Ronda biðst afsökunar: „Á skilið að vera hötuð og fyrirlitin“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2024 08:01 Ronda Rousey er í frægðarhöll UFC. getty/Brandon Magnus Bardagakonan Ronda Rousey hefur beðist afsökunar á að hafa dreift samsæriskenningamyndbandi um Sandy Hook skotárásina. Árið 2013 birti Ronda YouTube-myndband á Twitter þar sem efast er um það sem gerðist í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólanum þann 14. desember 2012 þar sem 26 manns létust. Á dögunum fékk Ronda fjölda spurninga á Reddit um myndbandið sem hún dreifði á sínum tíma. Í gærmorgun birti Ronda svo yfirlýsingu á X þar sem hún baðst afsökunar á að hafa birt myndbandið. Ronda ætlaði að hafa afsökunarbeiðnina í seinni hluta ævisögu sinnar, Our Fight, sem kom út fyrr á þessu ári en útgefendur báðu hana um að sleppa því. „Í hreinskilni sagt á ég skilið að vera hötuð, fyrirlitin og þaðan af verra fyrir þetta,“ skrifaði Ronda á X. „Ég á skilið að glata öllum mínum tækifærum. Það hefði átt að slaufa mér. Ég hefði átt það skilið og á það enn. Ég biðst afsökunar á að þetta komi ellefu árum of seint en frá dýpstu hjartarótum er ég miður mín yfir því að hafa valdið þeim sem eiga um sárt að binda vegna Sandy Hook fjöldamorðsins sársauka. Ég get ekki byrjað að ímynda mér sársaukann sem þið hafið upplifað og orð fá því ekki lýst hversu full iðrunar ég er og hversu mikið ég skammast mín fyrir að hafa átt þátt í því.“ Ronda sagðist jafnframt hafa skammast sín á hverjum degi síðan hún birti myndbandið og muni gera það allt til æviloka. pic.twitter.com/JpBZ0R0VKr— Ronda Rousey (@RondaRousey) August 23, 2024 Ronda átti farsælan feril í UFC áður en hún færði sig yfir í WWE fjölbragðaglímuna. Hún er vinsælasta íþróttakona heims á Instagram en þar er hún með 17,5 milljónir fylgjenda. MMA Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Sjá meira
Árið 2013 birti Ronda YouTube-myndband á Twitter þar sem efast er um það sem gerðist í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólanum þann 14. desember 2012 þar sem 26 manns létust. Á dögunum fékk Ronda fjölda spurninga á Reddit um myndbandið sem hún dreifði á sínum tíma. Í gærmorgun birti Ronda svo yfirlýsingu á X þar sem hún baðst afsökunar á að hafa birt myndbandið. Ronda ætlaði að hafa afsökunarbeiðnina í seinni hluta ævisögu sinnar, Our Fight, sem kom út fyrr á þessu ári en útgefendur báðu hana um að sleppa því. „Í hreinskilni sagt á ég skilið að vera hötuð, fyrirlitin og þaðan af verra fyrir þetta,“ skrifaði Ronda á X. „Ég á skilið að glata öllum mínum tækifærum. Það hefði átt að slaufa mér. Ég hefði átt það skilið og á það enn. Ég biðst afsökunar á að þetta komi ellefu árum of seint en frá dýpstu hjartarótum er ég miður mín yfir því að hafa valdið þeim sem eiga um sárt að binda vegna Sandy Hook fjöldamorðsins sársauka. Ég get ekki byrjað að ímynda mér sársaukann sem þið hafið upplifað og orð fá því ekki lýst hversu full iðrunar ég er og hversu mikið ég skammast mín fyrir að hafa átt þátt í því.“ Ronda sagðist jafnframt hafa skammast sín á hverjum degi síðan hún birti myndbandið og muni gera það allt til æviloka. pic.twitter.com/JpBZ0R0VKr— Ronda Rousey (@RondaRousey) August 23, 2024 Ronda átti farsælan feril í UFC áður en hún færði sig yfir í WWE fjölbragðaglímuna. Hún er vinsælasta íþróttakona heims á Instagram en þar er hún með 17,5 milljónir fylgjenda.
MMA Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Sjá meira