Kemur alls staðar að lokuðum dyrum og bíður enn svara Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. ágúst 2024 11:25 Tómas Ingvason er faðir manns sem lést á Litla-Hrauni í maí. Aðsend „Maður er bara upp og niður og maður þarf að fara reglulega til læknis að láta fylgjast með sér. Maður er kominn með vítamínskort og kvíðaraskanir, sefur ekki á nóttinni. Það er bara allur pakkinn. Líkaminn er bara í klessu. Þetta tekur á. Stjórnvöldum virðist bara vera sama hvernig aðstandendum líður.“ Þetta segir Tómas Ingvason, faðir manns sem fannst látinn í fangaklefa á Litla-Hrauni í maí, í samtali við Bítið um líðan sína vegna andlát sonar síns og aðgerðarleysi stjórnvalda. Hann bætir við að það væri mikil bót fyrir hann og aðra að fá einhver svör frá einhverjum varðandi sjálfsvígsbréf sonar síns. Þögn ræður ríkjum Sonur Tómasar lést vegna sjálfsvígs á dánardegi bróður síns sem lést nokkrum árum fyrr. Tómas hefur ekki fengið sjálfsvígsbréfið afhent í heild sinni frá lögreglunni síðan að hörmulegi atburðurinn átti sér stað í byrjun maí. Umboðsmaður Alþingis beindi því til lögreglunnar á Suðurlandi, sem fer með rannsókn málsins, að þeim beri að afhenda bréfið í síðasta lagi 12. ágúst. Tómas segist fá engin svör frá lögreglunni sem fylli hann af ranghugmyndum um andlát sonar síns og að þögn ráði ríkjum. „Ekkert svarað. Ekkert. Það er bara þögnin. Ég get bara ekki svarað þér því að mér finnst þetta orðið mjög skrítið mál. Auðvitað eiga þeir að afhenda þetta bréf. Mér finnst bara að þeir eigi að sjá sóma sinn í því. Þetta er mjög erfitt fyrir fjölskylduna að loka svona sorgarferli.“ Fangelsismálastjóri og ráðherra svara engu Hann tekur fram að alls staðar þar sem hann leitar eftir aðstoð komi hann að lokuðum dyrum. „Þetta er ekkert auðvelt að eiga við þetta. Ég hef reynt að hafa samband við Pál Winkel fangelsismálastjóra líka og hann svarar engu. Ég er búinn að senda inn kvörtun til umboðsmanns Alþingis líka fyrir það mál.“ Tómas er jafnframt búinn að senda tíu pósta til dómsmálaráðherra sem er ekki búinn að svara einum einasta pósti. Hann segir það furðulegt að lögreglan haldi eftir bréfinu þegar að búið er að gefa út að sonur hans hafi ekki látist með saknæmum hætti. Hann segir vinnubrögð lögreglunnar tortryggileg og skilur ekki hvað þeir séu að rannsaka. „Ég er búinn að láta liggja skilaboð hjá lögreglunni á Suðurlandi líka um að hafa samband en þeir bara hafa ekki samband. Það er örugglega hálfur mánuður eða mánuður síðan. Ég gafst bara upp á því að hringja í þá. Það var alltaf sagt að þeir væru svo uppteknir og að þeir myndu hringja í mig til baka. Þeir hringdu aldrei.“ Beðið eftir krufningarskýrslu í þrjá mánuði Hann hefur aðeins fengið að sjá hluta bréfs sonar síns, en þar er búið að yfirstrika ákveðin atriði úr bréfinu. Lögreglan segir hann ekki fá að sjá þann hluta bréfsins því það sé stílað á einhvern annan. Tómas segir að lögreglan bíði eftir krufningarskýrslu til að ljúka málinu. „Þeir segja alltaf að málinu ljúki þegar að krufningarskýrslan er komin. Þeir virðast halda sig á bak við það. En ég veit ekki meira. Það er sagt að það geti tekið marga mánuði. Ég talaði samt við heimilislækninn minn hérna úti og hann sagði að það ætti að taka nokkrar vikur að hafa hana tilbúna.“ Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fannst látinn í klefa sínum á Litla Hrauni Fangi á Litla Hrauni fannst látinn í klefa sínum í gærmorgun. Greint er frá andlátinu á Facebook-síðu Afstöðu, félags fanga, í morgun, en Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfestir andlátið í samtali við fréttastofu. 6. maí 2024 08:02 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Þetta segir Tómas Ingvason, faðir manns sem fannst látinn í fangaklefa á Litla-Hrauni í maí, í samtali við Bítið um líðan sína vegna andlát sonar síns og aðgerðarleysi stjórnvalda. Hann bætir við að það væri mikil bót fyrir hann og aðra að fá einhver svör frá einhverjum varðandi sjálfsvígsbréf sonar síns. Þögn ræður ríkjum Sonur Tómasar lést vegna sjálfsvígs á dánardegi bróður síns sem lést nokkrum árum fyrr. Tómas hefur ekki fengið sjálfsvígsbréfið afhent í heild sinni frá lögreglunni síðan að hörmulegi atburðurinn átti sér stað í byrjun maí. Umboðsmaður Alþingis beindi því til lögreglunnar á Suðurlandi, sem fer með rannsókn málsins, að þeim beri að afhenda bréfið í síðasta lagi 12. ágúst. Tómas segist fá engin svör frá lögreglunni sem fylli hann af ranghugmyndum um andlát sonar síns og að þögn ráði ríkjum. „Ekkert svarað. Ekkert. Það er bara þögnin. Ég get bara ekki svarað þér því að mér finnst þetta orðið mjög skrítið mál. Auðvitað eiga þeir að afhenda þetta bréf. Mér finnst bara að þeir eigi að sjá sóma sinn í því. Þetta er mjög erfitt fyrir fjölskylduna að loka svona sorgarferli.“ Fangelsismálastjóri og ráðherra svara engu Hann tekur fram að alls staðar þar sem hann leitar eftir aðstoð komi hann að lokuðum dyrum. „Þetta er ekkert auðvelt að eiga við þetta. Ég hef reynt að hafa samband við Pál Winkel fangelsismálastjóra líka og hann svarar engu. Ég er búinn að senda inn kvörtun til umboðsmanns Alþingis líka fyrir það mál.“ Tómas er jafnframt búinn að senda tíu pósta til dómsmálaráðherra sem er ekki búinn að svara einum einasta pósti. Hann segir það furðulegt að lögreglan haldi eftir bréfinu þegar að búið er að gefa út að sonur hans hafi ekki látist með saknæmum hætti. Hann segir vinnubrögð lögreglunnar tortryggileg og skilur ekki hvað þeir séu að rannsaka. „Ég er búinn að láta liggja skilaboð hjá lögreglunni á Suðurlandi líka um að hafa samband en þeir bara hafa ekki samband. Það er örugglega hálfur mánuður eða mánuður síðan. Ég gafst bara upp á því að hringja í þá. Það var alltaf sagt að þeir væru svo uppteknir og að þeir myndu hringja í mig til baka. Þeir hringdu aldrei.“ Beðið eftir krufningarskýrslu í þrjá mánuði Hann hefur aðeins fengið að sjá hluta bréfs sonar síns, en þar er búið að yfirstrika ákveðin atriði úr bréfinu. Lögreglan segir hann ekki fá að sjá þann hluta bréfsins því það sé stílað á einhvern annan. Tómas segir að lögreglan bíði eftir krufningarskýrslu til að ljúka málinu. „Þeir segja alltaf að málinu ljúki þegar að krufningarskýrslan er komin. Þeir virðast halda sig á bak við það. En ég veit ekki meira. Það er sagt að það geti tekið marga mánuði. Ég talaði samt við heimilislækninn minn hérna úti og hann sagði að það ætti að taka nokkrar vikur að hafa hana tilbúna.“
Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fannst látinn í klefa sínum á Litla Hrauni Fangi á Litla Hrauni fannst látinn í klefa sínum í gærmorgun. Greint er frá andlátinu á Facebook-síðu Afstöðu, félags fanga, í morgun, en Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfestir andlátið í samtali við fréttastofu. 6. maí 2024 08:02 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Fannst látinn í klefa sínum á Litla Hrauni Fangi á Litla Hrauni fannst látinn í klefa sínum í gærmorgun. Greint er frá andlátinu á Facebook-síðu Afstöðu, félags fanga, í morgun, en Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfestir andlátið í samtali við fréttastofu. 6. maí 2024 08:02