Framhaldsskólanemar fagna gjaldfrjálsum námsgögnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. ágúst 2024 12:27 Forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema segir að framkvæmdastjórnin taki hugmynd menntamálaráðherra fagnandi. Hann hyggst leggja fram ný heildarlög um námsgögn á fyrstu dögum þingsins. Aðsend Forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema fagnar fyrirætlunum barna- og menntamálaráðherra um að gera námsgögn gjaldfrjáls fyrir framhaldsskólanema sem eru undir átján ára. Hún hefur ekki áhyggjur af því að nemendur fari illa með námsgögnin verði þau gjaldfrjáls en það sé mikilvægt að skólayfirvöld séu skýr með það sem þau ætlist til af nemendum. Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, tilkynnti í gær heildarendurskoðun á útgáfu námsgagna en í lagafrumvarpinu er boðað að námsgögn í leik-, grunn- og framhaldsskólum skuli verða gjaldfrjáls að átján ára aldri en hingað til hefur ekki verið gert ráð fyrir framlögum hins opinbera til námsgagna í framhaldsskólum. Lagt er til að innleiðing verði áfangaskipt til nokkurra ára og að fyrst í stað verði lögð áhersla á kjarnagreinará borð við íslensku og stærðfræði. Embla María Möller Atladóttir er forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema. „Okkur í stjórninni líst ótrúlega vel um það. Við höfum verið að tala aðeins um það eftir að þessi frétt kom út að ráðherra ákvað að gera þetta og við að sjálfsögðu sjáum bara enga kvilla við þessa hugmynd hjá honum.“ Hún segir ljóst að ekki allir hafi efni á framhaldsskólanámi og öllu sem því fylgir. Gjaldfrjáls námsgögn muni koma framhaldskólanemum vel sem alla jafna hafi ekki mikið á milli handanna. „Sérstaklega eftir styttingu framhaldsskólans, þá hefur verið þjappað saman námi og þá er mjög erfitt fyrir hinn hefðbundna framhaldsskólanema að geta tekið þátt í félagslífinu, að geta sinnt náminu sómasamlega og líka vinna kannski eitt, tvö, þrjú kvöld í viku bara til að geta farið og fengið sér ís með vinum sínum eða eitthvað álíka.“ Embla er ósammála háskólaráðherra sem sagði í Morgunblaðspistli á dögunum hætta væri á því að tilfinningin fyrir því að passa vel upp á námsgögn hyrfi þegar þau væru gjaldfrjáls. Embla segir að mikilvægt sé að skólayfirvöld segi skýrt til hvers þau ætlist af nemendum sem séu að stíga sín fyrstu skref inn í fullorðinsár og liður í því sé að öðlast og axla meiri ábyrgð. „Svo eru skiptibókamarkaðir innan skólans fyrir alla framhaldsskóla og ég hef persónulega séð bækur þar sem eru ótrúlega illa farnar þannig að þetta er ekki mál um hvort bækurnar séu gjaldfrjálsar eða ekki, það eru bara sumir sem fara verr með dótið sitt heldur en aðrir,“ segir forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Skóla- og menntamál Bókaútgáfa Framhaldsskólar Tengdar fréttir Kynnti „einhverjar mestu breytingar á námsgagnaútgáfu í áratugi“ Námsgögn verða gjaldfrjáls fyrir framhaldsskólanema að átján ára aldri og fjárframlag til námsgagnagerðar mun tvöfaldast nái frumvarp barnamálaráðherra fram að ganga. Útgefandi fagnar því að stjórnvöld séu farin að átta sig á umfangi vandans, úrelt námsgögn séu alvarlegt samfélagsmein. 19. ágúst 2024 22:06 Ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að frí námsgögn og skólamáltíðir sé eitthvað sem ætti að mega ræða án þess að fara í upphrópanir. Það sé ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra. 9. ágúst 2024 20:12 Námsgögn verði einnig gjaldfrjáls í framhaldsskólum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að stefnt sé að því að gera námsgögn gjaldfrjáls í framhaldsskólum fyrir 18 ára og yngri. Hann segist mjög fylgjandi gjaldfrjálsum námsgögnum og skólamáltíðum. 11. ágúst 2024 17:08 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, tilkynnti í gær heildarendurskoðun á útgáfu námsgagna en í lagafrumvarpinu er boðað að námsgögn í leik-, grunn- og framhaldsskólum skuli verða gjaldfrjáls að átján ára aldri en hingað til hefur ekki verið gert ráð fyrir framlögum hins opinbera til námsgagna í framhaldsskólum. Lagt er til að innleiðing verði áfangaskipt til nokkurra ára og að fyrst í stað verði lögð áhersla á kjarnagreinará borð við íslensku og stærðfræði. Embla María Möller Atladóttir er forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema. „Okkur í stjórninni líst ótrúlega vel um það. Við höfum verið að tala aðeins um það eftir að þessi frétt kom út að ráðherra ákvað að gera þetta og við að sjálfsögðu sjáum bara enga kvilla við þessa hugmynd hjá honum.“ Hún segir ljóst að ekki allir hafi efni á framhaldsskólanámi og öllu sem því fylgir. Gjaldfrjáls námsgögn muni koma framhaldskólanemum vel sem alla jafna hafi ekki mikið á milli handanna. „Sérstaklega eftir styttingu framhaldsskólans, þá hefur verið þjappað saman námi og þá er mjög erfitt fyrir hinn hefðbundna framhaldsskólanema að geta tekið þátt í félagslífinu, að geta sinnt náminu sómasamlega og líka vinna kannski eitt, tvö, þrjú kvöld í viku bara til að geta farið og fengið sér ís með vinum sínum eða eitthvað álíka.“ Embla er ósammála háskólaráðherra sem sagði í Morgunblaðspistli á dögunum hætta væri á því að tilfinningin fyrir því að passa vel upp á námsgögn hyrfi þegar þau væru gjaldfrjáls. Embla segir að mikilvægt sé að skólayfirvöld segi skýrt til hvers þau ætlist af nemendum sem séu að stíga sín fyrstu skref inn í fullorðinsár og liður í því sé að öðlast og axla meiri ábyrgð. „Svo eru skiptibókamarkaðir innan skólans fyrir alla framhaldsskóla og ég hef persónulega séð bækur þar sem eru ótrúlega illa farnar þannig að þetta er ekki mál um hvort bækurnar séu gjaldfrjálsar eða ekki, það eru bara sumir sem fara verr með dótið sitt heldur en aðrir,“ segir forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
Skóla- og menntamál Bókaútgáfa Framhaldsskólar Tengdar fréttir Kynnti „einhverjar mestu breytingar á námsgagnaútgáfu í áratugi“ Námsgögn verða gjaldfrjáls fyrir framhaldsskólanema að átján ára aldri og fjárframlag til námsgagnagerðar mun tvöfaldast nái frumvarp barnamálaráðherra fram að ganga. Útgefandi fagnar því að stjórnvöld séu farin að átta sig á umfangi vandans, úrelt námsgögn séu alvarlegt samfélagsmein. 19. ágúst 2024 22:06 Ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að frí námsgögn og skólamáltíðir sé eitthvað sem ætti að mega ræða án þess að fara í upphrópanir. Það sé ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra. 9. ágúst 2024 20:12 Námsgögn verði einnig gjaldfrjáls í framhaldsskólum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að stefnt sé að því að gera námsgögn gjaldfrjáls í framhaldsskólum fyrir 18 ára og yngri. Hann segist mjög fylgjandi gjaldfrjálsum námsgögnum og skólamáltíðum. 11. ágúst 2024 17:08 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Kynnti „einhverjar mestu breytingar á námsgagnaútgáfu í áratugi“ Námsgögn verða gjaldfrjáls fyrir framhaldsskólanema að átján ára aldri og fjárframlag til námsgagnagerðar mun tvöfaldast nái frumvarp barnamálaráðherra fram að ganga. Útgefandi fagnar því að stjórnvöld séu farin að átta sig á umfangi vandans, úrelt námsgögn séu alvarlegt samfélagsmein. 19. ágúst 2024 22:06
Ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að frí námsgögn og skólamáltíðir sé eitthvað sem ætti að mega ræða án þess að fara í upphrópanir. Það sé ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra. 9. ágúst 2024 20:12
Námsgögn verði einnig gjaldfrjáls í framhaldsskólum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að stefnt sé að því að gera námsgögn gjaldfrjáls í framhaldsskólum fyrir 18 ára og yngri. Hann segist mjög fylgjandi gjaldfrjálsum námsgögnum og skólamáltíðum. 11. ágúst 2024 17:08