„Þetta er aðeins meira en bara fótboltaleikur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. ágúst 2024 11:01 Kristín Dís Árnadóttir er snúin aftur til uppeldisfélagsins Breiðabliks og stefnir á bikartitilinn sem hún hampaði þegar hún var þar síðast. Kristín Dís Árnadóttir er nýsnúin aftur til sinna heimahaga í Kópavogi og verður í liði Breiðabliks gegn Val í kvöld. Hún settist niður með móður sinni og sérfræðingum Stöðvar 2 Sports og hitaði upp fyrir bikarúrslitaleikinn. Sóknarmaður sem færðist neðar Kristín Dís byrjaði að æfa fótbolta kornung, aðeins þriggja ára gömul. Hún fylgdi stóru systur sinni, Ástu Eir Árnadóttur fyrirliða Breiðabliks, og fékk að æfa upp fyrir sig því á þeim tíma náði yngri flokka starfið ekki nema niður í 6. flokk. Á æskuárunum var Kristín Dís sóknarmaður, frammi og á kantinum alveg upp í 4. flokk. Hún færði sig svo með árunum neðar og neðar á völlinn. Fyrst sem miðjumaður, svo djúpur miðjumaður og er í dag harðkjarna hafsent, sem henni þykir skemmtilegast af öllu, þó hún spili vissulega oft sem bakvörður líka. Kristín #18 gat fagnað 4-2 sigri gegn Þór/KA þegar hún spilaði síðustu helgi sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik síðan 2021. Fjórði Mjólkurbikarinn? Hún verður í liði Breiðabliks í bikarúrslitaleiknum gegn Val í kvöld. Breiðablik er þar að leika sinn fjórða bikarúrslitaleik í röð. Blikar unnu síðast bikar árið 2021, 4-0 sigur gegn Þrótti sem var þá þjálfað af Nik Chamberlain en hann stýrir Breiðabliki í dag. Kristín fagnaði þá sínum þriðja bikarmeistaratitli eftir að hafa einnig unnið 2016 og 2018. Hún fluttist svo til Bröndby eftir tímabilið. Hún segir liðið spennt að leika aftur til úrslita og tap Breiðabliks gegn Víkingi í fyrra situr ekki í þeim. „Að fara á Laugardalsvöll er bara risa dæmi, þetta er aðeins meira en bara fótboltaleikur. Ógeðslega gaman og umræðan í klefanum hefur ekkert verið um leikinn í fyrra svo ég viti af,“ sagði Kristín. Kristín Dís og Ásta Eir Árnadætur fagna bikartitlinum 2018. Áslaug Munda með mjólkina. Hefur heyrt að það verði góð stemning Aðeins meira en bara fótboltaleikur að hennar sögn, en mikilvægt að halda sömu rútínu og fyrir alla leiki. „Maður reynir að halda í sömu rútínu og fara inn í þennan leik eins og hvern annan. En auðvitað er þetta risastórt, gaman að koma á Laugardalsvöll, vera á grasi og vonandi verður góð stemning… og af því sem ég hef heyrt þá verður mjög góð stemning. Við vorum með opna æfingu í vikunni og fengum fullt af krökkum, svo á að vera fjölskylduhátíð [í Þróttarheimilinu rétt hjá Laugardalsvelli]. Allir á völlinn, allir í grænu og ég held að það verði þvílík stemning.“ Klippa: Besta upphitunin fyrir 17. umferð Upphitunarþáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix. Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Sóknarmaður sem færðist neðar Kristín Dís byrjaði að æfa fótbolta kornung, aðeins þriggja ára gömul. Hún fylgdi stóru systur sinni, Ástu Eir Árnadóttur fyrirliða Breiðabliks, og fékk að æfa upp fyrir sig því á þeim tíma náði yngri flokka starfið ekki nema niður í 6. flokk. Á æskuárunum var Kristín Dís sóknarmaður, frammi og á kantinum alveg upp í 4. flokk. Hún færði sig svo með árunum neðar og neðar á völlinn. Fyrst sem miðjumaður, svo djúpur miðjumaður og er í dag harðkjarna hafsent, sem henni þykir skemmtilegast af öllu, þó hún spili vissulega oft sem bakvörður líka. Kristín #18 gat fagnað 4-2 sigri gegn Þór/KA þegar hún spilaði síðustu helgi sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik síðan 2021. Fjórði Mjólkurbikarinn? Hún verður í liði Breiðabliks í bikarúrslitaleiknum gegn Val í kvöld. Breiðablik er þar að leika sinn fjórða bikarúrslitaleik í röð. Blikar unnu síðast bikar árið 2021, 4-0 sigur gegn Þrótti sem var þá þjálfað af Nik Chamberlain en hann stýrir Breiðabliki í dag. Kristín fagnaði þá sínum þriðja bikarmeistaratitli eftir að hafa einnig unnið 2016 og 2018. Hún fluttist svo til Bröndby eftir tímabilið. Hún segir liðið spennt að leika aftur til úrslita og tap Breiðabliks gegn Víkingi í fyrra situr ekki í þeim. „Að fara á Laugardalsvöll er bara risa dæmi, þetta er aðeins meira en bara fótboltaleikur. Ógeðslega gaman og umræðan í klefanum hefur ekkert verið um leikinn í fyrra svo ég viti af,“ sagði Kristín. Kristín Dís og Ásta Eir Árnadætur fagna bikartitlinum 2018. Áslaug Munda með mjólkina. Hefur heyrt að það verði góð stemning Aðeins meira en bara fótboltaleikur að hennar sögn, en mikilvægt að halda sömu rútínu og fyrir alla leiki. „Maður reynir að halda í sömu rútínu og fara inn í þennan leik eins og hvern annan. En auðvitað er þetta risastórt, gaman að koma á Laugardalsvöll, vera á grasi og vonandi verður góð stemning… og af því sem ég hef heyrt þá verður mjög góð stemning. Við vorum með opna æfingu í vikunni og fengum fullt af krökkum, svo á að vera fjölskylduhátíð [í Þróttarheimilinu rétt hjá Laugardalsvelli]. Allir á völlinn, allir í grænu og ég held að það verði þvílík stemning.“ Klippa: Besta upphitunin fyrir 17. umferð Upphitunarþáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix.
Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira