Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 1-1 | Jafnt í fallslagnum á Króknum Arnar Skúli Atlason skrifar 25. ágúst 2024 15:55 vísir/HAG Keflavík gerði 1-1 jafntefli við Tindastól í fyrsta leiknum eftir að Jonathan Glenn var látinn fara sem þjálfari liðsins. Áfram munar þremur stigum á liðunum í Bestu deild kvenna. Það var mikið undir þegar liðin mættust í dag og sást það á spilamennsku liðana, mikill kraftur í báðum liðum og lítið um gæði svona á fyrstu mínútum. Keflavík fékk fyrsta færi leiksins á 9. mínútu leiksins þegar Saorla Lorraine Miller geystist upp hægri kantinn og stakk alla varnarmenn Stólana af og gaf fyrir þar sem Marín Rún Guðmundsdóttir var mætt og plataði seinasta varnarmann Tindastóls upp úr skónum og þrumaði boltanum í nærhornið og óverjandi fyrir markmann Tindastóls. Leikurinn var nokkuð rólegur í fyrri hálfleik en Tindastóll kom boltanum í netið en það var dæmt af vegna hendi. Staðan var 0-1 fyrir Keflavík í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var ekki gamall þegar Tindastóll var búinn jafna leikinn og þar var að verki Elísa Bríet Björnsdóttir sem skoraði markið. Jordyn Rhodes var þá með boltann fyrir utan teig Keflavíkur og í klafsinnu barst boltinn á Elísu Bríeti sem þrumaði boltanum í samskeytin fjær og staðan því jöfn og von á hörkuspennandi leik í seinni hálfleik. Besti færi leiksins kom á 53. mínútu þegar Laufey Harpa Halldórsdóttir sendi boltann inn á teig Keflavíkur og Jordyn Rhodes var ein á auðum sjó og skóflaði boltanum yfir markið. Á 60. mínútu kom Jordyn Rhodes boltanum í netið eftir að aukaspyrnu sem var lyft inná teiginn barst hana en mark hennar dæmt af vegna rangstæðu. Fátt skeði eftir þetta og skildu liðin því jöfn hérna í dag. Tindastóll eftir leikinn með 13 stig í 8 sæti deildarinnar en Keflavík ennþá í 9-10 sæti með 10 stig ásamt Fylki. Liðin mætast aftur á sunnudaginn 1. september í fyrsta leik í úrslitakeppni Bestu deildarinnar. Atvik leiksins Mark Keflavíkur kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, Saorla Lorraine Miller gjörsamlega geystist upp völlinn og varnarmenn Tindastóls reyndu að brjóta á henni en bara náðu því ekki. Stjörnur og skúrkar Annika Haanpaa var besti leikmaðurinn á vellinum í dag, braut niður fullt af sóknum Keflavíkur, Einnig voru Elísa Bríet Björnsdóttir og Birgitta Finnbogadóttir voru einnig mjög öflugar. Kristín Ýr Holm var góð í dag á miðjunni hjá Keflavík í dag, Aníta og Regina Solhaug stóðu vaktina í hafsentnum og höfðu góðar gætur á Jordyn Rhodes framherja Tindastóls. Enginn í dag sem átti yfirburðar slakan leik í dag og því enginn skúrkur Stemning og umgjörð Það var allt upp á 10 í dag. Vallaraðstæður voru góðar, léttur úði, logn og frábært fótboltaveður Dómarar [3] Þetta var slök frammistaða, mátti spjalda leikmenn fyrir að stoppa hraðar sóknir og það var enginn lína hjá þeim. Kristrún Ýr: „Fá nokkur færi þarna sem hefðu getað sært okkur“ Kristrún Ýr Hólm, fyrirliði Keflavíkur, með lipra takta.Vísir/Anton Brink Kristrún Ýr Holm fyrirliði Keflavíkur, Hefði viljað taka þrjú stig í dag á móti Tindastól en var samt sem áður ánægð með að fá stig. „Mér finnst þetta vonbrigði, þó þetta séu kannski séu sanngjörn úrslit, en ég er svekkt að taka ekki héðan þrjú stig.“ „Mér fannst við sterkari aðilinn í fyrrihálfleik, en þær voru auðvitað að fá nokkur færi þarna sem hefði getað sært okkur.“ Keflavík skipti um þjálfara eftir seinustu umferð og Guðrún Jóna tók við af Jonathan Glenn og var Kristrún ánægð með uppsetningu á leiknum í dag. „Áherslurnar hafa aðeins breyst en ekki of mikið, það er held ég ekkert voðalega gott að breyta eitthvað rosalega mikið til í skipulaginu inná vellinum, mér fannst leikplanið í dag og ég er sátt með það.“ Úrslitakeppninn er frammundan og ef Keflavík er með þetta í sínum höndum og er Krístrún mjög spennt með framhaldi. Halldór Jón: „Þetta er það sem við óskuðum okkur“ Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari TindastólsVísir/HAG Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, var vonsvikinn með úrslitin en honum fannst frammistaðan hjá sínu liðið góð í dag og vonbrigði að fá ekki þrjú stig. „Vonsvikinn með úrslitin, ekkert léleg frammistaða mér fannst hún ágæt að mörguleiti, skorum 4 mörk í þessum leik mér fannst við opna þær oft á tíðum ágætlega og sköpuðum góð færi,og skoruðum 4 mörk, tvö af þeim líklega rangstæða en mér fannst eitt ekki neitt af því sem hefði átti að vera sigurmarkið í leiknum, heilt yfir þokkalega ánægður með frammistöðuna og úr því sem er fínt að lenda í 8 sætinu sem við ætluðum okkur.“ Donni var sáttur að klára í 8 sæti deildarinnar og fá heimaleiki á móti liðunum í sætinu fyrir neðan sig og geta varið heimavöllinn. „Klárlega, þetta er það sem við vildum og óskuðum okkur, lenda í 8 sæti og fá tvo heimaleiki og hafa þetta í okkar höndum eins og þetta er, það er frábært, núna bíðum við spennt að mæta Keflavík aftur á sunnudaginn eftir viku og við ætlum að reyna að gera betur það sem fór úrskeiðis í dag og komast í veg fyrir þetta eina djöfulsins mark sem þær skoruðu.“ Donni hefði viljað að mótið væri búið núna í staðinn þess að fara í úrslitakeppni og vera staðfestur í deild þeirra bestu á næsta ári en er mjög spenntur fyrir komandi leikjum í úrslitakeppninni. Guðrún Jóna: „Allt í okkar höndum“ Jonathan Glenn og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir. Guðrún Jóna tók við starfi aðalþjálfara á dögunum.Vísir/Hulda Margrét Guðrún Jóna, nýr aðalþjálfari Keflavíkur, var ánægð með frammistöðuna heilt yfir í dag og sá marga góða hluti í dag hjá sínu liðið. „Vildum vinna fyrir það fyrsta en maður þarf líka að vera auðmjúkur og taka stiginu þegar það er líka, þetta var hörku leikur, tvö lið að berjast fyrir lífi sínu og það sást í leiknum og bæði lið gáfu allt í þennan leik og þetta var hörku leikur.“ Keflavík komst yfir í dag á undan í 10. skipti í sumar en náðu ekki að halda hreinu. „Þetta var kaflaskipt í dag við vorum svolítið upp og niður, fleiri góða kafla sem hefur kannski verið og það var ekki í dag, þó við fáum á okkur mark það er hluti af leiknum, ég sá ýmsa hluti sem við gerðum bara mjög vel í dag sem við byggjum á í áframhaldinu og held að þetta sé fyrsta jafnteflið okkar og við tökum því bara og þetta verður hörku barátta framundan.“ Það var baráttuhugur í Guðrún og hún sagði að liðið sitt yrði tilbúið fyrir þessa þrjá leiki sem eru eftir af mótinu. „Þetta er allt í okkar höndum og þetta verður hörkubarátta og mér hlakkar til að sjá hvernig þetta fer og þetta verður ótrúlega gaman.“ Besta deild kvenna Tindastóll Keflavík ÍF
Keflavík gerði 1-1 jafntefli við Tindastól í fyrsta leiknum eftir að Jonathan Glenn var látinn fara sem þjálfari liðsins. Áfram munar þremur stigum á liðunum í Bestu deild kvenna. Það var mikið undir þegar liðin mættust í dag og sást það á spilamennsku liðana, mikill kraftur í báðum liðum og lítið um gæði svona á fyrstu mínútum. Keflavík fékk fyrsta færi leiksins á 9. mínútu leiksins þegar Saorla Lorraine Miller geystist upp hægri kantinn og stakk alla varnarmenn Stólana af og gaf fyrir þar sem Marín Rún Guðmundsdóttir var mætt og plataði seinasta varnarmann Tindastóls upp úr skónum og þrumaði boltanum í nærhornið og óverjandi fyrir markmann Tindastóls. Leikurinn var nokkuð rólegur í fyrri hálfleik en Tindastóll kom boltanum í netið en það var dæmt af vegna hendi. Staðan var 0-1 fyrir Keflavík í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var ekki gamall þegar Tindastóll var búinn jafna leikinn og þar var að verki Elísa Bríet Björnsdóttir sem skoraði markið. Jordyn Rhodes var þá með boltann fyrir utan teig Keflavíkur og í klafsinnu barst boltinn á Elísu Bríeti sem þrumaði boltanum í samskeytin fjær og staðan því jöfn og von á hörkuspennandi leik í seinni hálfleik. Besti færi leiksins kom á 53. mínútu þegar Laufey Harpa Halldórsdóttir sendi boltann inn á teig Keflavíkur og Jordyn Rhodes var ein á auðum sjó og skóflaði boltanum yfir markið. Á 60. mínútu kom Jordyn Rhodes boltanum í netið eftir að aukaspyrnu sem var lyft inná teiginn barst hana en mark hennar dæmt af vegna rangstæðu. Fátt skeði eftir þetta og skildu liðin því jöfn hérna í dag. Tindastóll eftir leikinn með 13 stig í 8 sæti deildarinnar en Keflavík ennþá í 9-10 sæti með 10 stig ásamt Fylki. Liðin mætast aftur á sunnudaginn 1. september í fyrsta leik í úrslitakeppni Bestu deildarinnar. Atvik leiksins Mark Keflavíkur kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, Saorla Lorraine Miller gjörsamlega geystist upp völlinn og varnarmenn Tindastóls reyndu að brjóta á henni en bara náðu því ekki. Stjörnur og skúrkar Annika Haanpaa var besti leikmaðurinn á vellinum í dag, braut niður fullt af sóknum Keflavíkur, Einnig voru Elísa Bríet Björnsdóttir og Birgitta Finnbogadóttir voru einnig mjög öflugar. Kristín Ýr Holm var góð í dag á miðjunni hjá Keflavík í dag, Aníta og Regina Solhaug stóðu vaktina í hafsentnum og höfðu góðar gætur á Jordyn Rhodes framherja Tindastóls. Enginn í dag sem átti yfirburðar slakan leik í dag og því enginn skúrkur Stemning og umgjörð Það var allt upp á 10 í dag. Vallaraðstæður voru góðar, léttur úði, logn og frábært fótboltaveður Dómarar [3] Þetta var slök frammistaða, mátti spjalda leikmenn fyrir að stoppa hraðar sóknir og það var enginn lína hjá þeim. Kristrún Ýr: „Fá nokkur færi þarna sem hefðu getað sært okkur“ Kristrún Ýr Hólm, fyrirliði Keflavíkur, með lipra takta.Vísir/Anton Brink Kristrún Ýr Holm fyrirliði Keflavíkur, Hefði viljað taka þrjú stig í dag á móti Tindastól en var samt sem áður ánægð með að fá stig. „Mér finnst þetta vonbrigði, þó þetta séu kannski séu sanngjörn úrslit, en ég er svekkt að taka ekki héðan þrjú stig.“ „Mér fannst við sterkari aðilinn í fyrrihálfleik, en þær voru auðvitað að fá nokkur færi þarna sem hefði getað sært okkur.“ Keflavík skipti um þjálfara eftir seinustu umferð og Guðrún Jóna tók við af Jonathan Glenn og var Kristrún ánægð með uppsetningu á leiknum í dag. „Áherslurnar hafa aðeins breyst en ekki of mikið, það er held ég ekkert voðalega gott að breyta eitthvað rosalega mikið til í skipulaginu inná vellinum, mér fannst leikplanið í dag og ég er sátt með það.“ Úrslitakeppninn er frammundan og ef Keflavík er með þetta í sínum höndum og er Krístrún mjög spennt með framhaldi. Halldór Jón: „Þetta er það sem við óskuðum okkur“ Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari TindastólsVísir/HAG Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, var vonsvikinn með úrslitin en honum fannst frammistaðan hjá sínu liðið góð í dag og vonbrigði að fá ekki þrjú stig. „Vonsvikinn með úrslitin, ekkert léleg frammistaða mér fannst hún ágæt að mörguleiti, skorum 4 mörk í þessum leik mér fannst við opna þær oft á tíðum ágætlega og sköpuðum góð færi,og skoruðum 4 mörk, tvö af þeim líklega rangstæða en mér fannst eitt ekki neitt af því sem hefði átti að vera sigurmarkið í leiknum, heilt yfir þokkalega ánægður með frammistöðuna og úr því sem er fínt að lenda í 8 sætinu sem við ætluðum okkur.“ Donni var sáttur að klára í 8 sæti deildarinnar og fá heimaleiki á móti liðunum í sætinu fyrir neðan sig og geta varið heimavöllinn. „Klárlega, þetta er það sem við vildum og óskuðum okkur, lenda í 8 sæti og fá tvo heimaleiki og hafa þetta í okkar höndum eins og þetta er, það er frábært, núna bíðum við spennt að mæta Keflavík aftur á sunnudaginn eftir viku og við ætlum að reyna að gera betur það sem fór úrskeiðis í dag og komast í veg fyrir þetta eina djöfulsins mark sem þær skoruðu.“ Donni hefði viljað að mótið væri búið núna í staðinn þess að fara í úrslitakeppni og vera staðfestur í deild þeirra bestu á næsta ári en er mjög spenntur fyrir komandi leikjum í úrslitakeppninni. Guðrún Jóna: „Allt í okkar höndum“ Jonathan Glenn og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir. Guðrún Jóna tók við starfi aðalþjálfara á dögunum.Vísir/Hulda Margrét Guðrún Jóna, nýr aðalþjálfari Keflavíkur, var ánægð með frammistöðuna heilt yfir í dag og sá marga góða hluti í dag hjá sínu liðið. „Vildum vinna fyrir það fyrsta en maður þarf líka að vera auðmjúkur og taka stiginu þegar það er líka, þetta var hörku leikur, tvö lið að berjast fyrir lífi sínu og það sást í leiknum og bæði lið gáfu allt í þennan leik og þetta var hörku leikur.“ Keflavík komst yfir í dag á undan í 10. skipti í sumar en náðu ekki að halda hreinu. „Þetta var kaflaskipt í dag við vorum svolítið upp og niður, fleiri góða kafla sem hefur kannski verið og það var ekki í dag, þó við fáum á okkur mark það er hluti af leiknum, ég sá ýmsa hluti sem við gerðum bara mjög vel í dag sem við byggjum á í áframhaldinu og held að þetta sé fyrsta jafnteflið okkar og við tökum því bara og þetta verður hörku barátta framundan.“ Það var baráttuhugur í Guðrún og hún sagði að liðið sitt yrði tilbúið fyrir þessa þrjá leiki sem eru eftir af mótinu. „Þetta er allt í okkar höndum og þetta verður hörkubarátta og mér hlakkar til að sjá hvernig þetta fer og þetta verður ótrúlega gaman.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti