Fjögurra daga gamlir tvíburar drepnir í árás Ísraela Lovísa Arnardóttir skrifar 14. ágúst 2024 14:07 Faðir barnanna, Mohamed, með fæðingarvottorð tvíburanna í líkhúsinu þar sem hann tók á móti fjölskyldu sinni eftir að þau voru drepin. Vísir/Getty Fjögurra daga gamlir tvíburar voru drepnir í loftárás Ísraela á Gasa í Deir al Balah hverfinu þar sem fjölskyldan hafði leitað skjóls eftir að þau lögðu á flótta. Þegar sprengjurnar lentu á heimili þeirra var faðir þeirra, Mohamed Abuel-Qomasan, á skrifstofu héraðsyfirvalda til að skrá formlega fæðingu þeirra. Auk tvíburanna létust í árásinni móðir þeirra og amma, tengdamóðir Mohamed.. „Konan mín er farin, börnin mín tvö og tengdamóðir mín. Mér var sagt að þetta hefði verið skot úr skriðdreka sem hefði lent á íbúðinni sem þau voru í, í húsi þar sem við höfðum verið frá því við lögðum á flótta,“ segir Mohamed á vef Reuters, en hann frétti af andlátum þeirra frá nágranna sínum. „Ég fékk ekki einu sinni tíma til að fagna þeim.“ Í erlendum miðlum fylgja fréttir af Mohamed. Á þeim heldur hann á fæðingarvottorði tvíburanna í líkhúsinu þar sem hann tók á móti fjölskyldu sinni. Í frétt BBC segir að samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, hafi 115 nýburar verið drepnir frá því í október. BBC hefur óskað eftir viðbrögðum frá ísraelska hernum um árásina en hafði ekki fengið nein viðbrögð þegar fréttin var birt. Ísraelsk yfirvöld hafa ítrekað sagt að þau reyni að forðast að skaða almenna borgara og kenna yfirleitt Hamas um það þegar það gerist. Að það sé verið að skjóta á hernaðarleg takmörk sem tengist Hamas í íbúðabyggð eða nærri stöðum þar sem íbúar hafa leitað skjóls. Þar kemur einnig fram að á síðustu vikum hafi verið skotið á nokkur skýli. Sem dæmi hafi á laugardag verið skotið á skóla þar sem Palestínumenn höfðu leitað skjóls. Um 70 létust í þeirri árás. Talsmaður ísraelska hersins sagði Hamas-liða hafa haldið til í skólanum. Nærri 40 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir frá því í október þegar Ísraelar réðust inn á Gasa. Það gerðu þeir eftir að Hamas-liðar réðust inn í Ísrael, drápu 1.200 og tóku 251 gísl til Gasa þann 7. október. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Gerðu loftárás á skóla í nótt Ísraelsher gerði loftárás á skóla á Gazasvæðinu í nótt. Herinn segist í árásinni hafa hæft hryðjuverkamenn á vegum Hamas á stjórnstöð samtakanna sem hafi verið í skólanum. 10. ágúst 2024 07:54 Ísraelar aftur að samningaborðinu í næstu viku Benjamín Netanahjú, forsætisráðherra Ísrael, staðfesti í gær að fulltrúar í samninganefnd á vegum ísraelska ríkisins myndu mæta til samningaviðræðna á ný þann 15. ágúst. Það gerði hann eftir sameiginlegt ákall Bandaríkjamanna, Egyptalands og Katar þar sem kallað var eftir því að Ísrael og Hamas kæmu aftur að samningaborðinu til að ljúka viðræðum. Hamas hefur ekki svarað kallinu. 9. ágúst 2024 07:50 Hamas segjast ekki munu senda fulltrúa til viðræðna á morgun Hamas munu ekki senda fulltrúa til friðarviðræðna á morgun, þegar áætlað er að sendinefndir frá Ísrael, Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar munu koma saman. 14. ágúst 2024 06:56 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
„Konan mín er farin, börnin mín tvö og tengdamóðir mín. Mér var sagt að þetta hefði verið skot úr skriðdreka sem hefði lent á íbúðinni sem þau voru í, í húsi þar sem við höfðum verið frá því við lögðum á flótta,“ segir Mohamed á vef Reuters, en hann frétti af andlátum þeirra frá nágranna sínum. „Ég fékk ekki einu sinni tíma til að fagna þeim.“ Í erlendum miðlum fylgja fréttir af Mohamed. Á þeim heldur hann á fæðingarvottorði tvíburanna í líkhúsinu þar sem hann tók á móti fjölskyldu sinni. Í frétt BBC segir að samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, hafi 115 nýburar verið drepnir frá því í október. BBC hefur óskað eftir viðbrögðum frá ísraelska hernum um árásina en hafði ekki fengið nein viðbrögð þegar fréttin var birt. Ísraelsk yfirvöld hafa ítrekað sagt að þau reyni að forðast að skaða almenna borgara og kenna yfirleitt Hamas um það þegar það gerist. Að það sé verið að skjóta á hernaðarleg takmörk sem tengist Hamas í íbúðabyggð eða nærri stöðum þar sem íbúar hafa leitað skjóls. Þar kemur einnig fram að á síðustu vikum hafi verið skotið á nokkur skýli. Sem dæmi hafi á laugardag verið skotið á skóla þar sem Palestínumenn höfðu leitað skjóls. Um 70 létust í þeirri árás. Talsmaður ísraelska hersins sagði Hamas-liða hafa haldið til í skólanum. Nærri 40 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir frá því í október þegar Ísraelar réðust inn á Gasa. Það gerðu þeir eftir að Hamas-liðar réðust inn í Ísrael, drápu 1.200 og tóku 251 gísl til Gasa þann 7. október.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Gerðu loftárás á skóla í nótt Ísraelsher gerði loftárás á skóla á Gazasvæðinu í nótt. Herinn segist í árásinni hafa hæft hryðjuverkamenn á vegum Hamas á stjórnstöð samtakanna sem hafi verið í skólanum. 10. ágúst 2024 07:54 Ísraelar aftur að samningaborðinu í næstu viku Benjamín Netanahjú, forsætisráðherra Ísrael, staðfesti í gær að fulltrúar í samninganefnd á vegum ísraelska ríkisins myndu mæta til samningaviðræðna á ný þann 15. ágúst. Það gerði hann eftir sameiginlegt ákall Bandaríkjamanna, Egyptalands og Katar þar sem kallað var eftir því að Ísrael og Hamas kæmu aftur að samningaborðinu til að ljúka viðræðum. Hamas hefur ekki svarað kallinu. 9. ágúst 2024 07:50 Hamas segjast ekki munu senda fulltrúa til viðræðna á morgun Hamas munu ekki senda fulltrúa til friðarviðræðna á morgun, þegar áætlað er að sendinefndir frá Ísrael, Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar munu koma saman. 14. ágúst 2024 06:56 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Gerðu loftárás á skóla í nótt Ísraelsher gerði loftárás á skóla á Gazasvæðinu í nótt. Herinn segist í árásinni hafa hæft hryðjuverkamenn á vegum Hamas á stjórnstöð samtakanna sem hafi verið í skólanum. 10. ágúst 2024 07:54
Ísraelar aftur að samningaborðinu í næstu viku Benjamín Netanahjú, forsætisráðherra Ísrael, staðfesti í gær að fulltrúar í samninganefnd á vegum ísraelska ríkisins myndu mæta til samningaviðræðna á ný þann 15. ágúst. Það gerði hann eftir sameiginlegt ákall Bandaríkjamanna, Egyptalands og Katar þar sem kallað var eftir því að Ísrael og Hamas kæmu aftur að samningaborðinu til að ljúka viðræðum. Hamas hefur ekki svarað kallinu. 9. ágúst 2024 07:50
Hamas segjast ekki munu senda fulltrúa til viðræðna á morgun Hamas munu ekki senda fulltrúa til friðarviðræðna á morgun, þegar áætlað er að sendinefndir frá Ísrael, Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar munu koma saman. 14. ágúst 2024 06:56
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent