Átta látnir eftir gíslatöku í rússnesku fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2024 19:00 Mikill viðbúnaður var vegna gíslatökunnar í IK-19 Surovikino fangelsinu í dag. Leyniskyttur þjóðvarðliðsins í Novograd skutu fjóra gíslatökumenn til bana. Vísir/EPA Leyniskyttur skutu fjóra fanga til bana sem tóku fangelsisstarfsmenn til fanga og stungu fjóra til bana í Vogograd-héraði í Rússlandi í dag. Fangarnir lýstu sjálfum sér sem vígamönnum Ríkis íslams í myndbandi sem þeir birtu á netinu. Átta starfsmenn hámarksöryggisfangelsisins í Surovikino og fjórir fangar voru teknir í gíslingu á fundi hegningarnefndar fangelsisins, að sögn fangelsisyfirvalda í Rússlandi. Þjóðvarðliðið í Volgograd segir að aðrir gíslar sem fanganir tóku hafi verið frelsaðir. Auk þeirra fjögurra sem voru stungnir til bana voru nokkrir fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Í myndbandi sem gíslatökumennirnir birtu virtist einn þeirra látnu hafa verið skorinn á háls. Einn gíslatökumannanna heyrðist þar hrópa að þeir væru stríðsmenn (mujahideen) Ríkis íslams, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ekki er ljóst hvernig fangarnir komust yfir eggvopn eða snjallsíma til þess að taka myndband og birt aá netinu. Í einu myndbandanna sást einn gíslatökumannana með það sem virtist sprengjuvesti en aðrir með hnífa og hamra. Þá var ekki skýrt hverjar kröfur þeirra voru. Einn gíslatökumannanna talaði um að Rússland kúgaði múslima alls staðar. Þeir hefðu brugðist vægðarlaust við illri meðferð á múslimum í fangelsinu. Rússneskir fjölmiðlar segja að mennirnir séu frá Tadsjikistan og Úsbekistan. Þrír þeirra hafi afplánað dóma fyrir fíkniefnabrot en sá fjórði hafi orðið manni að bana í slagsmálum. Stutt er síðan sex fangar sem tengdust Ríki íslams tóku tvo fangaverði í gíslingu í nágrannahéraðinu Rostov. Fimm þeirra voru drepnir en sá sjötti hlaut tuttugu ára fangelsisdóm fyrir sína aðild að gíslatökunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rússland Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Átta starfsmenn hámarksöryggisfangelsisins í Surovikino og fjórir fangar voru teknir í gíslingu á fundi hegningarnefndar fangelsisins, að sögn fangelsisyfirvalda í Rússlandi. Þjóðvarðliðið í Volgograd segir að aðrir gíslar sem fanganir tóku hafi verið frelsaðir. Auk þeirra fjögurra sem voru stungnir til bana voru nokkrir fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Í myndbandi sem gíslatökumennirnir birtu virtist einn þeirra látnu hafa verið skorinn á háls. Einn gíslatökumannanna heyrðist þar hrópa að þeir væru stríðsmenn (mujahideen) Ríkis íslams, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ekki er ljóst hvernig fangarnir komust yfir eggvopn eða snjallsíma til þess að taka myndband og birt aá netinu. Í einu myndbandanna sást einn gíslatökumannana með það sem virtist sprengjuvesti en aðrir með hnífa og hamra. Þá var ekki skýrt hverjar kröfur þeirra voru. Einn gíslatökumannanna talaði um að Rússland kúgaði múslima alls staðar. Þeir hefðu brugðist vægðarlaust við illri meðferð á múslimum í fangelsinu. Rússneskir fjölmiðlar segja að mennirnir séu frá Tadsjikistan og Úsbekistan. Þrír þeirra hafi afplánað dóma fyrir fíkniefnabrot en sá fjórði hafi orðið manni að bana í slagsmálum. Stutt er síðan sex fangar sem tengdust Ríki íslams tóku tvo fangaverði í gíslingu í nágrannahéraðinu Rostov. Fimm þeirra voru drepnir en sá sjötti hlaut tuttugu ára fangelsisdóm fyrir sína aðild að gíslatökunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Rússland Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira