Ímyndaðu þér að þú sért átján ára stúlka... Stella Samúelsdóttir skrifar 19. ágúst 2024 12:01 Ímyndaðu þér að þú sért 18 ára stúlka. Þú býrð í Súdan, þriðja stærsta ríki Afríku, og þó að átök hafi verið viðvarandi í landinu nánast allt þitt líf, þá hefur líf þitt samt verið nokkuð eðlilegt. Þú sækir skóla, hittir vinkonur þínar í frítíma þínum og leggur drög að framtíðaráformum þínum. Þann 15. apríl 2023 umturnast líf þitt. Ný hrina átaka brýst út og í þetta sinn eru átökin gríðarlega hörð. Skelfingu lostin heldur þú þig innan dyra – of óttaslegin við að fara út, því sögur um að hermenn beiti konur skelfilegu ofbeldi hafa náð eyrum þínum. En það dugir ekki til. Dag einn er barið að dyrum og fyrir utan standa nokkrir hermenn. Þeir ryðjast inn og þegar þeir átta sig á því að þú sért ein heima, beina þeir byssu að þér og nauðga þér, hver á eftir öðrum. Þeir halda þér fanginni í húsinu í fjóra daga. Þegar hermennirnir yfirgefa loks heimilið tekst þér, með hjálp nágranna þinna að flýja til vinkonu þinnar sem býr í öruggari hluta borgarinnar. Skömmin og óttinn er þó svo mikill að þú treystir aðeins einni manneskju fyrir því ofbeldi sem þú hafðir orðið fyrir - vinkonu sem býr utan Súdan. Hún sendir þér peninga og ráðleggur þér að yfirgefa borgina sem fyrst. Nokkrum mánuðum eftir að þú leggur á flótta og hefur fundið skjól í flóttamannabúðum verður þú fyrir öðru áfalli. Þú ert orðin barnshafandi. Nú ertu 18 ára stúlka sem tekst ekki aðeins á við sálrænar og líkamlegar afleiðingar hrottalegs ofbeldis, heldur býrðu í flóttamannabúðum og ert barnshafandi án aðgengis að viðeigandi læknishjálp og fullnægjandi næringu. Þessi saga er sönn. Rúmt ár er liðið frá upphafi blóðugra átaka í Súdan, þar sem Súdansher (SAF) og Rapid Support Forces (RSF) berjast um völdin. Milljónir eru á flótta í landinu (e. Internally displaced people), 70% þeirra eru konur og börn og meira en 24 milljónir eru í mjög brýnni þörf fyrir neyðaraðstoð. Sífellt fleiri búa við langvarandi matarskort og hefur aðstæðum í Súdan verið lýst sem einni stærstu mannúðarkrísu heims í dag. Þá hefur fregnum um að stríðandi fylkingar beiti nauðgunum sem stríðsvopni haldið áfram að fjölga. Þrátt fyrir þessa miklu neyð hefur aðeins örlítið brot af því fjármagni sem þarf í neyðaraðstoð fengist og því hefur stríðið í Súdan stundum verið kallað gleymda stríðið. Þess vegna hefur UN Women á Íslandi ákveðið að FO-herferðin 2024 verði til styrktar konum og stúlkum í Súdan. Hvað gerir UN Women í Súdan? Verkefni UN Women í Súdan hafa breyst með tilkomu stríðsins og miðast að mestu leyti núna að því að veita kvenmiðaða mannúðar- og neyðaraðstoð. Meðal þess sem UN Women gerir í Súdan er að: • Veita þolendum ofbeldis aðgengi að þjónustu í samstarfi við súdönsk félagasamtök. • Vinna að því að koma upp one-stop-miðstöðvum fyrir konur og stúlkur á flótta. • Skrásetja og afla gagna um kynbundið ofbeldi svo hægt sé að sækja málin til saka á síðari tímum. • Bera kennsl á konur og stúlkur í viðkvæmri stöðu svo hægt sé að ábyrgjast að þær hljóti aðgang að mat og nauðsynjum. • Þjálfa starfsfólk félagasamtaka sem veita aðstoð til flóttafólks til að vinna bug á „men and boys first“ hugarfarinu. • Bera kennsl á konur með leiðtogahæfileika, efla þær og þjálfa upp í samningaviðræðum. Þetta er hægt að nýta þegar verið er að semja um frið, fjármagn og aðrar lausnir í samfélagslegri uppbyggingu landsins. Með fjármagninu sem safnast í gegnum FO herferðina verður m.a. hægt að veita þolendum kynbundins ofbeldis nauðsynlega þjónustu og styðja við konur og stúlkur á flótta. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér að þú sért 18 ára stúlka. Þú býrð í Súdan, þriðja stærsta ríki Afríku, og þó að átök hafi verið viðvarandi í landinu nánast allt þitt líf, þá hefur líf þitt samt verið nokkuð eðlilegt. Þú sækir skóla, hittir vinkonur þínar í frítíma þínum og leggur drög að framtíðaráformum þínum. Þann 15. apríl 2023 umturnast líf þitt. Ný hrina átaka brýst út og í þetta sinn eru átökin gríðarlega hörð. Skelfingu lostin heldur þú þig innan dyra – of óttaslegin við að fara út, því sögur um að hermenn beiti konur skelfilegu ofbeldi hafa náð eyrum þínum. En það dugir ekki til. Dag einn er barið að dyrum og fyrir utan standa nokkrir hermenn. Þeir ryðjast inn og þegar þeir átta sig á því að þú sért ein heima, beina þeir byssu að þér og nauðga þér, hver á eftir öðrum. Þeir halda þér fanginni í húsinu í fjóra daga. Þegar hermennirnir yfirgefa loks heimilið tekst þér, með hjálp nágranna þinna að flýja til vinkonu þinnar sem býr í öruggari hluta borgarinnar. Skömmin og óttinn er þó svo mikill að þú treystir aðeins einni manneskju fyrir því ofbeldi sem þú hafðir orðið fyrir - vinkonu sem býr utan Súdan. Hún sendir þér peninga og ráðleggur þér að yfirgefa borgina sem fyrst. Nokkrum mánuðum eftir að þú leggur á flótta og hefur fundið skjól í flóttamannabúðum verður þú fyrir öðru áfalli. Þú ert orðin barnshafandi. Nú ertu 18 ára stúlka sem tekst ekki aðeins á við sálrænar og líkamlegar afleiðingar hrottalegs ofbeldis, heldur býrðu í flóttamannabúðum og ert barnshafandi án aðgengis að viðeigandi læknishjálp og fullnægjandi næringu. Þessi saga er sönn. Rúmt ár er liðið frá upphafi blóðugra átaka í Súdan, þar sem Súdansher (SAF) og Rapid Support Forces (RSF) berjast um völdin. Milljónir eru á flótta í landinu (e. Internally displaced people), 70% þeirra eru konur og börn og meira en 24 milljónir eru í mjög brýnni þörf fyrir neyðaraðstoð. Sífellt fleiri búa við langvarandi matarskort og hefur aðstæðum í Súdan verið lýst sem einni stærstu mannúðarkrísu heims í dag. Þá hefur fregnum um að stríðandi fylkingar beiti nauðgunum sem stríðsvopni haldið áfram að fjölga. Þrátt fyrir þessa miklu neyð hefur aðeins örlítið brot af því fjármagni sem þarf í neyðaraðstoð fengist og því hefur stríðið í Súdan stundum verið kallað gleymda stríðið. Þess vegna hefur UN Women á Íslandi ákveðið að FO-herferðin 2024 verði til styrktar konum og stúlkum í Súdan. Hvað gerir UN Women í Súdan? Verkefni UN Women í Súdan hafa breyst með tilkomu stríðsins og miðast að mestu leyti núna að því að veita kvenmiðaða mannúðar- og neyðaraðstoð. Meðal þess sem UN Women gerir í Súdan er að: • Veita þolendum ofbeldis aðgengi að þjónustu í samstarfi við súdönsk félagasamtök. • Vinna að því að koma upp one-stop-miðstöðvum fyrir konur og stúlkur á flótta. • Skrásetja og afla gagna um kynbundið ofbeldi svo hægt sé að sækja málin til saka á síðari tímum. • Bera kennsl á konur og stúlkur í viðkvæmri stöðu svo hægt sé að ábyrgjast að þær hljóti aðgang að mat og nauðsynjum. • Þjálfa starfsfólk félagasamtaka sem veita aðstoð til flóttafólks til að vinna bug á „men and boys first“ hugarfarinu. • Bera kennsl á konur með leiðtogahæfileika, efla þær og þjálfa upp í samningaviðræðum. Þetta er hægt að nýta þegar verið er að semja um frið, fjármagn og aðrar lausnir í samfélagslegri uppbyggingu landsins. Með fjármagninu sem safnast í gegnum FO herferðina verður m.a. hægt að veita þolendum kynbundins ofbeldis nauðsynlega þjónustu og styðja við konur og stúlkur á flótta. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun