Ósáttur við að fyrrum eigandi Skagans 3X standi í vegi endurreisnar Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2024 14:36 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir gjaldþrot Skagans 3X hnefahögg fyrir samfélagið á Akranesi og furðar sig á hvers vegna ekki var hægt að semja til þess að halda starfseminni gangandi með nýjum eigendum. Stöð 2/Einar Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir fyrrum eigendur fyrirtækisins Skagans 3X skulda Skagamönnum skýringar á því hvað hafi komið í veg fyrir að hægt væri að semja um sölu á eignum til aðila sem voru áhugasamir um að halda starfseminni áfram. Skaginn 3X, hátæknifyrirtæki sem framleiddi tæki til matvælaframleiðslu, varð gjaldþrota og öllum 128 starfsmönnum þess sagt upp í byrjun júlí. Fyrirtækið var einn stærsti vinnustaðurinn á Akranesi. Skömmu eftir gjaldþrotið greindi Helgi Jóhannesson, skiptastjóri þrotabúsins, frá því að tilboð hefði borist í eignir þess. Það var háð ýmsum skilyrðum, þar á meðal kaupum á fasteignum sem þrotabúið átti ekki. Helgi sagði RÚV í dag að þau áform væru farin út um þúfur og að nú væri stefnt að því að selja eignir þrotabúsins í bútum. Við það er Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, afar ósáttur. Hann sagðist í færslu á Facebook hafa fyrir því heimildir að fjársterkir aðilar úr sjávarútvegi og iðnaði hafi gert tilboðið í þrotabúið og að þeir hafi haft áhuga á að endurreisa Skagann 3X. Fjölskylda Ingólfs Árnasonar, fyrrum eiganda Skagans 3X, hafi hins vegar hafnað tilboði um kaup fjárfestanna á fasteignum sem voru forsenda þess að reisa fyrirtækið upp frá dauðum. Sagði hann fjölskylduna skulda bæjarbúum svör um hvers vegna tilboðinu hefði verið hafnað. „Ég ætla að leyfa mér að segja að það er ekki og á ekki að vera einkamál fjölskyldu Ingólfs Árnasonar og annarra hvað varð þess valdandi að ekki tókst að endurreisa fyrirtækið enda liggur lífsviðurværi 128 fjölskyldna undir sem og gríðarlegt tekjufall fyrir Akraneskaupstað sem klárlega mun bitna á velferð bæjarbúa,“ segir í færslu Vilhjálms sem telur ákvörðunina óskiljanlega. „Græðgi, óbilgirni eða er það eitthvað annað?“ Um gríðarlegt hagsmunamál fyrir Akranesbæ og íbúa hans er að ræða, að sögn Vilhjálms. Bærinn horfi fram á að tapa yfir 400 milljónum króna af útsvarstekjum, um 6,5 prósent af tekjum bæjarins. Krefst hann þess að upplýst verði um hvað varð þess valdandi að ekki var hægt að semja um framtíð fyrir Skagann 3X. „Er það græðgi, óbilgirni eða er það eitthvað annað? Hins vegar eru það eru engir aðrir en þeir sem þekkja alla þræði þessara samningaviðræðna sem geta svarað því. Þær upplýsingar og svör við þessum spurningum eigum við Akurnesingar svo sannarlega rétt á að fá,“ skrifar Vilhjálmur. Akranes Stéttarfélög Gjaldþrot Gjaldþrot Skagans 3X Mest lesið Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Skaginn 3X, hátæknifyrirtæki sem framleiddi tæki til matvælaframleiðslu, varð gjaldþrota og öllum 128 starfsmönnum þess sagt upp í byrjun júlí. Fyrirtækið var einn stærsti vinnustaðurinn á Akranesi. Skömmu eftir gjaldþrotið greindi Helgi Jóhannesson, skiptastjóri þrotabúsins, frá því að tilboð hefði borist í eignir þess. Það var háð ýmsum skilyrðum, þar á meðal kaupum á fasteignum sem þrotabúið átti ekki. Helgi sagði RÚV í dag að þau áform væru farin út um þúfur og að nú væri stefnt að því að selja eignir þrotabúsins í bútum. Við það er Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, afar ósáttur. Hann sagðist í færslu á Facebook hafa fyrir því heimildir að fjársterkir aðilar úr sjávarútvegi og iðnaði hafi gert tilboðið í þrotabúið og að þeir hafi haft áhuga á að endurreisa Skagann 3X. Fjölskylda Ingólfs Árnasonar, fyrrum eiganda Skagans 3X, hafi hins vegar hafnað tilboði um kaup fjárfestanna á fasteignum sem voru forsenda þess að reisa fyrirtækið upp frá dauðum. Sagði hann fjölskylduna skulda bæjarbúum svör um hvers vegna tilboðinu hefði verið hafnað. „Ég ætla að leyfa mér að segja að það er ekki og á ekki að vera einkamál fjölskyldu Ingólfs Árnasonar og annarra hvað varð þess valdandi að ekki tókst að endurreisa fyrirtækið enda liggur lífsviðurværi 128 fjölskyldna undir sem og gríðarlegt tekjufall fyrir Akraneskaupstað sem klárlega mun bitna á velferð bæjarbúa,“ segir í færslu Vilhjálms sem telur ákvörðunina óskiljanlega. „Græðgi, óbilgirni eða er það eitthvað annað?“ Um gríðarlegt hagsmunamál fyrir Akranesbæ og íbúa hans er að ræða, að sögn Vilhjálms. Bærinn horfi fram á að tapa yfir 400 milljónum króna af útsvarstekjum, um 6,5 prósent af tekjum bæjarins. Krefst hann þess að upplýst verði um hvað varð þess valdandi að ekki var hægt að semja um framtíð fyrir Skagann 3X. „Er það græðgi, óbilgirni eða er það eitthvað annað? Hins vegar eru það eru engir aðrir en þeir sem þekkja alla þræði þessara samningaviðræðna sem geta svarað því. Þær upplýsingar og svör við þessum spurningum eigum við Akurnesingar svo sannarlega rétt á að fá,“ skrifar Vilhjálmur.
Akranes Stéttarfélög Gjaldþrot Gjaldþrot Skagans 3X Mest lesið Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira