Nær markmiðinu aftur og var með 108,6 milljónir á mánuði Eiður Þór Árnason skrifar 20. ágúst 2024 17:16 Haraldur Ingi Þorleifsson hefur einnig vakið athygli fyrir verkefnin Römpum upp Reykjavík og Ísland sem hafa það að markmiði að fjölga hjólastólarömpum um allt land. Vísir/Vilhelm Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, var með 108,6 milljónir króna á mánuði árið 2023 miðað við útsvarsskyldar tekjur. Hann er tekjuhæsti Íslendingurinn í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Haraldur jók tekjur sínar umtalsvert milli ára en þær voru um 46 milljónir króna að jafnaði á mánuði árið 2022. Þetta er annað árið í röð sem Haraldur er tekjuhæsti einstaklingurinn í Tekjublaði Frjálsrar verslunar en árið 2021 var hann annar á lista. Rætt var við Harald Þorlefsson í Íslandi í dag í febrúar 2022. Haraldur bjó lengi í Bandaríkjunum og seldi fyrirtæki sitt Ueno til Twitter árið 2021. Hann hefur greint frá því að hann hafi ákveðið að greiða alla skatta af sölunni á Íslandi og óskað sérstaklega eftir að fá kaupverðið greitt í formi launagreiðslna til að hámarka þá skatta sem hann greiði af söluandvirðinu. Venjubundin sala hefði leitt til þess að söluhagnaðurinn yrði skattlagður með 22% fjármagnstekjuskatti. Árið 2022 sagðist Haraldur sækjast eftir því að verða skattakóngur Íslands til að greiða aftur til samfélagsins sem veitti fötluðum dreng úr verkamannafjölskyldu endurgjaldslausa menntun og heilbrigðisþjónustu. Efstu á lista Tekjublaðs Frjálsrar verslunar yfir ýmsa úr atvinnulífinu Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi Ueno – 108.628 þúsund Óskar Axelsson, frkvstj. Marport ehf. – 23.699 þúsund Hreggviður Jónsson, fjárfestir og aðaleigandi Stormtrés – 13.098 þúsund Gunnlaugur S Gunnlaugsson, stjform. Lýsis – 10.440 þúsund Marínó Örn Tryggvason, fyrrvarandi forstjóri Kviku banka. Aðsend Marínó Örn Tryggvason, stjform. Gallon og fyrrv. forstjóri Kviku – 7.785 þúsund Vilhjálmur Egilsson, stjrm. VÍS og fv. rektor Bifröst – 6.673 þúsund Björgólfur Jóhannsson, fv. forstj. Icelandair og Samherja – 6.622 þúsund Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair og Samherja.Vísir/Vilhelm Sigurður Valtýsson, einn eigenda og forsvarsmaður Frigusar – 5.344 þúsund Karólína D Þorsteinsdóttir, viðskiptafræðingur – 5.184 þúsund Hannes Hilmarsson, stjform. Air Atlanta – 4.877 þúsund Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2023 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2022 sem var greiddur árið 2023. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Tekjur Tengdar fréttir Haraldur Ingi tekjuhæsti Íslendingurinn Haraldur Ingi Þorleifsson er tekjuhæsti Íslendingurinn. Hann var með um 46 milljónir króna á mánuði á síðasta ári. 17. ágúst 2023 21:32 Stóð við sitt og hefur greitt um hálfan milljarð í skatta Haraldur Þorleifsson sem seldi fyrirtæki sitt Ueno til Twitter í fyrra samdi við félagið um að stærstur hluti kaupverðsins yrði greiddur með launagreiðslum svo hann gæti greitt skatta af sölunni á Íslandi. 25. maí 2022 14:00 Ólafur Ragnar skákar Vigdísi og Guðna Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, er efstur á tekjulista forseta, alþingismanna og ráðherra með 4,3 milljónir króna á mánuði. Guðni Th. Jóhannesson, einnig fyrrverandi forseti, er með 3,4 milljónir á mánuði og Vigdís Finnbogadóttir með 3 milljónir á mánuði. 20. ágúst 2024 16:27 Helgi Björns ber sig ekki eins vel milli ára Óskar Magnússon rithöfundur og stjórnarformaður Eimskips er efstur á lista yfir tekjuhæstu listamenn landsins, annað árið í röð. Á listanum er að finna mörg kunnugleg nöfn, meðal annars Siggu Beinteinsdóttur söngkonu, Steinda jr. grínista og Örn Árnason leikara. Helgi Björnsson tónlistarmaður fer úr sæti næsttekjuhæsta listamannsins og niður í 26. sæti, miðað við greitt útsvar. 20. ágúst 2024 16:24 Topparnir hjá hinu opinbera Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, var tekjuhæsti forstjóri ríkisstofnana á síðasta ári með 4,2 milljónir á mánuði. Næst á eftir kom Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, með 3,7 milljónir. 20. ágúst 2024 15:02 Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Haraldur jók tekjur sínar umtalsvert milli ára en þær voru um 46 milljónir króna að jafnaði á mánuði árið 2022. Þetta er annað árið í röð sem Haraldur er tekjuhæsti einstaklingurinn í Tekjublaði Frjálsrar verslunar en árið 2021 var hann annar á lista. Rætt var við Harald Þorlefsson í Íslandi í dag í febrúar 2022. Haraldur bjó lengi í Bandaríkjunum og seldi fyrirtæki sitt Ueno til Twitter árið 2021. Hann hefur greint frá því að hann hafi ákveðið að greiða alla skatta af sölunni á Íslandi og óskað sérstaklega eftir að fá kaupverðið greitt í formi launagreiðslna til að hámarka þá skatta sem hann greiði af söluandvirðinu. Venjubundin sala hefði leitt til þess að söluhagnaðurinn yrði skattlagður með 22% fjármagnstekjuskatti. Árið 2022 sagðist Haraldur sækjast eftir því að verða skattakóngur Íslands til að greiða aftur til samfélagsins sem veitti fötluðum dreng úr verkamannafjölskyldu endurgjaldslausa menntun og heilbrigðisþjónustu. Efstu á lista Tekjublaðs Frjálsrar verslunar yfir ýmsa úr atvinnulífinu Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi Ueno – 108.628 þúsund Óskar Axelsson, frkvstj. Marport ehf. – 23.699 þúsund Hreggviður Jónsson, fjárfestir og aðaleigandi Stormtrés – 13.098 þúsund Gunnlaugur S Gunnlaugsson, stjform. Lýsis – 10.440 þúsund Marínó Örn Tryggvason, fyrrvarandi forstjóri Kviku banka. Aðsend Marínó Örn Tryggvason, stjform. Gallon og fyrrv. forstjóri Kviku – 7.785 þúsund Vilhjálmur Egilsson, stjrm. VÍS og fv. rektor Bifröst – 6.673 þúsund Björgólfur Jóhannsson, fv. forstj. Icelandair og Samherja – 6.622 þúsund Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair og Samherja.Vísir/Vilhelm Sigurður Valtýsson, einn eigenda og forsvarsmaður Frigusar – 5.344 þúsund Karólína D Þorsteinsdóttir, viðskiptafræðingur – 5.184 þúsund Hannes Hilmarsson, stjform. Air Atlanta – 4.877 þúsund Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2023 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2022 sem var greiddur árið 2023. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2023 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2022 sem var greiddur árið 2023. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjur Tengdar fréttir Haraldur Ingi tekjuhæsti Íslendingurinn Haraldur Ingi Þorleifsson er tekjuhæsti Íslendingurinn. Hann var með um 46 milljónir króna á mánuði á síðasta ári. 17. ágúst 2023 21:32 Stóð við sitt og hefur greitt um hálfan milljarð í skatta Haraldur Þorleifsson sem seldi fyrirtæki sitt Ueno til Twitter í fyrra samdi við félagið um að stærstur hluti kaupverðsins yrði greiddur með launagreiðslum svo hann gæti greitt skatta af sölunni á Íslandi. 25. maí 2022 14:00 Ólafur Ragnar skákar Vigdísi og Guðna Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, er efstur á tekjulista forseta, alþingismanna og ráðherra með 4,3 milljónir króna á mánuði. Guðni Th. Jóhannesson, einnig fyrrverandi forseti, er með 3,4 milljónir á mánuði og Vigdís Finnbogadóttir með 3 milljónir á mánuði. 20. ágúst 2024 16:27 Helgi Björns ber sig ekki eins vel milli ára Óskar Magnússon rithöfundur og stjórnarformaður Eimskips er efstur á lista yfir tekjuhæstu listamenn landsins, annað árið í röð. Á listanum er að finna mörg kunnugleg nöfn, meðal annars Siggu Beinteinsdóttur söngkonu, Steinda jr. grínista og Örn Árnason leikara. Helgi Björnsson tónlistarmaður fer úr sæti næsttekjuhæsta listamannsins og niður í 26. sæti, miðað við greitt útsvar. 20. ágúst 2024 16:24 Topparnir hjá hinu opinbera Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, var tekjuhæsti forstjóri ríkisstofnana á síðasta ári með 4,2 milljónir á mánuði. Næst á eftir kom Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, með 3,7 milljónir. 20. ágúst 2024 15:02 Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Haraldur Ingi tekjuhæsti Íslendingurinn Haraldur Ingi Þorleifsson er tekjuhæsti Íslendingurinn. Hann var með um 46 milljónir króna á mánuði á síðasta ári. 17. ágúst 2023 21:32
Stóð við sitt og hefur greitt um hálfan milljarð í skatta Haraldur Þorleifsson sem seldi fyrirtæki sitt Ueno til Twitter í fyrra samdi við félagið um að stærstur hluti kaupverðsins yrði greiddur með launagreiðslum svo hann gæti greitt skatta af sölunni á Íslandi. 25. maí 2022 14:00
Ólafur Ragnar skákar Vigdísi og Guðna Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, er efstur á tekjulista forseta, alþingismanna og ráðherra með 4,3 milljónir króna á mánuði. Guðni Th. Jóhannesson, einnig fyrrverandi forseti, er með 3,4 milljónir á mánuði og Vigdís Finnbogadóttir með 3 milljónir á mánuði. 20. ágúst 2024 16:27
Helgi Björns ber sig ekki eins vel milli ára Óskar Magnússon rithöfundur og stjórnarformaður Eimskips er efstur á lista yfir tekjuhæstu listamenn landsins, annað árið í röð. Á listanum er að finna mörg kunnugleg nöfn, meðal annars Siggu Beinteinsdóttur söngkonu, Steinda jr. grínista og Örn Árnason leikara. Helgi Björnsson tónlistarmaður fer úr sæti næsttekjuhæsta listamannsins og niður í 26. sæti, miðað við greitt útsvar. 20. ágúst 2024 16:24
Topparnir hjá hinu opinbera Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, var tekjuhæsti forstjóri ríkisstofnana á síðasta ári með 4,2 milljónir á mánuði. Næst á eftir kom Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, með 3,7 milljónir. 20. ágúst 2024 15:02
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur