Tekur hún við af Lilju Sif Pétursdóttur sem hreppti titilinn Ungfrú Ísland í fyrra og krýndi í kvöld arftaka sinn. Sóldís Vala er á öðru ári sínu í menntaskóla og stefnir í flugmannsnám að lokinni útskrift.
Að hennar sögn eru aðaláhugamálin hreyfing og heilsutengd málefni. Sóldís Vala æfði fimleika í tíu ár, frá tveggja ára aldri, og færði sig svo yfir í fótbolta. Hún hefur einnig mikinn áhuga á tísku og förðun. Rætt var við hana í viðtali fyrr í mánuðinum.
Horfa má á fleiri myndbrot á sjónvarpsvef Vísis og keppnina í heild sinni í spilaranum fyrir neðan.