Óvenjulegur grafreitur reistur á Seltjarnarnesi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. ágúst 2024 14:27 Grafreiturinn verður líklega með þeim kaldari hér á landi. Vísir/Samsett Á laugardaginn kemur verður einn sérkennilegasti og líklega tímabundnasti grafreitur Íslandssögunnar reistur á Seltjarnarnesi. Á hátíðlegri athöfn verður jöklagrafreiturinn vígður en þar verður legsteinum jökla, horfinna og þeirra sem eru við það að hverfa, komið fyrir og verða þeir úr ís. Gjörningur þessi er samstarfsverkefni íslenskra og útlendra stofnana á borð við Veðurstofuna, Háskóla Íslands, Jöklarannsóknafélags Íslands og Náttúruminjasafns Íslands ásamt Rice-háskóla í Texas, Heimseftirlitsstofnun jökla og Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) en Sameinuðu þjóðirnar hafa útnefnt árið 2025 alþjóðlegt ár varðveislu jökla. Listi yfir horfna jökla gerður opinber Samhliða viðburðinum verður að finna lista, sem sérfræðingar við Rice-háskóla gerðu yfir jökla sem hafa horfið frá aldamótunum síðustu eða eru við það að hverfa. Á síðunni verður hægt að skoða staðsetningu jöklana og lesa sér til um örlög þeirra eða framtíð. Hugmyndin er svo að bæta við jöklum jafnóðum og þeir hverfa, að sögn Guðfinnu Aðalgeirsdóttur, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Viðburðurinn hefst klukkan eitt á laugardaginn í húsakynnum Marvöðu á Fiskislóð í Reykjavík. Þar munu Guðfinna og Hrafnhildur Hannesdóttir, fagstjóri jöklarannsókna hjá Veðurstofu Íslands, vera með erindi. Þá verður gengin skrúðganga að jöklagrafreitinum á túninu sunnan við bílastæðin í Snoppu við Gróttu. Þar verður búið að koma fyrir fimmtán köldum legsteinum sem listamaðurinn Ottó Magnússon býr til. Hann hefur skorið listaverk úr klaka í um tuttugu ár. Söngur og ræður til heiðurs íslíkum Þar fer svo fram eins konar vígsluathöfn þar sem lesin verða eftirmæli jöklanna fimmtán. Kór mun einnig syngja undir athöfnina. „Jöklagrafreiturinn er listinnsetning og helgisiðarými til að vekja athygli á jöklunum sem eru að hverfa í heiminum. Meðal ísköldu legsteinanna munum við halda söng og ræður, til heiðurs þessum íslíkum sem hverfa fljótlega - frá Ameríku til Himalajafjalla og frá Aotearoa/Nýja Sjálandi til Skandinavíu,“ segir í viðburðarlýsingunni. „Komdu með okkur í samtal, kyrrðarstund og blásum lífsanda í jöklana sem enn er hægt að bjarga. Klæðaburður sem heiðrar bæði líf og dauða.“ Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Sjá meira
Gjörningur þessi er samstarfsverkefni íslenskra og útlendra stofnana á borð við Veðurstofuna, Háskóla Íslands, Jöklarannsóknafélags Íslands og Náttúruminjasafns Íslands ásamt Rice-háskóla í Texas, Heimseftirlitsstofnun jökla og Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) en Sameinuðu þjóðirnar hafa útnefnt árið 2025 alþjóðlegt ár varðveislu jökla. Listi yfir horfna jökla gerður opinber Samhliða viðburðinum verður að finna lista, sem sérfræðingar við Rice-háskóla gerðu yfir jökla sem hafa horfið frá aldamótunum síðustu eða eru við það að hverfa. Á síðunni verður hægt að skoða staðsetningu jöklana og lesa sér til um örlög þeirra eða framtíð. Hugmyndin er svo að bæta við jöklum jafnóðum og þeir hverfa, að sögn Guðfinnu Aðalgeirsdóttur, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Viðburðurinn hefst klukkan eitt á laugardaginn í húsakynnum Marvöðu á Fiskislóð í Reykjavík. Þar munu Guðfinna og Hrafnhildur Hannesdóttir, fagstjóri jöklarannsókna hjá Veðurstofu Íslands, vera með erindi. Þá verður gengin skrúðganga að jöklagrafreitinum á túninu sunnan við bílastæðin í Snoppu við Gróttu. Þar verður búið að koma fyrir fimmtán köldum legsteinum sem listamaðurinn Ottó Magnússon býr til. Hann hefur skorið listaverk úr klaka í um tuttugu ár. Söngur og ræður til heiðurs íslíkum Þar fer svo fram eins konar vígsluathöfn þar sem lesin verða eftirmæli jöklanna fimmtán. Kór mun einnig syngja undir athöfnina. „Jöklagrafreiturinn er listinnsetning og helgisiðarými til að vekja athygli á jöklunum sem eru að hverfa í heiminum. Meðal ísköldu legsteinanna munum við halda söng og ræður, til heiðurs þessum íslíkum sem hverfa fljótlega - frá Ameríku til Himalajafjalla og frá Aotearoa/Nýja Sjálandi til Skandinavíu,“ segir í viðburðarlýsingunni. „Komdu með okkur í samtal, kyrrðarstund og blásum lífsanda í jöklana sem enn er hægt að bjarga. Klæðaburður sem heiðrar bæði líf og dauða.“
Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Sjá meira