SA og ASÍ hnýta í Seðlabankann Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. ágúst 2024 18:24 Þau hvetja einnig sveitarfélög til að tryggja framboð af lóðum í takt við eftirspurn. Vísir/Samsett Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hvetja Seðlabankann til að vera framsýnan í ákvörðunum sínum varðandi stýrivexti. Háir raunvextir séu íþyngjandi fyrir skuldsett heimili og dragi úr þrótti á íslenskum hlutabréfamarkaði. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá samtökunum kemur fram að mikilvægum árangri hafi verið náð í að ná niður verðbólgunni og háu vaxtastigi en að allir aðilar vinnumarkaðarins þurfi áfram að leggjast á eitt til að markmiðum kjarasamninganna sem gerðir voru fyrr á árinu. „Um þessar mundir eru augljós merki í atvinnulífinu um að hagkerfið sé að kólna og útlit er fyrir að hagvöxtur verði undir 1% á árinu. Háir raunvextir eru íþyngjandi fyrir skuldsett heimili, standa fjárfestingu í framtíðar verðmætasköpun fyrir þrifum og draga úr þrótti á íslenskum hlutabréfamarkaði. Það er því mikilvægt að Seðlabankinn sé framsýnn í sínum ákvörðunum þegar kemur að ákvörðun um stýrivexti,“ segir í yfirlýsingunni. Fram kemur að ársverðbólga fyrir ári hafi mælst 7,7% og án húsnæðisliðarins 7,6% en að í síðustu mælingu Hagstofunnar hafi ársverðbólgan mælst 6,3% og 4,2% án húsnæðisliðarins. Þá segir einnig að lögð sé áhersla á mikilvægi þess að sveitarfélög tryggi nægt framboð af fjölbreyttum og hagkvæmum lóðum, svo tryggt verði að framboð á húsnæðismarkaði sé í takt við eftirspurn. Jafnvægi á húsnæðismarkaði sé forsenda efnahagslegs stöðugleika. „Mikið átak þurfti til að tryggja fjögurra ára kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í því augnamiði að stuðla að stöðugleika og fyrirsjáanleika fyrir fyrirtæki og heimili. Í ljósi þess að loforð yfirvalda um aðgerðir í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði eru hluti forsenduákvæða samninganna leggja samningsaðilar áherslu á að staðið sé við gefin loforð,“ segir í yfirlýsingunni. ASÍ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira
Í sameiginlegri yfirlýsingu frá samtökunum kemur fram að mikilvægum árangri hafi verið náð í að ná niður verðbólgunni og háu vaxtastigi en að allir aðilar vinnumarkaðarins þurfi áfram að leggjast á eitt til að markmiðum kjarasamninganna sem gerðir voru fyrr á árinu. „Um þessar mundir eru augljós merki í atvinnulífinu um að hagkerfið sé að kólna og útlit er fyrir að hagvöxtur verði undir 1% á árinu. Háir raunvextir eru íþyngjandi fyrir skuldsett heimili, standa fjárfestingu í framtíðar verðmætasköpun fyrir þrifum og draga úr þrótti á íslenskum hlutabréfamarkaði. Það er því mikilvægt að Seðlabankinn sé framsýnn í sínum ákvörðunum þegar kemur að ákvörðun um stýrivexti,“ segir í yfirlýsingunni. Fram kemur að ársverðbólga fyrir ári hafi mælst 7,7% og án húsnæðisliðarins 7,6% en að í síðustu mælingu Hagstofunnar hafi ársverðbólgan mælst 6,3% og 4,2% án húsnæðisliðarins. Þá segir einnig að lögð sé áhersla á mikilvægi þess að sveitarfélög tryggi nægt framboð af fjölbreyttum og hagkvæmum lóðum, svo tryggt verði að framboð á húsnæðismarkaði sé í takt við eftirspurn. Jafnvægi á húsnæðismarkaði sé forsenda efnahagslegs stöðugleika. „Mikið átak þurfti til að tryggja fjögurra ára kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í því augnamiði að stuðla að stöðugleika og fyrirsjáanleika fyrir fyrirtæki og heimili. Í ljósi þess að loforð yfirvalda um aðgerðir í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði eru hluti forsenduákvæða samninganna leggja samningsaðilar áherslu á að staðið sé við gefin loforð,“ segir í yfirlýsingunni.
ASÍ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira