Leiðin til að elska mig Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 14:30 Kvíði og streita er nánast orðið normið í samfélaginu í dag og það er að gera útaf við okkur manneskjurnar, bæði sem einstaklinga og pör. Við ölum börnin okkar upp þegar við erum þreytt og uppgefin og því við höfum ekki stjórn á neinu að okkur finnst. Vextir hækka og verðlag samhliða, allt verður dýrara og við eigum erfiðara með að ná endum saman. Allt þetta og uppeldi á börnum okkar vex okkur í augum og við fáum tilfinningu fyrir að við getum ekki andað og öll plönin okkar um stóra húsið, flotta bílinn, utanlandsferðirnar verða að dufti og við upplifum vonbrigði. Við upplifum að stjórnvöld eru ómöguleg, óheiðaleg, allt of mikið af innflytjendum og flóttafólki sem sprengir innviði landsins. Allt er þetta syngjandi í fréttum ásamt fréttum af stríði og þjóðarmorði og hvað allt er ómögulegt. Ekki batnar söngurinn á Facebook, þar sem fólk er að senda út allskyns bæði gott og neikvætt og fólk að rífast yfir öllu og engu. En ef þetta er það sem við ætlum að gera að okkar áhyggjum og lifa áfram í þessu styrjaldar og kvíða umhverfi, náum við aldrei að slaka á því við erum endalaust í flótta modus. En hvað gerist í líkamanum þegar við erum í flóttamódus? Einfalda útgáfan er að nýrun sendir frá sér streitu og sterahormón sem heitir Cortisol. Cortisol vekur upp heilann og skerpir sjón og athygli, öndun verður hraðari og grynnri og meltingarstarfsemin dregst saman. Við erum tilbúin að taka slaginn, hlaupa í burtu eða frjósa ef hættan nálgast(tekið af Heilsuvera.is 29.07). Í dag eru sumir fastir í þessu ástandi án þess að vita það eða geta skynjað það, því þeir þekkja ekki neitt annað. Eiga erfitt með að einbeita sér, eru óróleg, þurfa alltaf að vera að, geta ekki tekið það rólega og slakað á og leyft sér bara að vera. Oft þjáist þetta fólk af einhverskonar veikindum, gigt, astma eða verður oft veikt af umgangspestum. Lífið virðist bara einhvern veginn ekki ætla að ganga upp fyrir þetta fólk og það skilur bara ekkert hvers vegna ekki. Allt er í óreiðu, heimilið, fjármálin, hjónabandið og heilsa. Fyrir allt of marga er þetta venjulegt ástand. Sumum gengur ágætlega í þessu ástandi, en það bitnar á einhverju mikilvægu í lífinu. Gæti verið heilsan, börnin, sambandið við makann eða bara hvað sem er. Dr.Gabor Maté skrifaði bók um “Goðsögn um það sem er eðlilegt: áföll, veikindi og heilun í eitraðri menningu (mín þýðing á bókinni; The Myth of Normal: Trauma,Illness,& healing in a toxic culture). Þar talar hann um aukningu á sjálfsofnæmissjúkdómum og almennt verri heilsu, þrátt fyrir betri þekkingu í almennri læknisfræði. Ég upplifði í mörg ár að allt sem ég gerði, var ekki nóg. Ég kunni ekki að meta hver ég var og var alltaf að reyna að afsanna þá sannleika sem ég fékk á mig sem barn. Ég trúði því að ég var ljót, heimsk og gæti og kynni ekkert. Ég passaði ekki inn í kassana sem fólk hafði um “velgengni”. Ég eignaðist 5 börn, menntaði mig sem leik-og grunnskóla sérkennari. Ég hélt að ég væri að gera allt rétt en alltaf var ég í einhverjum vandræðum, ef það var ekki peningar var það heilsan mín eða hjónabandið Eftir hrunið, sem fór mjög illa með marga, ákvað ég 2015 að flytja til Noregs til að leita að betra lífi. En erfitt er að flýja erfiðleikana ef þeir eru hjá einstaklingnum. Löng saga stutt, þá missti ég húsið mitt á Íslandi, heilsuna, hjónabandið, mömmu og tengdamömmu. En ég trúi og hef alltaf trúað því að ekki sé svo með öllu illt, að það boði ekki eitthvað gott. Eftir að èg veiktist 2019 skráði ég mig í nám í EQ Institute í Osló sem EQ-þerapist, byrjaði þar í janúar 2020 og lauk náminu núna í mars s.l. EQ stendur fyrir Emotional Intelligence eða tilfinningagreind. Eftir að hafa kafað ofan í sjálfa mig og skoðað áföllin sem ég hef orðið fyrir í lífinu, skildi ég líf mitt betur. Ég flutti til baka til Íslands 30.apríl s.l. og ætla að bjóða upp á námskeið, fyrirlestra og vinnustofur fyrir félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir. Mér þykir það mikilvægt að fræða um mikilvægi þess að þekkja og skilja sjálfan sig og núvitund. Koma með ólíkar leiðir til sjálfskoðunnar og frekari þroska. Það að vera innann þægindarammans síns án þess að upplifa nýjar áskoranir, hindrar okkur í að vaxa, læra og þroskast. Svo ég mæli sterklega með því að skoða mörkin á ykkar þægindaramma og læra að hemja streitu í amstri dagsins. Þakka ykkur sem lásuð. Höfundur er EQ-þerapisti Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Börn og uppeldi Noregur Mest lesið Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Sjá meira
Kvíði og streita er nánast orðið normið í samfélaginu í dag og það er að gera útaf við okkur manneskjurnar, bæði sem einstaklinga og pör. Við ölum börnin okkar upp þegar við erum þreytt og uppgefin og því við höfum ekki stjórn á neinu að okkur finnst. Vextir hækka og verðlag samhliða, allt verður dýrara og við eigum erfiðara með að ná endum saman. Allt þetta og uppeldi á börnum okkar vex okkur í augum og við fáum tilfinningu fyrir að við getum ekki andað og öll plönin okkar um stóra húsið, flotta bílinn, utanlandsferðirnar verða að dufti og við upplifum vonbrigði. Við upplifum að stjórnvöld eru ómöguleg, óheiðaleg, allt of mikið af innflytjendum og flóttafólki sem sprengir innviði landsins. Allt er þetta syngjandi í fréttum ásamt fréttum af stríði og þjóðarmorði og hvað allt er ómögulegt. Ekki batnar söngurinn á Facebook, þar sem fólk er að senda út allskyns bæði gott og neikvætt og fólk að rífast yfir öllu og engu. En ef þetta er það sem við ætlum að gera að okkar áhyggjum og lifa áfram í þessu styrjaldar og kvíða umhverfi, náum við aldrei að slaka á því við erum endalaust í flótta modus. En hvað gerist í líkamanum þegar við erum í flóttamódus? Einfalda útgáfan er að nýrun sendir frá sér streitu og sterahormón sem heitir Cortisol. Cortisol vekur upp heilann og skerpir sjón og athygli, öndun verður hraðari og grynnri og meltingarstarfsemin dregst saman. Við erum tilbúin að taka slaginn, hlaupa í burtu eða frjósa ef hættan nálgast(tekið af Heilsuvera.is 29.07). Í dag eru sumir fastir í þessu ástandi án þess að vita það eða geta skynjað það, því þeir þekkja ekki neitt annað. Eiga erfitt með að einbeita sér, eru óróleg, þurfa alltaf að vera að, geta ekki tekið það rólega og slakað á og leyft sér bara að vera. Oft þjáist þetta fólk af einhverskonar veikindum, gigt, astma eða verður oft veikt af umgangspestum. Lífið virðist bara einhvern veginn ekki ætla að ganga upp fyrir þetta fólk og það skilur bara ekkert hvers vegna ekki. Allt er í óreiðu, heimilið, fjármálin, hjónabandið og heilsa. Fyrir allt of marga er þetta venjulegt ástand. Sumum gengur ágætlega í þessu ástandi, en það bitnar á einhverju mikilvægu í lífinu. Gæti verið heilsan, börnin, sambandið við makann eða bara hvað sem er. Dr.Gabor Maté skrifaði bók um “Goðsögn um það sem er eðlilegt: áföll, veikindi og heilun í eitraðri menningu (mín þýðing á bókinni; The Myth of Normal: Trauma,Illness,& healing in a toxic culture). Þar talar hann um aukningu á sjálfsofnæmissjúkdómum og almennt verri heilsu, þrátt fyrir betri þekkingu í almennri læknisfræði. Ég upplifði í mörg ár að allt sem ég gerði, var ekki nóg. Ég kunni ekki að meta hver ég var og var alltaf að reyna að afsanna þá sannleika sem ég fékk á mig sem barn. Ég trúði því að ég var ljót, heimsk og gæti og kynni ekkert. Ég passaði ekki inn í kassana sem fólk hafði um “velgengni”. Ég eignaðist 5 börn, menntaði mig sem leik-og grunnskóla sérkennari. Ég hélt að ég væri að gera allt rétt en alltaf var ég í einhverjum vandræðum, ef það var ekki peningar var það heilsan mín eða hjónabandið Eftir hrunið, sem fór mjög illa með marga, ákvað ég 2015 að flytja til Noregs til að leita að betra lífi. En erfitt er að flýja erfiðleikana ef þeir eru hjá einstaklingnum. Löng saga stutt, þá missti ég húsið mitt á Íslandi, heilsuna, hjónabandið, mömmu og tengdamömmu. En ég trúi og hef alltaf trúað því að ekki sé svo með öllu illt, að það boði ekki eitthvað gott. Eftir að èg veiktist 2019 skráði ég mig í nám í EQ Institute í Osló sem EQ-þerapist, byrjaði þar í janúar 2020 og lauk náminu núna í mars s.l. EQ stendur fyrir Emotional Intelligence eða tilfinningagreind. Eftir að hafa kafað ofan í sjálfa mig og skoðað áföllin sem ég hef orðið fyrir í lífinu, skildi ég líf mitt betur. Ég flutti til baka til Íslands 30.apríl s.l. og ætla að bjóða upp á námskeið, fyrirlestra og vinnustofur fyrir félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir. Mér þykir það mikilvægt að fræða um mikilvægi þess að þekkja og skilja sjálfan sig og núvitund. Koma með ólíkar leiðir til sjálfskoðunnar og frekari þroska. Það að vera innann þægindarammans síns án þess að upplifa nýjar áskoranir, hindrar okkur í að vaxa, læra og þroskast. Svo ég mæli sterklega með því að skoða mörkin á ykkar þægindaramma og læra að hemja streitu í amstri dagsins. Þakka ykkur sem lásuð. Höfundur er EQ-þerapisti
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun