Bomba frá Selmu og Ísak skoraði gegn toppliðinu Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2024 15:11 Landsliðskonan Selma Sól Magnúsdóttir skoraði glæsimark í dag. Vísir/Anton Selma Sól Magnúsdóttir og Ísak Andri Sigurgeirsson voru á skotskónum í Skandinavíu í dag og þótti mark Selmu sérlega glæsilegt. Selma sneri í lok síðasta mánaðar aftur til Rosenborg í Noregi, frá Þýskalandi, og hún skoraði fyrra mark liðsins í 2-0 sigri á Brann í dag, strax á fjórðu mínútu. Markið var algjör bomba af 25 metra færi, samkvæmt lýsingu Nettavisen, í stöng og inn. Ásdís Karen Halldórsdóttir var einnig á ferðinni í Noregi, með liði LSK, og spilaði 90 mínútur í markalausu jafntefli við Kolbotn á útivelli. Rosenborg er í 2. sæti deildarinnar með 37 stig og nú með sex stiga forskot á Brann, en enn langt á eftir toppliði Vålerenga. LSK er með 28 stig í 4. sæti. Sjáðu Ísak skora gegn Malmö Í Svíþjóð skoraði Ísak Andri laglegt mark gegn toppliði Malmö og kom Norrköping yfir, en Malmö vann þó leikinn að lokum 2-1. Mark Ísaks má sjá hér að neðan. Ísak Andri Sigurgeirsson! IFK Norrköping tar ledningen borta mot Malmö FF ⚪🔵📲 Se matchen på Max och Kanal 5 pic.twitter.com/tOIxQ5AUYY— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) August 17, 2024 Ísak var í byrjunarliði Norrköping líkt og Arnór Ingvi Traustason, en liðið er í 11. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 23 stig eftir 18 leiki. Í næstefstu deild Svíþjóðar lék Valgeir Valgeirsson allan leikinn fyrir Örebro í mikilvægum 4-1 sigri á Gefle. Þar með komst Örebro í burtu frá fallsætunum og er með 23 stig í 10. sæti en Gefle er í 14. sæti með 18 stig. Skövde AIK, lið Stefans Ljubicic, tapaði hins vegar á heimavelli gegn Helsingborg, 3-1, og er í 15. og næstneðsta sæti með 18 stig. Liðin í 13. og 14. sæti fara í fallumspil en neðstu tvö liðin falla. Davíð lagði upp mark í Póllandi Í pólsku úrvalsdeildinni lagði Davíð Kristján Ólafsson upp fyrsta mark Cracovia sem vann 4-2 sigur á Jagiellonia Bialystok. Cracovia er sem stendur á toppi deildarinnar með 10 stig eftir fimm leiki en næstu lið eiga öll leik til góða. Loks gerðu OB og Bröndby, lið Hafrúnar Rakelar Halldórsdóttur, markalaust jafntefli í dönsku úrvalsdeildinni. Þetta var annar leikur Bröndby á tímabilinu en liðið tapaði 3-0 á heimavelli fyrir Fortuna Hjörring í fyrsta leik. Norski boltinn Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Háloftafugl og fjölhæf stór stelpa til Keflavíkur - myndband Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Selma sneri í lok síðasta mánaðar aftur til Rosenborg í Noregi, frá Þýskalandi, og hún skoraði fyrra mark liðsins í 2-0 sigri á Brann í dag, strax á fjórðu mínútu. Markið var algjör bomba af 25 metra færi, samkvæmt lýsingu Nettavisen, í stöng og inn. Ásdís Karen Halldórsdóttir var einnig á ferðinni í Noregi, með liði LSK, og spilaði 90 mínútur í markalausu jafntefli við Kolbotn á útivelli. Rosenborg er í 2. sæti deildarinnar með 37 stig og nú með sex stiga forskot á Brann, en enn langt á eftir toppliði Vålerenga. LSK er með 28 stig í 4. sæti. Sjáðu Ísak skora gegn Malmö Í Svíþjóð skoraði Ísak Andri laglegt mark gegn toppliði Malmö og kom Norrköping yfir, en Malmö vann þó leikinn að lokum 2-1. Mark Ísaks má sjá hér að neðan. Ísak Andri Sigurgeirsson! IFK Norrköping tar ledningen borta mot Malmö FF ⚪🔵📲 Se matchen på Max och Kanal 5 pic.twitter.com/tOIxQ5AUYY— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) August 17, 2024 Ísak var í byrjunarliði Norrköping líkt og Arnór Ingvi Traustason, en liðið er í 11. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 23 stig eftir 18 leiki. Í næstefstu deild Svíþjóðar lék Valgeir Valgeirsson allan leikinn fyrir Örebro í mikilvægum 4-1 sigri á Gefle. Þar með komst Örebro í burtu frá fallsætunum og er með 23 stig í 10. sæti en Gefle er í 14. sæti með 18 stig. Skövde AIK, lið Stefans Ljubicic, tapaði hins vegar á heimavelli gegn Helsingborg, 3-1, og er í 15. og næstneðsta sæti með 18 stig. Liðin í 13. og 14. sæti fara í fallumspil en neðstu tvö liðin falla. Davíð lagði upp mark í Póllandi Í pólsku úrvalsdeildinni lagði Davíð Kristján Ólafsson upp fyrsta mark Cracovia sem vann 4-2 sigur á Jagiellonia Bialystok. Cracovia er sem stendur á toppi deildarinnar með 10 stig eftir fimm leiki en næstu lið eiga öll leik til góða. Loks gerðu OB og Bröndby, lið Hafrúnar Rakelar Halldórsdóttur, markalaust jafntefli í dönsku úrvalsdeildinni. Þetta var annar leikur Bröndby á tímabilinu en liðið tapaði 3-0 á heimavelli fyrir Fortuna Hjörring í fyrsta leik.
Norski boltinn Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Háloftafugl og fjölhæf stór stelpa til Keflavíkur - myndband Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira