Býðst að snúa aftur í NFL eftir útlegð Valur Páll Eiríksson skrifar 15. ágúst 2024 13:01 Kaepernick býðst þjálfarastarf hjá fyrrum stjóra sínum, Jim Harbaugh. vísir/getty Colin Kaepernick hefur boðist starf í þjálfarateymi Los Angeles Chargers, undir stjórn fyrrum þjálfara hans Jim Harbaugh. Kaepernick vill sjálfur komast aftur á völlinn sem leikmaður. Kaepernick hefur ekki spilað í NFL-deildinni síðan 2016, þá aðeins 29 ára gamall, sem greinendur vestanhafs segja af pólitískum ástæðum. Kaepernick var leikmaður San Francisco 49ers og meðal betri leikstjórnenda í deildinni þegar hann var leystur undan samningi eftir að hafa sent ítrekað pólitísk skilaboð tengd kynþáttahatri á leikjum. Kaepernick er í dag 36 ára og hefur lýst yfir áhuga á að koma aftur inn í deildina sem leikmaður, þrátt fyrir að hafa ekki spilað í um átta ár. Hann vilji jafnvel taka þátt með bandaríska landsliðinu þegar verður leikið í amerískum fótbolta í fyrsta skipti á Ólympíuleikunum eftir fjögur ár. Ekki hefur heyrst af leikmannasamningum á borði Kaepernick en fyrrum þjálfari hans hjá 49ers, Jim Harbaugh, hefur boðið honum starf í þjálfarateymi sínu. Harbaugh tók í vetur við liði Los Angeles Chargers og greindi frá því í vikunni að hann hefði boðið Kaepernick að koma inn í þjálfarateymi sitt. „Ef það væri einhvern tíma leið sem hann vildi fara held ég að hann yrði frábær þjálfari,“ segir Harbaugh við USA Today. „Við ræddum þetta aðeins og hann er að hugsa málið. Hann ætlaði að vera í sambandi en ég hef ekki heyrt frá honum frekar. Þetta var snemmárs,“ segir Harbaugh. Hvað gerðist hjá Kaepernick? Kaepernick var leikstjórnandi liðs San Francisco 49ers á árunum 2011 til 2016 og þótti á meðal betri leikstjórnanda í NFL-deildinni. Það vakti heimsathygli þegar hann ákvað að sitja, í stað þess að standa líkt og hefð er fyrir, á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna var leikinn fyrir æfingaleik fyrir leiktíðina 2016. Hann kraup þá á kné það sem eftir lifði leiktíðar á meðan þjóðsöngurinn var leikinn, og vildi með því mótmæla kynþáttamismunun, ofbeldi lögreglu og kúgun minnihlutahópa í bandarísku samfélagi. Leiktíðin 2016 var ekki sú besta hjá Kaepernick sökum meiðsla en hann var að henni lokinni látinn fara frá liði San Francisco. Mótmæli hans ollu skautun í bandarísku samfélagi þar sem fólk skiptist í tvær fylkingar. Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, var á meðal þeirra sem sagði að reka ætti alla þá leikmenn sem dirfðust að mótmæla á meðan þjóðsöng Bandaríkjanna stæði. Kaepernick hefur ekki fundið leið inn í NFL-deildina síðan 49ers leysti hann undan samningi og var raunar gerður útlægur. Morgunljóst þykir að fjölmörg félög hefðu getað fundið not fyrir öflugan leikstjórnanda á besta aldri en fjölmargir greinendur vestanhafs segja ástæðu þess að hann hefur ekki fengið að spila síðan vera pólitíska. NFL Tengdar fréttir Kaepernick æfir með Raiders | Sex ár síðan hann var útskúfaður Leikstjórnandinn Colin Kaepernick mun æfa með NFL-liði Las Vegas Raiders í vikunni. Komin eru sex ár síðan Kaepernick var útskúfaður úr deildinni fyrir að krjúpa þegar þjóðsöngurinn var sunginn. 26. maí 2022 11:01 Kallar eftir breytingum í kjölfar enn einnar skotárásarinnar Bandaríska ungstirnið Coco Gauff hvetur til þess að íþróttafólk nýti aðstöðu sína í sviðsljósinu til að berjast fyrir mannréttindum og félagslegum breytingum. Hún kallaði eftir breytingum á byssulöggjöf í Bandaríkjunum á Opna franska meistaramótinu í tennis í gær. 3. júní 2022 14:31 Framkvæmdastjórinn hvetur lið til að ná í leikstjórnandann sem var útskúfaður fyrir þremur árum Framkvæmdastjóri NFL-deildarinnar, hefur gefið út að hann muni styðja þau lið sem hafi áhuga á að fá leikstjórnandann Colin Kaepernick í sínar raðir. 16. júní 2020 16:30 Hrekja lygar um Kaepernick Fulltrúar fyrrum NFL-leikmannsins Colin Kaepernick sendu frá sér yfirlýsingu í gær til þess að koma ákveðnum hlutum á hreint er varðar þennan fyrrum leikstjórnanda San Francisco 49ers. 11. október 2019 23:15 Skammar Colin Kaepernick um leið og hann hrósar Megan Rapinoe Bandaríski fjölmiðlamaðurinn Jason Whitlock er hrifinn af því sem bandaríska knattspyrnukonan Megan Rapinoe er að gera bæði innan sem utan vallar. 2. júlí 2019 13:30 Trump vill reka leikmenn sem mótmæla undir þjóðsöngnum Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, vill að eigendur liða í bandarísku NFL deildinni reki leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum. 23. september 2017 12:30 Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira
Kaepernick hefur ekki spilað í NFL-deildinni síðan 2016, þá aðeins 29 ára gamall, sem greinendur vestanhafs segja af pólitískum ástæðum. Kaepernick var leikmaður San Francisco 49ers og meðal betri leikstjórnenda í deildinni þegar hann var leystur undan samningi eftir að hafa sent ítrekað pólitísk skilaboð tengd kynþáttahatri á leikjum. Kaepernick er í dag 36 ára og hefur lýst yfir áhuga á að koma aftur inn í deildina sem leikmaður, þrátt fyrir að hafa ekki spilað í um átta ár. Hann vilji jafnvel taka þátt með bandaríska landsliðinu þegar verður leikið í amerískum fótbolta í fyrsta skipti á Ólympíuleikunum eftir fjögur ár. Ekki hefur heyrst af leikmannasamningum á borði Kaepernick en fyrrum þjálfari hans hjá 49ers, Jim Harbaugh, hefur boðið honum starf í þjálfarateymi sínu. Harbaugh tók í vetur við liði Los Angeles Chargers og greindi frá því í vikunni að hann hefði boðið Kaepernick að koma inn í þjálfarateymi sitt. „Ef það væri einhvern tíma leið sem hann vildi fara held ég að hann yrði frábær þjálfari,“ segir Harbaugh við USA Today. „Við ræddum þetta aðeins og hann er að hugsa málið. Hann ætlaði að vera í sambandi en ég hef ekki heyrt frá honum frekar. Þetta var snemmárs,“ segir Harbaugh. Hvað gerðist hjá Kaepernick? Kaepernick var leikstjórnandi liðs San Francisco 49ers á árunum 2011 til 2016 og þótti á meðal betri leikstjórnanda í NFL-deildinni. Það vakti heimsathygli þegar hann ákvað að sitja, í stað þess að standa líkt og hefð er fyrir, á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna var leikinn fyrir æfingaleik fyrir leiktíðina 2016. Hann kraup þá á kné það sem eftir lifði leiktíðar á meðan þjóðsöngurinn var leikinn, og vildi með því mótmæla kynþáttamismunun, ofbeldi lögreglu og kúgun minnihlutahópa í bandarísku samfélagi. Leiktíðin 2016 var ekki sú besta hjá Kaepernick sökum meiðsla en hann var að henni lokinni látinn fara frá liði San Francisco. Mótmæli hans ollu skautun í bandarísku samfélagi þar sem fólk skiptist í tvær fylkingar. Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, var á meðal þeirra sem sagði að reka ætti alla þá leikmenn sem dirfðust að mótmæla á meðan þjóðsöng Bandaríkjanna stæði. Kaepernick hefur ekki fundið leið inn í NFL-deildina síðan 49ers leysti hann undan samningi og var raunar gerður útlægur. Morgunljóst þykir að fjölmörg félög hefðu getað fundið not fyrir öflugan leikstjórnanda á besta aldri en fjölmargir greinendur vestanhafs segja ástæðu þess að hann hefur ekki fengið að spila síðan vera pólitíska.
