Fyrrum NFL-leikmaður handtekinn fyrir að pissa á sessunaut í flugi til Dyflinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2024 07:01 Gosder Cherilus í leik með Indianapolis Colts á sínum tíma. Michael Hickey/Getty Images) Gosder Cherilus, fyrrum leikmaður NFL-deildarinnar, var handtekinn á dögunum fyrir að pissa á sessunaut sinn í flugi frá Boston til Dyflinnar á Írlandi. Hinn fertugi Cherilus var leiddur fyrir dómara í gær, mánudag, en hann var einnig sagður hafa verið til trafala í fluginu og sýnt mótþróa er lögreglan reyndi að færa hann í járn eftir að flugvélinni var snúið við. Lögreglan í Massachusetts segir að hún hafi verið kölluð til Logan flugvallarins eftir að flugvél Delta til Dyflinnar var snúið við vegna hegðunar eins farþega vélarinnar. Sá farþegi var sagður hafa pissað á annan farþega í vélinni. Téður farþegi var Cherilus, fyrrum leikmaður Detroit Lions, Indianapolis Colts og Tampa Bay Buccaneers í NFL-deildinni. Former NFL offensive lineman Gosder Cherilus was arrested early Sunday morning after allegedly urinating on a fellow passenger on a flight to Ireland, which was forced to return to Boston https://t.co/QcP4ym7rgg— Jonathan Jones (@jjones9) August 19, 2024 Hann á einnig að hafa slegið annan farþega eftir að hafa pissað á eldri konu í góðar 20 sekúndur samkvæmt dómsskjölum. Starfsmenn flugvélarinnar reyndu að stöðva NFL-leikmanninn fyrrverandi en hann er engin smásmíð og lét ekki til segjast. Segir einnig í dómsskjölum að starfsmenn vélarinnar hafi hreinlega ekki þorað að stíga inn í. Lögreglan bað Cherilus um að yfirgefa flugvélina en hann sýndi mótþróa á endanum þurfti lögreglan að leiða hann út úr vélinni og handtaka hann formlega. Samkvæmt lögreglu virtist Cherilus drukkinn þegar flugvélin lenti á Logan flugvellinum. Þar sem flugvélin var yfir Kanada þegar atvikið átti sér stað þá er málið einnig á borði alríkislögreglunnar. pic.twitter.com/TkT6OtBM1U— Gosder Cherilus (@GosderCherilus) August 19, 2024 Leikmaðurinn fyrrverandi hefur tjáð sig á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Þar segir hann að fluginu hafi verið frestað um rúmlega fjórar klukkustundir og því hafi hann tekið svefnlyf, eitthvað sem hann gerir ekki að staðaldri. Hann segir hegðun sína í kjölfarið ekki vera lýsandi fyrir þann karakter sem hann hefur að geyma og þá biðst hann afsökunar á gjörðum sínum. Cherilus snýr aftur fyrir framan dómara þann 11. október næstkomandi. NFL Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Sjá meira
Hinn fertugi Cherilus var leiddur fyrir dómara í gær, mánudag, en hann var einnig sagður hafa verið til trafala í fluginu og sýnt mótþróa er lögreglan reyndi að færa hann í járn eftir að flugvélinni var snúið við. Lögreglan í Massachusetts segir að hún hafi verið kölluð til Logan flugvallarins eftir að flugvél Delta til Dyflinnar var snúið við vegna hegðunar eins farþega vélarinnar. Sá farþegi var sagður hafa pissað á annan farþega í vélinni. Téður farþegi var Cherilus, fyrrum leikmaður Detroit Lions, Indianapolis Colts og Tampa Bay Buccaneers í NFL-deildinni. Former NFL offensive lineman Gosder Cherilus was arrested early Sunday morning after allegedly urinating on a fellow passenger on a flight to Ireland, which was forced to return to Boston https://t.co/QcP4ym7rgg— Jonathan Jones (@jjones9) August 19, 2024 Hann á einnig að hafa slegið annan farþega eftir að hafa pissað á eldri konu í góðar 20 sekúndur samkvæmt dómsskjölum. Starfsmenn flugvélarinnar reyndu að stöðva NFL-leikmanninn fyrrverandi en hann er engin smásmíð og lét ekki til segjast. Segir einnig í dómsskjölum að starfsmenn vélarinnar hafi hreinlega ekki þorað að stíga inn í. Lögreglan bað Cherilus um að yfirgefa flugvélina en hann sýndi mótþróa á endanum þurfti lögreglan að leiða hann út úr vélinni og handtaka hann formlega. Samkvæmt lögreglu virtist Cherilus drukkinn þegar flugvélin lenti á Logan flugvellinum. Þar sem flugvélin var yfir Kanada þegar atvikið átti sér stað þá er málið einnig á borði alríkislögreglunnar. pic.twitter.com/TkT6OtBM1U— Gosder Cherilus (@GosderCherilus) August 19, 2024 Leikmaðurinn fyrrverandi hefur tjáð sig á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Þar segir hann að fluginu hafi verið frestað um rúmlega fjórar klukkustundir og því hafi hann tekið svefnlyf, eitthvað sem hann gerir ekki að staðaldri. Hann segir hegðun sína í kjölfarið ekki vera lýsandi fyrir þann karakter sem hann hefur að geyma og þá biðst hann afsökunar á gjörðum sínum. Cherilus snýr aftur fyrir framan dómara þann 11. október næstkomandi.
NFL Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Sjá meira