Við fáum að sjá aðragandann að einum besta leik sumarsins frá sjónarhóli Björns Daníels en hann var í stóru hlutverki þegar hann jafnaði einmitt leikinn djúpt inn í uppbótartíma.
Áhorfendur fá einnig að heyra frá tíma Björns í atvinnumennsku, fara golfhring með Aroni Pálmarssyni og þá bregður einn af dáðustu sonum Hafnafjarðar einnig fyrir þegar að Björn hitti Friðrik Dór óvænt á leikskóla í bænum.
Sjón er sögu ríkari og þáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Eldri þætti má finna hér fyrir neðan.