Lærisveinar Mourinho hentu frá sér tveggja marka forystu og ráðist var að forsetanum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2024 09:31 José Mourinho á hliðarlínunni í leiknum sem um er ræðir. Seskim Photo/Getty Images Fenerbahçe gerði 2-2 jafntefli við Göztepe á útivelli í tyrknesku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í gær eftir að komast 2-0 yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Þá var Ali Koc, forseta Fenerbahçe, hrint til jarðar og flöskum kastað í hann eftir að hann óð inn á völlinn. Ellismellurinn Edin Džeko kom gestunum í Fenerbahçe yfir með marki úr vítaspyrnu þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Það hafði greinilega nóg gengið á í fyrri hálfleik þar sem uppbótartíminn var lengri en vanalega, til að mynda höfðu heimamenn skorað mark sem var dæmt af eftir að myndbandsdómari leiksins fór betur yfir það. Þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma tvöfaldaði Youssef En Nesyri forystu gestanna og José Mourinho fór skælbrosandi inn í hálfleikspásuna. Í síðari hálfleik snerist dæmið við, heimamenn minnkuðu muninn um miðbik hálfleiksins og jöfnuðu svo metin þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Eftir leik sauð hins vegar allt upp úr í kjölfar þess að forseti gestanna, Ali Koc, strunsaði út á völl. Honum var hrint til jarðar og þá flaug flaska í andlit hans. Ekki er vitað hvort flöskunni hafi verið beint sérstaklega að honum eða hvort áhorfendur hafi bara verið að láta pirring sinn í ljós með því að fleygja hinum ýmsu hlutum niður á keppnisvöllinn. 17.08.2024🇹🇷Göztepe - Fenerbahçe, The moment Fenerbahçe President Ali Koç was hit by a shower of botles and fell to the ground, more here: https://t.co/Efqv2qxEuT pic.twitter.com/KSWinSveCx— Hooligans.cz Official (@hooliganscz1999) August 17, 2024 Fenerbahçe er með fjögur stig að loknum tveimur leikjum. Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjá meira
Ellismellurinn Edin Džeko kom gestunum í Fenerbahçe yfir með marki úr vítaspyrnu þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Það hafði greinilega nóg gengið á í fyrri hálfleik þar sem uppbótartíminn var lengri en vanalega, til að mynda höfðu heimamenn skorað mark sem var dæmt af eftir að myndbandsdómari leiksins fór betur yfir það. Þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma tvöfaldaði Youssef En Nesyri forystu gestanna og José Mourinho fór skælbrosandi inn í hálfleikspásuna. Í síðari hálfleik snerist dæmið við, heimamenn minnkuðu muninn um miðbik hálfleiksins og jöfnuðu svo metin þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Eftir leik sauð hins vegar allt upp úr í kjölfar þess að forseti gestanna, Ali Koc, strunsaði út á völl. Honum var hrint til jarðar og þá flaug flaska í andlit hans. Ekki er vitað hvort flöskunni hafi verið beint sérstaklega að honum eða hvort áhorfendur hafi bara verið að láta pirring sinn í ljós með því að fleygja hinum ýmsu hlutum niður á keppnisvöllinn. 17.08.2024🇹🇷Göztepe - Fenerbahçe, The moment Fenerbahçe President Ali Koç was hit by a shower of botles and fell to the ground, more here: https://t.co/Efqv2qxEuT pic.twitter.com/KSWinSveCx— Hooligans.cz Official (@hooliganscz1999) August 17, 2024 Fenerbahçe er með fjögur stig að loknum tveimur leikjum.
Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjá meira