Eyddu sprengju úr seinni heimsstyrjöldinni í Hlíðarfjalli Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. ágúst 2024 13:31 Sprengjan var af gerðinni mortar sem skotið var úr sprengjuvörpum í seinni heimsstyrjöldinni. Grenndargralið Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar eyddi breskri sprengju úr seinni heimsstyrjöldinni í Hlíðarfjalli fyrir viku síðan. Brynjar Karl Óttarsson, grunnskólakennari á Akureyri og umsjónarmaður síðunnar Grenndargralsins, var viðstaddur eyðinguna og segir allt hafa gengið vel. Þeir sem gengu fram á sprengjuna tilkynntu þegar í stað um fundinn. Eftir að hafa ráðfært sig við Landhelgisgæsluna og sent myndir suður, var það staðfest að um svokallaða mortar-sprengju væri að ræða sem skotið var úr þartilgerðum sprengjuvörpum en breskt herlið var með æfingasvæði í Hlíðarfjalli á hernámsárunum. Sprengjan var um 13 sentimetra löng.Grenndargralið Í síðustu viku kom svo teymi sprengjusérfræðinga frá Reykjavík til Akureyrar og gekk upp á fjallið daginn eftir. Eftir rannsókn á gripnum var það staðfest að virk sprengja væri á ferðinni sem hætta stafaði af. Ákveðið var að henni skyldi eytt. Jónas Þorvaldsson, sviðsstjóri séraðgerða- og sprengjueyðingarsviðs Landhelgisgæslunnar, segir að sprengjusveitin hafi sett hraðvirkt og öflugt sprengiefni á mortar-sprengjuna sem kom henni af stað. Þetta er í þriðja skipti á síðustu fjórum árum sem sprengjudeild Landhelgisgæslunnar fer í útkall í Hlíðarfjall. Brynjar segir að í hittifyrra hafi heljarinnar hvellur heyrst um allan bæ þegar önnur slík mortar-sprengja var sprengd. Sprengjan var sprengd með sérstökum búnaði svo engin hætta stafaði af.Grenndargralið Brynjar tekur fram að svæðið þar sem sprengjan fannst sé utan skíðasvæðisins og úr alfaraleið en að alltaf beri að hafa varann á þegar um virkar sprengjur ræðir. Hættan sé alltaf til staðar og rétt sé að fara að öllu með gát. Akureyri Landhelgisgæslan Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Fann skotfæri úr fórum nasista á Hlíðarfjalli Brynjar Karl Óttarsson, grunnskólakennari á Akureyri og sagnfræðiáhugamaður, hefur verið að kemba gamalt æfingasvæði Bandamanna frá tímum hernámsins og rakst á nokkuð alveg einstakt nýverið. Hann fann heilt riffilsskot úr fórum nasista. Hann hefur ýmsar kenningar um hvernig gæti mögulega staðið á því að það hafni á Akureyri. 7. ágúst 2024 14:24 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Þeir sem gengu fram á sprengjuna tilkynntu þegar í stað um fundinn. Eftir að hafa ráðfært sig við Landhelgisgæsluna og sent myndir suður, var það staðfest að um svokallaða mortar-sprengju væri að ræða sem skotið var úr þartilgerðum sprengjuvörpum en breskt herlið var með æfingasvæði í Hlíðarfjalli á hernámsárunum. Sprengjan var um 13 sentimetra löng.Grenndargralið Í síðustu viku kom svo teymi sprengjusérfræðinga frá Reykjavík til Akureyrar og gekk upp á fjallið daginn eftir. Eftir rannsókn á gripnum var það staðfest að virk sprengja væri á ferðinni sem hætta stafaði af. Ákveðið var að henni skyldi eytt. Jónas Þorvaldsson, sviðsstjóri séraðgerða- og sprengjueyðingarsviðs Landhelgisgæslunnar, segir að sprengjusveitin hafi sett hraðvirkt og öflugt sprengiefni á mortar-sprengjuna sem kom henni af stað. Þetta er í þriðja skipti á síðustu fjórum árum sem sprengjudeild Landhelgisgæslunnar fer í útkall í Hlíðarfjall. Brynjar segir að í hittifyrra hafi heljarinnar hvellur heyrst um allan bæ þegar önnur slík mortar-sprengja var sprengd. Sprengjan var sprengd með sérstökum búnaði svo engin hætta stafaði af.Grenndargralið Brynjar tekur fram að svæðið þar sem sprengjan fannst sé utan skíðasvæðisins og úr alfaraleið en að alltaf beri að hafa varann á þegar um virkar sprengjur ræðir. Hættan sé alltaf til staðar og rétt sé að fara að öllu með gát.
Akureyri Landhelgisgæslan Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Fann skotfæri úr fórum nasista á Hlíðarfjalli Brynjar Karl Óttarsson, grunnskólakennari á Akureyri og sagnfræðiáhugamaður, hefur verið að kemba gamalt æfingasvæði Bandamanna frá tímum hernámsins og rakst á nokkuð alveg einstakt nýverið. Hann fann heilt riffilsskot úr fórum nasista. Hann hefur ýmsar kenningar um hvernig gæti mögulega staðið á því að það hafni á Akureyri. 7. ágúst 2024 14:24 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Fann skotfæri úr fórum nasista á Hlíðarfjalli Brynjar Karl Óttarsson, grunnskólakennari á Akureyri og sagnfræðiáhugamaður, hefur verið að kemba gamalt æfingasvæði Bandamanna frá tímum hernámsins og rakst á nokkuð alveg einstakt nýverið. Hann fann heilt riffilsskot úr fórum nasista. Hann hefur ýmsar kenningar um hvernig gæti mögulega staðið á því að það hafni á Akureyri. 7. ágúst 2024 14:24