Allt með kyrrum kjörum þrátt fyrir reyk og ljóstýru Eiður Þór Árnason skrifar 14. ágúst 2024 22:27 Skjáskot úr vefmyndavel RÚV. „Það er bara svo sem sama, mest lítið að frétta,” segir vakthafandi náttúrrvársérfræðingur sem líkt og fleiri á von á því að gos geti hafist hvað úr hverju á Reykjanesskaga. „Það er tvennt í stöðunni. Þetta gæti bara byrjað einn, tveir og tíu en það eru líka líkur á því að þetta gæti dregist um einhverja daga eða vikur kannski. Þetta er allt saman tilbúið miðað við fyrri sögu og fyrri gos,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það er samt ekkert óeðlilegt að það þurfi aðeins meira til í hvert skipti, það kennir okkur sagan úr Kröflueldum og það þurfti aðeins meira líka fyrir síðasta gos. Svo þetta kemur kannski ekki beint á óvart en það breytir því ekki að við þurfum samt alltaf að vera tilbúin að það fari að draga til tíðinda hvað úr hverju. Af því að við erum búin að ná þessum mörkum sem voru komin fyrir síðasta gos.“ Þangað til heldur landrisið á svæðinu áfram og svipaður fjöldi jarðskjálfta mælist á hverjum sólarhring. Þeir hafa verið rúmlega fjörutíu frá miðnætti og tæplega sextíu síðasta sólarhring. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur beðið íbúa í Grindavík um að rýma bæinn. Dvalið hefur verið í yfir tuttugu húsum þar síðustu nætur. Fylgjast náið með Borið hefur á því að ötulir áhorfendur vefmyndavéla beri saman bækur sínar á samfélagsmiðlum eða sendi ábendingu á fréttastofu þegar óljós reykur eða ljóstýra birtist óvænt á skjánum. Yfirleitt er þar um að ræða reyk úr gömlu gossprungunni eða ljós vinnuvéla. Sigríður segist ekki vera laus við það að bregða einstaka sinnum þegar glampi sést á einhverjum af fjölmörgum myndavélastraumum fyrir framan hana. En þá er gott að geta litið á mæligögnin. „Þeir eru þarna á fullu að keppast við að vinna í þessum varnargörðum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
„Það er tvennt í stöðunni. Þetta gæti bara byrjað einn, tveir og tíu en það eru líka líkur á því að þetta gæti dregist um einhverja daga eða vikur kannski. Þetta er allt saman tilbúið miðað við fyrri sögu og fyrri gos,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það er samt ekkert óeðlilegt að það þurfi aðeins meira til í hvert skipti, það kennir okkur sagan úr Kröflueldum og það þurfti aðeins meira líka fyrir síðasta gos. Svo þetta kemur kannski ekki beint á óvart en það breytir því ekki að við þurfum samt alltaf að vera tilbúin að það fari að draga til tíðinda hvað úr hverju. Af því að við erum búin að ná þessum mörkum sem voru komin fyrir síðasta gos.“ Þangað til heldur landrisið á svæðinu áfram og svipaður fjöldi jarðskjálfta mælist á hverjum sólarhring. Þeir hafa verið rúmlega fjörutíu frá miðnætti og tæplega sextíu síðasta sólarhring. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur beðið íbúa í Grindavík um að rýma bæinn. Dvalið hefur verið í yfir tuttugu húsum þar síðustu nætur. Fylgjast náið með Borið hefur á því að ötulir áhorfendur vefmyndavéla beri saman bækur sínar á samfélagsmiðlum eða sendi ábendingu á fréttastofu þegar óljós reykur eða ljóstýra birtist óvænt á skjánum. Yfirleitt er þar um að ræða reyk úr gömlu gossprungunni eða ljós vinnuvéla. Sigríður segist ekki vera laus við það að bregða einstaka sinnum þegar glampi sést á einhverjum af fjölmörgum myndavélastraumum fyrir framan hana. En þá er gott að geta litið á mæligögnin. „Þeir eru þarna á fullu að keppast við að vinna í þessum varnargörðum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira