„Versta ákvörðun sem ég hef séð á þrjátíu ára ferli í fótbolta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. ágúst 2024 16:31 Philippe Clement ræðir við Marco Guida eftir leik Rangers og Dynamo Kiev. getty/Craig Williamson Philippe Clement, knattspyrnustjóri Rangers, var vægast sagt ósáttur við dómara leiksins gegn Dynamo Kiev í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Fyrri leikurinn fór 1-1 og staðan í hálfleik í leiknum á Ibrox í gær var markalaus. Í upphafi seinni hálfleiks fékk Brasilíumaðurinn Jefte sitt annað gula spjald og þar með rautt. Manni fleiri gengu Úkraínumennirnir á lagið, skoruðu tvö mörk og unnu einvígið, 3-1 samanlagt. Dynamo Kiev fer því í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á meðan Rangers fer í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Rauða spjaldið á Jefte þótti umdeilt og samkvæmt Clement kolrangur dómur. Hann sagðist allavega aldrei hafa séð annað eins á löngum ferli. „Ég hef séð myndirnar. Þetta er klárlega ekki brot. Hann stekkur bara hærra og það er það eina sem gerist,“ sagði Clement en dómari leiksins, Marco Guida, vildi meina að Jefte hefði brotið á Oleksandr Karavayev í skallaeinvígi. „Þetta var afgerandi augnablik og á endanum gerði það draum okkar að engu. Það drap draum rúmlega fimmtíu þúsund áhorfenda og þú býst við betri ákvörðunum því þetta er að mínu mati versta ákvörðun sem ég hef séð á þrjátíu ára ferli í fótbolta.“ Clement sagðist hafa reynt að fá útskýringu frá Guida en án árangurs. „Ég reyndi að skilja ákvörðunina og biðja um útskýringu en dómarinn sat fastur við sinn keip. Þetta var klárlega rangur dómur. Það er margt í gangi í hausnum á mér en þið vitið að allt sem ég segi er of mikið. Ég gæti fengið bann fyrir næsta Evrópuleik svo ég held þessu fyrir mig,“ sagði Clement. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Sjá meira
Fyrri leikurinn fór 1-1 og staðan í hálfleik í leiknum á Ibrox í gær var markalaus. Í upphafi seinni hálfleiks fékk Brasilíumaðurinn Jefte sitt annað gula spjald og þar með rautt. Manni fleiri gengu Úkraínumennirnir á lagið, skoruðu tvö mörk og unnu einvígið, 3-1 samanlagt. Dynamo Kiev fer því í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á meðan Rangers fer í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Rauða spjaldið á Jefte þótti umdeilt og samkvæmt Clement kolrangur dómur. Hann sagðist allavega aldrei hafa séð annað eins á löngum ferli. „Ég hef séð myndirnar. Þetta er klárlega ekki brot. Hann stekkur bara hærra og það er það eina sem gerist,“ sagði Clement en dómari leiksins, Marco Guida, vildi meina að Jefte hefði brotið á Oleksandr Karavayev í skallaeinvígi. „Þetta var afgerandi augnablik og á endanum gerði það draum okkar að engu. Það drap draum rúmlega fimmtíu þúsund áhorfenda og þú býst við betri ákvörðunum því þetta er að mínu mati versta ákvörðun sem ég hef séð á þrjátíu ára ferli í fótbolta.“ Clement sagðist hafa reynt að fá útskýringu frá Guida en án árangurs. „Ég reyndi að skilja ákvörðunina og biðja um útskýringu en dómarinn sat fastur við sinn keip. Þetta var klárlega rangur dómur. Það er margt í gangi í hausnum á mér en þið vitið að allt sem ég segi er of mikið. Ég gæti fengið bann fyrir næsta Evrópuleik svo ég held þessu fyrir mig,“ sagði Clement.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Sjá meira