Rússar saka Nató og Vesturlönd um aðild að áhlaupi Úkraínumanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. ágúst 2024 08:29 Úkraínskir hermenn snúa aftur frá Rússlandi. AP/Evgeniy Maloletka Nikolai Patrushev, einn talsmanna stjórnvalda í Moskvu, sagði í samtali við dagblaðið Izvestia í gær að Atlantshafsbandalagið og Vesturlönd hefðu átt þátt í skipulagningu áhlaups Úkraínumanna inn í Rússland. Talsmenn Hvíta hússins sögðu fyrr í vikunni að stjórnvöld vestanhafs hefðu ekki haft vitneskju um fyrirætlanir Úkraínumanna en Patrushev dregur það í efa. „Fullyrðingar leiðtoga Bandaríkjanna um að þau hafi ekki átt þátt í glæpum Kænugarðs í Kursk-héraði eru ósannar. Án þátttöku þeirra og stuðningi hefðu stjórnvöld í Kænugarði ekki hætt sér inn í Rússland,“ sagði hann. Samkvæmt BBC fékkst það staðfest í gær að Challenger 2 skriðdrekar frá Bretum hefðu verið notaðir í áhlaupinu. Þá sagði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti að hersveitir landsins væru enn í sókn og hefðu náð yfir 80 þéttbýliskjörnum á sitt vald. Neyðarástandi var lýst yfir í Belgorod. Reykur stígur til himins eftir loftárásir Rússa í Sumy-héraði, skammt frá landamærunum.AP/Evgeniy Maloletka Leiðtogar á Vesturlöndum, ekki síst Joe Biden Bandaríkjaforseti, hafa leitast við að styðja Úkraínu án þess að hætta á bein átök við Rússland en sérfræðingar segja sókn Úkraínumanna mögulega munu flækja stöðuna. Reuters greindi frá því í gær að Alexander Lukashenko, forseti Belarús og einn nánasti bandamaður Vladim8ir Pútín Rússlandsforseta, hefði kallað eftir samningaviðræðum milli Rússlands og Úkraínu um að binda enda á átökin milli ríkjanna. Virtist hann hafa áhyggjur af því að átökin gætu breiðst út og haft áhrif á Belarús og sagði að aðeins „háttsettir einstaklingar af bandarískum uppruna“ vildu að stríðið héldi áfram. Vesturlönd væru að hvetja Úkraínumenn áfram þar sem þau vildu sjá Rússland og Úkraínu tortíma hvort öðru. Rússland Úkraína Bandaríkin Belarús Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Talsmenn Hvíta hússins sögðu fyrr í vikunni að stjórnvöld vestanhafs hefðu ekki haft vitneskju um fyrirætlanir Úkraínumanna en Patrushev dregur það í efa. „Fullyrðingar leiðtoga Bandaríkjanna um að þau hafi ekki átt þátt í glæpum Kænugarðs í Kursk-héraði eru ósannar. Án þátttöku þeirra og stuðningi hefðu stjórnvöld í Kænugarði ekki hætt sér inn í Rússland,“ sagði hann. Samkvæmt BBC fékkst það staðfest í gær að Challenger 2 skriðdrekar frá Bretum hefðu verið notaðir í áhlaupinu. Þá sagði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti að hersveitir landsins væru enn í sókn og hefðu náð yfir 80 þéttbýliskjörnum á sitt vald. Neyðarástandi var lýst yfir í Belgorod. Reykur stígur til himins eftir loftárásir Rússa í Sumy-héraði, skammt frá landamærunum.AP/Evgeniy Maloletka Leiðtogar á Vesturlöndum, ekki síst Joe Biden Bandaríkjaforseti, hafa leitast við að styðja Úkraínu án þess að hætta á bein átök við Rússland en sérfræðingar segja sókn Úkraínumanna mögulega munu flækja stöðuna. Reuters greindi frá því í gær að Alexander Lukashenko, forseti Belarús og einn nánasti bandamaður Vladim8ir Pútín Rússlandsforseta, hefði kallað eftir samningaviðræðum milli Rússlands og Úkraínu um að binda enda á átökin milli ríkjanna. Virtist hann hafa áhyggjur af því að átökin gætu breiðst út og haft áhrif á Belarús og sagði að aðeins „háttsettir einstaklingar af bandarískum uppruna“ vildu að stríðið héldi áfram. Vesturlönd væru að hvetja Úkraínumenn áfram þar sem þau vildu sjá Rússland og Úkraínu tortíma hvort öðru.
Rússland Úkraína Bandaríkin Belarús Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira