Bomba frá Selmu og Ísak skoraði gegn toppliðinu Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2024 15:11 Landsliðskonan Selma Sól Magnúsdóttir skoraði glæsimark í dag. Vísir/Anton Selma Sól Magnúsdóttir og Ísak Andri Sigurgeirsson voru á skotskónum í Skandinavíu í dag og þótti mark Selmu sérlega glæsilegt. Selma sneri í lok síðasta mánaðar aftur til Rosenborg í Noregi, frá Þýskalandi, og hún skoraði fyrra mark liðsins í 2-0 sigri á Brann í dag, strax á fjórðu mínútu. Markið var algjör bomba af 25 metra færi, samkvæmt lýsingu Nettavisen, í stöng og inn. Ásdís Karen Halldórsdóttir var einnig á ferðinni í Noregi, með liði LSK, og spilaði 90 mínútur í markalausu jafntefli við Kolbotn á útivelli. Rosenborg er í 2. sæti deildarinnar með 37 stig og nú með sex stiga forskot á Brann, en enn langt á eftir toppliði Vålerenga. LSK er með 28 stig í 4. sæti. Sjáðu Ísak skora gegn Malmö Í Svíþjóð skoraði Ísak Andri laglegt mark gegn toppliði Malmö og kom Norrköping yfir, en Malmö vann þó leikinn að lokum 2-1. Mark Ísaks má sjá hér að neðan. Ísak Andri Sigurgeirsson! IFK Norrköping tar ledningen borta mot Malmö FF ⚪🔵📲 Se matchen på Max och Kanal 5 pic.twitter.com/tOIxQ5AUYY— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) August 17, 2024 Ísak var í byrjunarliði Norrköping líkt og Arnór Ingvi Traustason, en liðið er í 11. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 23 stig eftir 18 leiki. Í næstefstu deild Svíþjóðar lék Valgeir Valgeirsson allan leikinn fyrir Örebro í mikilvægum 4-1 sigri á Gefle. Þar með komst Örebro í burtu frá fallsætunum og er með 23 stig í 10. sæti en Gefle er í 14. sæti með 18 stig. Skövde AIK, lið Stefans Ljubicic, tapaði hins vegar á heimavelli gegn Helsingborg, 3-1, og er í 15. og næstneðsta sæti með 18 stig. Liðin í 13. og 14. sæti fara í fallumspil en neðstu tvö liðin falla. Davíð lagði upp mark í Póllandi Í pólsku úrvalsdeildinni lagði Davíð Kristján Ólafsson upp fyrsta mark Cracovia sem vann 4-2 sigur á Jagiellonia Bialystok. Cracovia er sem stendur á toppi deildarinnar með 10 stig eftir fimm leiki en næstu lið eiga öll leik til góða. Loks gerðu OB og Bröndby, lið Hafrúnar Rakelar Halldórsdóttur, markalaust jafntefli í dönsku úrvalsdeildinni. Þetta var annar leikur Bröndby á tímabilinu en liðið tapaði 3-0 á heimavelli fyrir Fortuna Hjörring í fyrsta leik. Norski boltinn Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sjá meira
Selma sneri í lok síðasta mánaðar aftur til Rosenborg í Noregi, frá Þýskalandi, og hún skoraði fyrra mark liðsins í 2-0 sigri á Brann í dag, strax á fjórðu mínútu. Markið var algjör bomba af 25 metra færi, samkvæmt lýsingu Nettavisen, í stöng og inn. Ásdís Karen Halldórsdóttir var einnig á ferðinni í Noregi, með liði LSK, og spilaði 90 mínútur í markalausu jafntefli við Kolbotn á útivelli. Rosenborg er í 2. sæti deildarinnar með 37 stig og nú með sex stiga forskot á Brann, en enn langt á eftir toppliði Vålerenga. LSK er með 28 stig í 4. sæti. Sjáðu Ísak skora gegn Malmö Í Svíþjóð skoraði Ísak Andri laglegt mark gegn toppliði Malmö og kom Norrköping yfir, en Malmö vann þó leikinn að lokum 2-1. Mark Ísaks má sjá hér að neðan. Ísak Andri Sigurgeirsson! IFK Norrköping tar ledningen borta mot Malmö FF ⚪🔵📲 Se matchen på Max och Kanal 5 pic.twitter.com/tOIxQ5AUYY— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) August 17, 2024 Ísak var í byrjunarliði Norrköping líkt og Arnór Ingvi Traustason, en liðið er í 11. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 23 stig eftir 18 leiki. Í næstefstu deild Svíþjóðar lék Valgeir Valgeirsson allan leikinn fyrir Örebro í mikilvægum 4-1 sigri á Gefle. Þar með komst Örebro í burtu frá fallsætunum og er með 23 stig í 10. sæti en Gefle er í 14. sæti með 18 stig. Skövde AIK, lið Stefans Ljubicic, tapaði hins vegar á heimavelli gegn Helsingborg, 3-1, og er í 15. og næstneðsta sæti með 18 stig. Liðin í 13. og 14. sæti fara í fallumspil en neðstu tvö liðin falla. Davíð lagði upp mark í Póllandi Í pólsku úrvalsdeildinni lagði Davíð Kristján Ólafsson upp fyrsta mark Cracovia sem vann 4-2 sigur á Jagiellonia Bialystok. Cracovia er sem stendur á toppi deildarinnar með 10 stig eftir fimm leiki en næstu lið eiga öll leik til góða. Loks gerðu OB og Bröndby, lið Hafrúnar Rakelar Halldórsdóttur, markalaust jafntefli í dönsku úrvalsdeildinni. Þetta var annar leikur Bröndby á tímabilinu en liðið tapaði 3-0 á heimavelli fyrir Fortuna Hjörring í fyrsta leik.
Norski boltinn Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sjá meira