tilkynnti Hezbollah að samtökin hefðu gert árás á ísraelska herinn sem fyrstu viðbrögð við morðinu á Fouad Shukur, einum af stofnfélögum hópsins. Hann fórst í loftárás Ísraelshers í Beirút í síðasta mánuði. Benjamin Netanyahu er forsætisráðherra ÍsraelAP Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels sagði við upphaf ríkisstjórnarfundar í dag, að herinn hefði útrýmt „þúsundum eldflauga sem var beint að norðurhluta Ísraels.“ „Við erum staðráðin í því að gera allt til að verja landið okkar, gera íbúum norðurhlutans kleift að snúa aftur heim með öruggum hætti og halda áfram að viðhalda einfaldri reglu: Ef einhver skaðar okkur — þá munum við skaða þá,“ bætti hann við. Sagt að halda sig nærri sprengjuskýlum Tilkynnt var um loftárásarsírenur um allan norðurhluta Ísraels í dag og Ben-Gurion alþjóðaflugvöllurinn í Ísrael lokaði og gerði breytingar á flugáætlunum í um það bil klukkustund. Ísraelsk yfirvöld hækkuðu viðbúnaðarstig í norðurhluta landsins og hvöttu fólk til að halda sig nálægt sprengjuskýlum. Talsmaður Ísraelshers sagði að árásir Hezbollah hafi valdið „mjög litlum skemmdum.“ Um hundrað ísraelskar flugvélar hafi tekið þátt í árásunum í morgun. Hezbollah sagðist hafa notað 320 Katyusha eldflaugar í árásum sínum sem beint hafi verið að ólíkum stöðum í Ísrael og mikinn fjölda dróna. Samtökin segja hernaðaraðgerðum dagsins vera lokið. Þær séu einungis fyrsta stig hefndaraðgerða og næstu árásir muni ná lengra inn í Ísrael. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Sjá meira
Lengi hefur verið óttast að átök Ísraels og Hezbollah kunni að hrinda af stað umfangsmiklu stríði í heimshlutanum og draga önnur ríki inn í átökin. Árásirnar í morgun viðrast ekki hafa leitt til stigmögnunar átaka en mikil spenna ríkir áfram milli aðila. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en viðræður fara nú fram í Egyptalandi þar sem vonast er til að samkomulag náist um vopnahléi í stríði Ísraels og Hamas á Gasa sem hefur staðið í um tíu mánuði. Talið er að slíkt samkomulag gæti dregið úr spennu í heimshlutanum en Hezbollah hefur stutt aðgerðir Hamas. Ísraelsk Apache-þyrla flaug yfir Ísrael í morgun.AP/Ariel Schalit Um miðjan morgun virtist sem árásunum væri lokið og sögðust báðir aðilar einungis reynt að hæfa hernaðarleg skotmörk. Að minnsta kosti þrír létu lífið í Líbanon en engar fregnir hafa borist af mannfalli í Ísrael. Drápu einn stofnfélaga Hezbollah Ísraelski herinn sagðist hafa gert árásirnar vegna þess að Hezbollah ætlaði að skjóta fjölda eldflauga í átt að landinu. Skömmu síðar tilkynnti Hezbollah að samtökin hefðu gert árás á ísraelska herinn sem fyrstu viðbrögð við morðinu á Fouad Shukur, einum af stofnfélögum hópsins. Hann fórst í loftárás Ísraelshers í Beirút í síðasta mánuði. Benjamin Netanyahu er forsætisráðherra ÍsraelAP Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels sagði við upphaf ríkisstjórnarfundar í dag, að herinn hefði útrýmt „þúsundum eldflauga sem var beint að norðurhluta Ísraels.“ „Við erum staðráðin í því að gera allt til að verja landið okkar, gera íbúum norðurhlutans kleift að snúa aftur heim með öruggum hætti og halda áfram að viðhalda einfaldri reglu: Ef einhver skaðar okkur — þá munum við skaða þá,“ bætti hann við. Sagt að halda sig nærri sprengjuskýlum Tilkynnt var um loftárásarsírenur um allan norðurhluta Ísraels í dag og Ben-Gurion alþjóðaflugvöllurinn í Ísrael lokaði og gerði breytingar á flugáætlunum í um það bil klukkustund. Ísraelsk yfirvöld hækkuðu viðbúnaðarstig í norðurhluta landsins og hvöttu fólk til að halda sig nálægt sprengjuskýlum. Talsmaður Ísraelshers sagði að árásir Hezbollah hafi valdið „mjög litlum skemmdum.“ Um hundrað ísraelskar flugvélar hafi tekið þátt í árásunum í morgun. Hezbollah sagðist hafa notað 320 Katyusha eldflaugar í árásum sínum sem beint hafi verið að ólíkum stöðum í Ísrael og mikinn fjölda dróna. Samtökin segja hernaðaraðgerðum dagsins vera lokið. Þær séu einungis fyrsta stig hefndaraðgerða og næstu árásir muni ná lengra inn í Ísrael.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Sjá meira