Trump gerði lítið úr æðstu heiðursorðu bandarískra hermanna Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2024 11:51 Trump þegar hann sæmdi Miriam Adelson frelsisorðu forseta árið 2018. Adelson var eiginkona milljarðamæringings Sheldon Adelson sem styrkti framboð Trump. Vísir/EPA Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, lýsti heiðursorðu sem hann sæmdi fjárhagslegan bakhjarl sinn sem betri en æðstu heiðursorðu sem bandarískir hermenn geta hlotið. Hermenn fá orðuna fyrir að hætta lífi sínu við hetjudáðir í stríði. Ummælin lét Trump falla á viðburði í golfklúbbi sínum í New Jersey í gær eftir að Miriam Adelson kynnti hann. Adelson er ekkja Sheldons Adelson, milljarðamærings sem styrkti framboð Trump til forseta. Trump sæmdi Miriam Adelson frelsisorðu Bandaríkjaforseta (e. Presidential Medal of Freedom), æðstu borgaralegu heiðursorðu Bandaríkjanna, árið 2018. „Þetta eru æðstu verðlaun sem þú getur fengið sem óbreyttur borgari. Þetta jafnast á við heiðursorði þingsins. En borgaralega útgáfun er í rauninni miklu betri því allir sem fá heiðursorðu þingsins eru hermenn. Þeir eru annað hvort mjög illa haldnir vegna þess að þeir hafa orðið fyrir svo mörgum byssukúlum eða þeir eru dauðir,“ sagði Trump. „Hún fékk hana og hún er heilbrigð, falleg kona, og þær eru lagðar að jöfnu,“ hélt Trump áfram um samanburðinn á milli borgaralegu heiðursorðunnar og þeirrar sem er veitt hermönnum fyrir þrekvirki á vígvellinum. Trump: When we gave her the Presidential Medal of Freedom… It’s the equivalent of the Congressional Medal of Honor— it’s actually much better because everyone who gets the Congressional Medal, they’re soldiers. They’re either in very bad shape because they’ve been hit so many… pic.twitter.com/a766KxAC2e— Acyn (@Acyn) August 16, 2024 Veitt fyrir að hætta lífi og limum til að bjarga öðrum Heiðursorðan (e. Medal of Honor) sem Trump vísaði til sem heiðursorðu þingsins eru veitt hermönnum fyrir hugumprýði og óttaleysi sem stefnir lífi þeirra sjálfra í hættu og er umfram það sem skyldan býður þeim. NBC-fréttastofan segir að þeir sem hljóta orðuna verði að hafa barist á vígvellinum fyrir hönd Bandaríkjanna gegn erlendum óvini en engar kröfur séu um að orðuhafar særist í stríði. Alls hafa 3.519 hermenn hlotið heiðursorðuna frá árinu 1861, þar á meðal 472 í síðari heimsstyrjöldinni. Sextíu heiðursorðuhafar eru enn á lífi. Á meðal þeirra hetjudáða sem orðuhafar hafa verið heiðraðir fyrir er að hætta lífi sínu til þess að bjarga félögum eða óbeyttum borgurum. Miriam Adelson hlaut frelsisorðu forseta fyrir störf sín sem læknir og fjáröflun fyrir meðferðarstöðvar við fíknivanda. Kallaði fallna hermenn „flón“ og „minnipokamenn“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump gerir lítið úr bandarískum hermönnum. Þegar hann heimsótti Frakkland til þess að minnast þess að öld væri liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar er hann sagður hafa lýst föllnum bandarískum hermönnum sem „flónum“ og „minnipokamönnum“. Hann neitaði að vitja grafreits bandarískra hermanna í heimsókninni. John Kelly, skrifstofustjóri Hvíta hússins á seinni hluta kjörtímabils Trump sem forseta, staðfesti síðar að Trump hefði látið slík ummæli falla. Forsetinn hefði heldur ekki viljað láta sjást með hermönnum sem höfð misst útlimi vegna þess að það liti illa út fyrir hann. Trump komst sjálfur ítrekað hjá herkvaðningu í Víetnamstríðinu, meðal annars með læknisvottorði vegna hælbeinsspora. Sjálfur lýsti hann því síðar að hans „Víetnam“ hefði verið að komast hjá kynsjúkdómum þegar hann var einhleypur í New York á 10. áratugnum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hernaður Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Ummælin lét Trump falla á viðburði í golfklúbbi sínum í New Jersey í gær eftir að Miriam Adelson kynnti hann. Adelson er ekkja Sheldons Adelson, milljarðamærings sem styrkti framboð Trump til forseta. Trump sæmdi Miriam Adelson frelsisorðu Bandaríkjaforseta (e. Presidential Medal of Freedom), æðstu borgaralegu heiðursorðu Bandaríkjanna, árið 2018. „Þetta eru æðstu verðlaun sem þú getur fengið sem óbreyttur borgari. Þetta jafnast á við heiðursorði þingsins. En borgaralega útgáfun er í rauninni miklu betri því allir sem fá heiðursorðu þingsins eru hermenn. Þeir eru annað hvort mjög illa haldnir vegna þess að þeir hafa orðið fyrir svo mörgum byssukúlum eða þeir eru dauðir,“ sagði Trump. „Hún fékk hana og hún er heilbrigð, falleg kona, og þær eru lagðar að jöfnu,“ hélt Trump áfram um samanburðinn á milli borgaralegu heiðursorðunnar og þeirrar sem er veitt hermönnum fyrir þrekvirki á vígvellinum. Trump: When we gave her the Presidential Medal of Freedom… It’s the equivalent of the Congressional Medal of Honor— it’s actually much better because everyone who gets the Congressional Medal, they’re soldiers. They’re either in very bad shape because they’ve been hit so many… pic.twitter.com/a766KxAC2e— Acyn (@Acyn) August 16, 2024 Veitt fyrir að hætta lífi og limum til að bjarga öðrum Heiðursorðan (e. Medal of Honor) sem Trump vísaði til sem heiðursorðu þingsins eru veitt hermönnum fyrir hugumprýði og óttaleysi sem stefnir lífi þeirra sjálfra í hættu og er umfram það sem skyldan býður þeim. NBC-fréttastofan segir að þeir sem hljóta orðuna verði að hafa barist á vígvellinum fyrir hönd Bandaríkjanna gegn erlendum óvini en engar kröfur séu um að orðuhafar særist í stríði. Alls hafa 3.519 hermenn hlotið heiðursorðuna frá árinu 1861, þar á meðal 472 í síðari heimsstyrjöldinni. Sextíu heiðursorðuhafar eru enn á lífi. Á meðal þeirra hetjudáða sem orðuhafar hafa verið heiðraðir fyrir er að hætta lífi sínu til þess að bjarga félögum eða óbeyttum borgurum. Miriam Adelson hlaut frelsisorðu forseta fyrir störf sín sem læknir og fjáröflun fyrir meðferðarstöðvar við fíknivanda. Kallaði fallna hermenn „flón“ og „minnipokamenn“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump gerir lítið úr bandarískum hermönnum. Þegar hann heimsótti Frakkland til þess að minnast þess að öld væri liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar er hann sagður hafa lýst föllnum bandarískum hermönnum sem „flónum“ og „minnipokamönnum“. Hann neitaði að vitja grafreits bandarískra hermanna í heimsókninni. John Kelly, skrifstofustjóri Hvíta hússins á seinni hluta kjörtímabils Trump sem forseta, staðfesti síðar að Trump hefði látið slík ummæli falla. Forsetinn hefði heldur ekki viljað láta sjást með hermönnum sem höfð misst útlimi vegna þess að það liti illa út fyrir hann. Trump komst sjálfur ítrekað hjá herkvaðningu í Víetnamstríðinu, meðal annars með læknisvottorði vegna hælbeinsspora. Sjálfur lýsti hann því síðar að hans „Víetnam“ hefði verið að komast hjá kynsjúkdómum þegar hann var einhleypur í New York á 10. áratugnum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hernaður Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira