Vaxtalækkun eða neyðarlög Ragnar Þór Ingólfsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifa 16. ágúst 2024 15:31 Það er staðreynd sem engin getur lengur neitað, að með vaxtastefnu sinni er Seðlabankinn að kæfa heimili og fyrirtæki landsins og það er kominn tími til að þau fái að ná andanum aftur. Þau hafa borið nægar byrðar og bankarnir grætt nóg. Hingað og ekki lengra. Ársverðbólga dansar nú í kringum 6% og er svipuð og hún var í ársbyrjun 2022. Þá voru meginvextir Seðlabanka Íslands 2% en hafa síðan hækkað í 9,25% þar sem þeir hafa nú staðið í 12 mánuði þrátt fyrir að verðbólgan hafi lækkað um rúm 40% frá því að hún náði hámarki í febrúar 2023. Seðlabankinn er fyrir löngu komin á algjörar villigötur með hávaxtastefnu sinni sem ekki stenst nokkra skoðun auk þess að valda heimilum og fyrirtækjum landsins stórfelldum skaða, sem þau verða lengi að jafna sig á. Húsnæðisverð hefur verið stærsti drifkraftur verðbólgunnar og eina leiðin til að halda aftur af hækkun þess er að auka framboð húsnæðis. Vegna íþyngjandi fjármagnskostnaðar hefur þvert á móti dregið úr nýbyggingum og vaxtastefnan þannig beinlínis farin að vinna gegn tilgangi sínum. Vaxtahækkanir skaðlegar og auka á vandann Seðlabankinn er á algjörum villigötum. Það er ekki bara okkar skoðun heldur hefur ekki ómerkari maður en Dr. Joseph Stiglitz nóbelsverðlaunahafi í hagfræði tekið undir það. Í viðtali á RÚV í mars á þessu ári staðfesti hann ALLT sem við höfum sagt í gagnrýni okkar á grimmilegar aðgerðir Seðlabankans gegn verðbólgunni, sem svo til eingöngu hafa falist í vaxtahækkunum. Vaxtahækkunum sem hafa bitnað verst á þeim sem mest skulda og minnst eiga og valdið bæði örvæntingu og svefnlausum nóttum hjá þúsundum heimila. Við höfum ekki tölu á þeim skiptum sem við höfum bent á að verðbólgan á Íslandi sé EKKI heimilum landsins að kenna frá því að vaxtabrjálæði Seðlabankans hófst og varað við að það myndi því ekki skila neinu að leggja allar þessar byrðar á venjulegt fólk, nema festa þau í langvarandi fjárhagskreppu. Við höfum einnig bent á að hvernig þessar vaxtahækkanir frysta nær algjörlega alla uppbyggingu á húsnæðismarkaði, sem er verulega alvarlegt og algjörlega á skjön við markmið ríkisstjórnarinnar um fjölgun íbúða. En engu að síður, svo fáránlegt sem það er, hefur það verið sérstakt markmið Seðlabankans að draga úr uppbyggingu á húsnæði, þrátt fyrir viðvarandi húsnæðisskort, ef trúa á orðum varaseðlabankastjóra, sem hann lét falla á opnum fundi Efnahags- og viðskiptanefndar síðasta vetur. Það hefur líka blasað við að fyrirtækin myndu að sjálfsögðu velta auknum vaxtakostnaði beint út í verðlagið og auka þannig á verðbólguna. En aðspurður mótmælti Seðlabankastjóri þessu og sagði að hann hefði ekki áhyggjur af því, hann tryði ekki að þau myndu gera það(!). Hagnaður stórfyrirtækja sýnir ótvírætt fram á að Seðlabankastjóri hafði algjörlega rangt fyrir sér og það er fyrir löngu kominn tími til að hætta þessari tilraunmennsku með vaxtahækkanir! Ef draga má boðskap Nóbelsverðlaunahafans Dr. Joseph Stiglitz saman, eru skilaboð hans að annars vegar hafi Seðlabankar heims of þrönga sýn á verðbólguna og að hins vegar hafi þeir aukið á vandann með vaxtahækkunum sínum, auk þess sem hann sagði að þó að verðbólgan færi vissulega lækkandi, þá væri það ekki aðgerðum Seðlabanka að þakka, þessi verðbólga hefði alltaf verið að lækka núna hvort eð er. Spurningin sem hlýtur að vakna er hvort Seðlabankinn sé búin að leiða öll þessi ósköp yfir heimili og efnahag landsins, algjörlega að óþörfu? Þó að hagfræði sé ekki vísindagrein heldur byggi frekar á ágiskunum en nokkru öðru þannig að menn geti verið ósammála um leiðir, þá þarf Seðlabankinn að vera algjörlega 100% viss í sinni sök til að geta með einhverju móti réttlætt þá aðferðafræði sem hann hefur beitt. Hann getur ekki verið það, og þegar Nóbelsverðlaunahafi heldur því fram að hann sé á rangri leið er kominn ástæða til að grípa í neyðarhemilinn. Ef ekki vaxtalækkun, þá neyðarlög! Í næstu viku þarf myndarlega lækkun vaxta. Núna dugar ekki einhver „aumingjaleg“ lækkun upp á brot úr prósentustigum. Ef koma á í veg fyrir að illa fari, þarf að lækka vexti myndarlega strax, því það tekur langan tíma fyrir áhrif vaxtaákvarðana að koma fram hvort sem þær eru til hækkunar eða lækkunar. Verði það ekki raunin þarf ríkisstjórnin að grípa til neyðarlaga. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar getur ekki setið aðgerðarlaus hjá. Með fullri virðingu fyrir sjálfstæði Seðlabankans þá hefur hann ekki leyfi til fórna heimilum landsins og valda þeim langvarandi kreppu sem sumir munu aldrei ná sér upp úr. Við erum að tala um líf fólks hér, og það hefur engin leyfi til að spila með líf tugþúsunda með þeim hætti sem Seðlabankinn hefur gert með fullum stuðningi ríkisstjórnarinnar. Skylda ríkisstjórnarinnar til að verja heimili landsins, hlýtur að trompa „sjálfstæði Seðlabankans“ og lækki hann ekki vexti krefjumst við þess að Alþingi verði kallað saman án tafar og sett neyðarlög með skýrri áætlun um lækkun vaxta niður í a.m.k 6% á næsta 6 mánuðum. Það væri góð byrjun! Af 50 milljón króna láni þýða: • 10,75% útlánsvextir 448.000 krónur í vaxtagreiðslur á mánuði. • 8% útlánsvextir 333.000 krónur í vaxtagreiðslur á mánuði. • 6% útlánsvextir 250.000 krónur í vaxtagreiðslur á mánuði. Hvert prósentustig kostar 42.000 krónur á mánuði og það munar hvert heimili um minna. Það þarf að leysa heimilin úr snörunni áður en þau kafna og haldi Seðlabankinn áfram á sömu braut, VERÐUR ríkisstjórn Íslands að grípa í taumanna. Ef ekki vaxtalækkun, þá neyðarlög! Við krefjumst lægri vaxta strax! Ásthildur Lóa er þingmaður Flokks fólksins og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Ragnar Þór er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Ásthildur Lóa Þórsdóttir Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er staðreynd sem engin getur lengur neitað, að með vaxtastefnu sinni er Seðlabankinn að kæfa heimili og fyrirtæki landsins og það er kominn tími til að þau fái að ná andanum aftur. Þau hafa borið nægar byrðar og bankarnir grætt nóg. Hingað og ekki lengra. Ársverðbólga dansar nú í kringum 6% og er svipuð og hún var í ársbyrjun 2022. Þá voru meginvextir Seðlabanka Íslands 2% en hafa síðan hækkað í 9,25% þar sem þeir hafa nú staðið í 12 mánuði þrátt fyrir að verðbólgan hafi lækkað um rúm 40% frá því að hún náði hámarki í febrúar 2023. Seðlabankinn er fyrir löngu komin á algjörar villigötur með hávaxtastefnu sinni sem ekki stenst nokkra skoðun auk þess að valda heimilum og fyrirtækjum landsins stórfelldum skaða, sem þau verða lengi að jafna sig á. Húsnæðisverð hefur verið stærsti drifkraftur verðbólgunnar og eina leiðin til að halda aftur af hækkun þess er að auka framboð húsnæðis. Vegna íþyngjandi fjármagnskostnaðar hefur þvert á móti dregið úr nýbyggingum og vaxtastefnan þannig beinlínis farin að vinna gegn tilgangi sínum. Vaxtahækkanir skaðlegar og auka á vandann Seðlabankinn er á algjörum villigötum. Það er ekki bara okkar skoðun heldur hefur ekki ómerkari maður en Dr. Joseph Stiglitz nóbelsverðlaunahafi í hagfræði tekið undir það. Í viðtali á RÚV í mars á þessu ári staðfesti hann ALLT sem við höfum sagt í gagnrýni okkar á grimmilegar aðgerðir Seðlabankans gegn verðbólgunni, sem svo til eingöngu hafa falist í vaxtahækkunum. Vaxtahækkunum sem hafa bitnað verst á þeim sem mest skulda og minnst eiga og valdið bæði örvæntingu og svefnlausum nóttum hjá þúsundum heimila. Við höfum ekki tölu á þeim skiptum sem við höfum bent á að verðbólgan á Íslandi sé EKKI heimilum landsins að kenna frá því að vaxtabrjálæði Seðlabankans hófst og varað við að það myndi því ekki skila neinu að leggja allar þessar byrðar á venjulegt fólk, nema festa þau í langvarandi fjárhagskreppu. Við höfum einnig bent á að hvernig þessar vaxtahækkanir frysta nær algjörlega alla uppbyggingu á húsnæðismarkaði, sem er verulega alvarlegt og algjörlega á skjön við markmið ríkisstjórnarinnar um fjölgun íbúða. En engu að síður, svo fáránlegt sem það er, hefur það verið sérstakt markmið Seðlabankans að draga úr uppbyggingu á húsnæði, þrátt fyrir viðvarandi húsnæðisskort, ef trúa á orðum varaseðlabankastjóra, sem hann lét falla á opnum fundi Efnahags- og viðskiptanefndar síðasta vetur. Það hefur líka blasað við að fyrirtækin myndu að sjálfsögðu velta auknum vaxtakostnaði beint út í verðlagið og auka þannig á verðbólguna. En aðspurður mótmælti Seðlabankastjóri þessu og sagði að hann hefði ekki áhyggjur af því, hann tryði ekki að þau myndu gera það(!). Hagnaður stórfyrirtækja sýnir ótvírætt fram á að Seðlabankastjóri hafði algjörlega rangt fyrir sér og það er fyrir löngu kominn tími til að hætta þessari tilraunmennsku með vaxtahækkanir! Ef draga má boðskap Nóbelsverðlaunahafans Dr. Joseph Stiglitz saman, eru skilaboð hans að annars vegar hafi Seðlabankar heims of þrönga sýn á verðbólguna og að hins vegar hafi þeir aukið á vandann með vaxtahækkunum sínum, auk þess sem hann sagði að þó að verðbólgan færi vissulega lækkandi, þá væri það ekki aðgerðum Seðlabanka að þakka, þessi verðbólga hefði alltaf verið að lækka núna hvort eð er. Spurningin sem hlýtur að vakna er hvort Seðlabankinn sé búin að leiða öll þessi ósköp yfir heimili og efnahag landsins, algjörlega að óþörfu? Þó að hagfræði sé ekki vísindagrein heldur byggi frekar á ágiskunum en nokkru öðru þannig að menn geti verið ósammála um leiðir, þá þarf Seðlabankinn að vera algjörlega 100% viss í sinni sök til að geta með einhverju móti réttlætt þá aðferðafræði sem hann hefur beitt. Hann getur ekki verið það, og þegar Nóbelsverðlaunahafi heldur því fram að hann sé á rangri leið er kominn ástæða til að grípa í neyðarhemilinn. Ef ekki vaxtalækkun, þá neyðarlög! Í næstu viku þarf myndarlega lækkun vaxta. Núna dugar ekki einhver „aumingjaleg“ lækkun upp á brot úr prósentustigum. Ef koma á í veg fyrir að illa fari, þarf að lækka vexti myndarlega strax, því það tekur langan tíma fyrir áhrif vaxtaákvarðana að koma fram hvort sem þær eru til hækkunar eða lækkunar. Verði það ekki raunin þarf ríkisstjórnin að grípa til neyðarlaga. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar getur ekki setið aðgerðarlaus hjá. Með fullri virðingu fyrir sjálfstæði Seðlabankans þá hefur hann ekki leyfi til fórna heimilum landsins og valda þeim langvarandi kreppu sem sumir munu aldrei ná sér upp úr. Við erum að tala um líf fólks hér, og það hefur engin leyfi til að spila með líf tugþúsunda með þeim hætti sem Seðlabankinn hefur gert með fullum stuðningi ríkisstjórnarinnar. Skylda ríkisstjórnarinnar til að verja heimili landsins, hlýtur að trompa „sjálfstæði Seðlabankans“ og lækki hann ekki vexti krefjumst við þess að Alþingi verði kallað saman án tafar og sett neyðarlög með skýrri áætlun um lækkun vaxta niður í a.m.k 6% á næsta 6 mánuðum. Það væri góð byrjun! Af 50 milljón króna láni þýða: • 10,75% útlánsvextir 448.000 krónur í vaxtagreiðslur á mánuði. • 8% útlánsvextir 333.000 krónur í vaxtagreiðslur á mánuði. • 6% útlánsvextir 250.000 krónur í vaxtagreiðslur á mánuði. Hvert prósentustig kostar 42.000 krónur á mánuði og það munar hvert heimili um minna. Það þarf að leysa heimilin úr snörunni áður en þau kafna og haldi Seðlabankinn áfram á sömu braut, VERÐUR ríkisstjórn Íslands að grípa í taumanna. Ef ekki vaxtalækkun, þá neyðarlög! Við krefjumst lægri vaxta strax! Ásthildur Lóa er þingmaður Flokks fólksins og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Ragnar Þór er formaður VR.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun