Í júní voru uppsagnirnar tvær og 96 einstaklingum sagt upp í þeim. Þá var um að ræða uppsagnir hjá Icelandair sem náðu til 57 flugmanna og áhöfnum tveggja skipa Þorbjarnar í Grindavík.
Í maí voru flestar hópuppsagnir það sem af er ári þegar 441 manns var sagt upp í sex hópuppsögnum.
Með hópuppsögn er átt við uppsagnir atvinnurekanda á fastráðnum starfsmönnum þar sem fjöldi starfsmanna sem sagt er upp á þrjátíu daga tímabili er að minnsta kosti 10 starfsmenn í fyrirtækjum sem venjulega hafa 21-99 í vinnu, minnst 10 prósent starfsmanna í fyrirtækjum með 100-299 í vinnu eða minnst 30 starfsmenn þar sem venjulega eru 300 eða fleiri.