NFL Tengdar fréttir Kaepernick æfir með Raiders | Sex ár síðan hann var útskúfaður Leikstjórnandinn Colin Kaepernick mun æfa með NFL-liði Las Vegas Raiders í vikunni. Komin eru sex ár síðan Kaepernick var útskúfaður úr deildinni fyrir að krjúpa þegar þjóðsöngurinn var sunginn. 26. maí 2022 11:01 Kallar eftir breytingum í kjölfar enn einnar skotárásarinnar Bandaríska ungstirnið Coco Gauff hvetur til þess að íþróttafólk nýti aðstöðu sína í sviðsljósinu til að berjast fyrir mannréttindum og félagslegum breytingum. Hún kallaði eftir breytingum á byssulöggjöf í Bandaríkjunum á Opna franska meistaramótinu í tennis í gær. 3. júní 2022 14:31 Framkvæmdastjórinn hvetur lið til að ná í leikstjórnandann sem var útskúfaður fyrir þremur árum Framkvæmdastjóri NFL-deildarinnar, hefur gefið út að hann muni styðja þau lið sem hafi áhuga á að fá leikstjórnandann Colin Kaepernick í sínar raðir. 16. júní 2020 16:30 Hrekja lygar um Kaepernick Fulltrúar fyrrum NFL-leikmannsins Colin Kaepernick sendu frá sér yfirlýsingu í gær til þess að koma ákveðnum hlutum á hreint er varðar þennan fyrrum leikstjórnanda San Francisco 49ers. 11. október 2019 23:15 Skammar Colin Kaepernick um leið og hann hrósar Megan Rapinoe Bandaríski fjölmiðlamaðurinn Jason Whitlock er hrifinn af því sem bandaríska knattspyrnukonan Megan Rapinoe er að gera bæði innan sem utan vallar. 2. júlí 2019 13:30 Trump vill reka leikmenn sem mótmæla undir þjóðsöngnum Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, vill að eigendur liða í bandarísku NFL deildinni reki leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum. 23. september 2017 12:30 Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira
Kaepernick æfir með Raiders | Sex ár síðan hann var útskúfaður Leikstjórnandinn Colin Kaepernick mun æfa með NFL-liði Las Vegas Raiders í vikunni. Komin eru sex ár síðan Kaepernick var útskúfaður úr deildinni fyrir að krjúpa þegar þjóðsöngurinn var sunginn. 26. maí 2022 11:01
Kallar eftir breytingum í kjölfar enn einnar skotárásarinnar Bandaríska ungstirnið Coco Gauff hvetur til þess að íþróttafólk nýti aðstöðu sína í sviðsljósinu til að berjast fyrir mannréttindum og félagslegum breytingum. Hún kallaði eftir breytingum á byssulöggjöf í Bandaríkjunum á Opna franska meistaramótinu í tennis í gær. 3. júní 2022 14:31
Framkvæmdastjórinn hvetur lið til að ná í leikstjórnandann sem var útskúfaður fyrir þremur árum Framkvæmdastjóri NFL-deildarinnar, hefur gefið út að hann muni styðja þau lið sem hafi áhuga á að fá leikstjórnandann Colin Kaepernick í sínar raðir. 16. júní 2020 16:30
Hrekja lygar um Kaepernick Fulltrúar fyrrum NFL-leikmannsins Colin Kaepernick sendu frá sér yfirlýsingu í gær til þess að koma ákveðnum hlutum á hreint er varðar þennan fyrrum leikstjórnanda San Francisco 49ers. 11. október 2019 23:15
Skammar Colin Kaepernick um leið og hann hrósar Megan Rapinoe Bandaríski fjölmiðlamaðurinn Jason Whitlock er hrifinn af því sem bandaríska knattspyrnukonan Megan Rapinoe er að gera bæði innan sem utan vallar. 2. júlí 2019 13:30
Trump vill reka leikmenn sem mótmæla undir þjóðsöngnum Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, vill að eigendur liða í bandarísku NFL deildinni reki leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum. 23. september 2017 12:30