Segir jafn galið að birta lista yfir tekjur bótaþega Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. ágúst 2024 08:39 Skafti Harðarson, formaður Félags skattgreiðenda. Bítið Formaður Samtaka skattgreiðenda segir útgáfu Tekjublaðsins, sem kom út í gær, byggja á lægstu hvötum mannanna. Hann segir ekkert annað að baki en hnýsni, öfund og samanburðarfræði. „Ég opna það ekki, ég fæ Tekjublaðið sem áskrifandi af Viðskiptablaðinu og græt það á hverju ári að vinir mínir á Viðskiptablaðinu skuli hafa keypt Frjálsa verslun og ekki lagt þetta af. Ég skil hins vegar tekjusjónarmið þeirra út af þessu blaði,“ segir Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tekjublaðið er gefið út árlega og má þar finna lista yfir tekjuhæstu Íslendingana á ýmsum sviðum. Tekjurnar eru reiknaðar út frá sköttum fólks og þurfa ekki að endurspegla það sem fram kemur á launaseðlum, enda getur fólk haft aðrar tekjur en þær. Skafti segist telja birtingu þessara upplýsinga brot á Persónuverndarlögum. „Við afhendum yfirvöldum upplýsingar um tekjur okkar lögum samkvæmt og þau taka sig til og birta þetta fyrir almennings sem ég tel að sé alveg jafn mikið trúnaðarmál og útgjöld heimilis míns eða hvað annað sem ég geri,“ segir Skafti. „Ég er algjörlega ennþá kjaftstopp að Persónuvernd hafi ekki á sínum tíma stöðvað þetta mál og opnað á það að þetta megi vera til sýnis á prenti í takmarkaðan tíma og til umfjöllunar í takmarkaðan tíma því auðvitað lifir þetta blað. Þetta er bara svo mikið bull.“ Hnýsni og öfund Hann segir engan geta, með fullri vissu, reiknað út mánaðartekjur annars manns. Því sé útgáfa blaðsins „galið“. „Ég tel þetta jafn galið og það að ég vil auðvitað krefjast þess að við birtum lista yfir tekjur bótaþega á Íslandi. Auðvitað er það fullkomlega galið en hver er munurinn á því að birta skatta fólks, og reikna tekjur þess út frá því, eða fara á hinn endann sem eru þeir sem þiggja skatta umfram það sem þeir hafa í tekjur,“ segir Skafti. „Þarna eru allar tekjur fólks settar saman og þær geta verið sérkennilegar milli ára, tilfallandi. Þú getur verið í þremur störfum. Það segir ekkert til um það að fasta starfið þitt sé að gefa af sér það sem þarna er gefið upp.“ „Útgáfa þessa blaðs byggir á lægstu hvötum okkar mannanna. Þetta er hnýsni, öfund og samanburðarfræði. Þetta er auðvitað algjörlega verið að hræra í afskaplega ósmekklegum drullupolli.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Tekjur Bítið Tengdar fréttir Nær markmiðinu aftur og var með 108,6 milljónir á mánuði Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, var með 108,6 milljónir króna á mánuði árið 2023 miðað við útsvarsskyldar tekjur. Hann er tekjuhæsti Íslendingurinn í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. 20. ágúst 2024 17:16 Ólafur Ragnar skákar Vigdísi og Guðna Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, er efstur á tekjulista forseta, alþingismanna og ráðherra með 4,3 milljónir króna á mánuði. Guðni Th. Jóhannesson, einnig fyrrverandi forseti, er með 3,4 milljónir á mánuði og Vigdís Finnbogadóttir með 3 milljónir á mánuði. 20. ágúst 2024 16:27 Helgi Björns ber sig ekki eins vel milli ára Óskar Magnússon rithöfundur og stjórnarformaður Eimskips er efstur á lista yfir tekjuhæstu listamenn landsins, annað árið í röð. Á listanum er að finna mörg kunnugleg nöfn, meðal annars Siggu Beinteinsdóttur söngkonu, Steinda jr. grínista og Örn Árnason leikara. Helgi Björnsson tónlistarmaður fer úr sæti næsttekjuhæsta listamannsins og niður í 26. sæti, miðað við greitt útsvar. 20. ágúst 2024 16:24 Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Sjá meira
„Ég opna það ekki, ég fæ Tekjublaðið sem áskrifandi af Viðskiptablaðinu og græt það á hverju ári að vinir mínir á Viðskiptablaðinu skuli hafa keypt Frjálsa verslun og ekki lagt þetta af. Ég skil hins vegar tekjusjónarmið þeirra út af þessu blaði,“ segir Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tekjublaðið er gefið út árlega og má þar finna lista yfir tekjuhæstu Íslendingana á ýmsum sviðum. Tekjurnar eru reiknaðar út frá sköttum fólks og þurfa ekki að endurspegla það sem fram kemur á launaseðlum, enda getur fólk haft aðrar tekjur en þær. Skafti segist telja birtingu þessara upplýsinga brot á Persónuverndarlögum. „Við afhendum yfirvöldum upplýsingar um tekjur okkar lögum samkvæmt og þau taka sig til og birta þetta fyrir almennings sem ég tel að sé alveg jafn mikið trúnaðarmál og útgjöld heimilis míns eða hvað annað sem ég geri,“ segir Skafti. „Ég er algjörlega ennþá kjaftstopp að Persónuvernd hafi ekki á sínum tíma stöðvað þetta mál og opnað á það að þetta megi vera til sýnis á prenti í takmarkaðan tíma og til umfjöllunar í takmarkaðan tíma því auðvitað lifir þetta blað. Þetta er bara svo mikið bull.“ Hnýsni og öfund Hann segir engan geta, með fullri vissu, reiknað út mánaðartekjur annars manns. Því sé útgáfa blaðsins „galið“. „Ég tel þetta jafn galið og það að ég vil auðvitað krefjast þess að við birtum lista yfir tekjur bótaþega á Íslandi. Auðvitað er það fullkomlega galið en hver er munurinn á því að birta skatta fólks, og reikna tekjur þess út frá því, eða fara á hinn endann sem eru þeir sem þiggja skatta umfram það sem þeir hafa í tekjur,“ segir Skafti. „Þarna eru allar tekjur fólks settar saman og þær geta verið sérkennilegar milli ára, tilfallandi. Þú getur verið í þremur störfum. Það segir ekkert til um það að fasta starfið þitt sé að gefa af sér það sem þarna er gefið upp.“ „Útgáfa þessa blaðs byggir á lægstu hvötum okkar mannanna. Þetta er hnýsni, öfund og samanburðarfræði. Þetta er auðvitað algjörlega verið að hræra í afskaplega ósmekklegum drullupolli.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Tekjur Bítið Tengdar fréttir Nær markmiðinu aftur og var með 108,6 milljónir á mánuði Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, var með 108,6 milljónir króna á mánuði árið 2023 miðað við útsvarsskyldar tekjur. Hann er tekjuhæsti Íslendingurinn í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. 20. ágúst 2024 17:16 Ólafur Ragnar skákar Vigdísi og Guðna Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, er efstur á tekjulista forseta, alþingismanna og ráðherra með 4,3 milljónir króna á mánuði. Guðni Th. Jóhannesson, einnig fyrrverandi forseti, er með 3,4 milljónir á mánuði og Vigdís Finnbogadóttir með 3 milljónir á mánuði. 20. ágúst 2024 16:27 Helgi Björns ber sig ekki eins vel milli ára Óskar Magnússon rithöfundur og stjórnarformaður Eimskips er efstur á lista yfir tekjuhæstu listamenn landsins, annað árið í röð. Á listanum er að finna mörg kunnugleg nöfn, meðal annars Siggu Beinteinsdóttur söngkonu, Steinda jr. grínista og Örn Árnason leikara. Helgi Björnsson tónlistarmaður fer úr sæti næsttekjuhæsta listamannsins og niður í 26. sæti, miðað við greitt útsvar. 20. ágúst 2024 16:24 Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Sjá meira
Nær markmiðinu aftur og var með 108,6 milljónir á mánuði Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, var með 108,6 milljónir króna á mánuði árið 2023 miðað við útsvarsskyldar tekjur. Hann er tekjuhæsti Íslendingurinn í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. 20. ágúst 2024 17:16
Ólafur Ragnar skákar Vigdísi og Guðna Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, er efstur á tekjulista forseta, alþingismanna og ráðherra með 4,3 milljónir króna á mánuði. Guðni Th. Jóhannesson, einnig fyrrverandi forseti, er með 3,4 milljónir á mánuði og Vigdís Finnbogadóttir með 3 milljónir á mánuði. 20. ágúst 2024 16:27
Helgi Björns ber sig ekki eins vel milli ára Óskar Magnússon rithöfundur og stjórnarformaður Eimskips er efstur á lista yfir tekjuhæstu listamenn landsins, annað árið í röð. Á listanum er að finna mörg kunnugleg nöfn, meðal annars Siggu Beinteinsdóttur söngkonu, Steinda jr. grínista og Örn Árnason leikara. Helgi Björnsson tónlistarmaður fer úr sæti næsttekjuhæsta listamannsins og niður í 26. sæti, miðað við greitt útsvar. 20. ágúst 2024 16:24
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf