Leiðin til að elska mig Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 14:30 Kvíði og streita er nánast orðið normið í samfélaginu í dag og það er að gera útaf við okkur manneskjurnar, bæði sem einstaklinga og pör. Við ölum börnin okkar upp þegar við erum þreytt og uppgefin og því við höfum ekki stjórn á neinu að okkur finnst. Vextir hækka og verðlag samhliða, allt verður dýrara og við eigum erfiðara með að ná endum saman. Allt þetta og uppeldi á börnum okkar vex okkur í augum og við fáum tilfinningu fyrir að við getum ekki andað og öll plönin okkar um stóra húsið, flotta bílinn, utanlandsferðirnar verða að dufti og við upplifum vonbrigði. Við upplifum að stjórnvöld eru ómöguleg, óheiðaleg, allt of mikið af innflytjendum og flóttafólki sem sprengir innviði landsins. Allt er þetta syngjandi í fréttum ásamt fréttum af stríði og þjóðarmorði og hvað allt er ómögulegt. Ekki batnar söngurinn á Facebook, þar sem fólk er að senda út allskyns bæði gott og neikvætt og fólk að rífast yfir öllu og engu. En ef þetta er það sem við ætlum að gera að okkar áhyggjum og lifa áfram í þessu styrjaldar og kvíða umhverfi, náum við aldrei að slaka á því við erum endalaust í flótta modus. En hvað gerist í líkamanum þegar við erum í flóttamódus? Einfalda útgáfan er að nýrun sendir frá sér streitu og sterahormón sem heitir Cortisol. Cortisol vekur upp heilann og skerpir sjón og athygli, öndun verður hraðari og grynnri og meltingarstarfsemin dregst saman. Við erum tilbúin að taka slaginn, hlaupa í burtu eða frjósa ef hættan nálgast(tekið af Heilsuvera.is 29.07). Í dag eru sumir fastir í þessu ástandi án þess að vita það eða geta skynjað það, því þeir þekkja ekki neitt annað. Eiga erfitt með að einbeita sér, eru óróleg, þurfa alltaf að vera að, geta ekki tekið það rólega og slakað á og leyft sér bara að vera. Oft þjáist þetta fólk af einhverskonar veikindum, gigt, astma eða verður oft veikt af umgangspestum. Lífið virðist bara einhvern veginn ekki ætla að ganga upp fyrir þetta fólk og það skilur bara ekkert hvers vegna ekki. Allt er í óreiðu, heimilið, fjármálin, hjónabandið og heilsa. Fyrir allt of marga er þetta venjulegt ástand. Sumum gengur ágætlega í þessu ástandi, en það bitnar á einhverju mikilvægu í lífinu. Gæti verið heilsan, börnin, sambandið við makann eða bara hvað sem er. Dr.Gabor Maté skrifaði bók um “Goðsögn um það sem er eðlilegt: áföll, veikindi og heilun í eitraðri menningu (mín þýðing á bókinni; The Myth of Normal: Trauma,Illness,& healing in a toxic culture). Þar talar hann um aukningu á sjálfsofnæmissjúkdómum og almennt verri heilsu, þrátt fyrir betri þekkingu í almennri læknisfræði. Ég upplifði í mörg ár að allt sem ég gerði, var ekki nóg. Ég kunni ekki að meta hver ég var og var alltaf að reyna að afsanna þá sannleika sem ég fékk á mig sem barn. Ég trúði því að ég var ljót, heimsk og gæti og kynni ekkert. Ég passaði ekki inn í kassana sem fólk hafði um “velgengni”. Ég eignaðist 5 börn, menntaði mig sem leik-og grunnskóla sérkennari. Ég hélt að ég væri að gera allt rétt en alltaf var ég í einhverjum vandræðum, ef það var ekki peningar var það heilsan mín eða hjónabandið Eftir hrunið, sem fór mjög illa með marga, ákvað ég 2015 að flytja til Noregs til að leita að betra lífi. En erfitt er að flýja erfiðleikana ef þeir eru hjá einstaklingnum. Löng saga stutt, þá missti ég húsið mitt á Íslandi, heilsuna, hjónabandið, mömmu og tengdamömmu. En ég trúi og hef alltaf trúað því að ekki sé svo með öllu illt, að það boði ekki eitthvað gott. Eftir að èg veiktist 2019 skráði ég mig í nám í EQ Institute í Osló sem EQ-þerapist, byrjaði þar í janúar 2020 og lauk náminu núna í mars s.l. EQ stendur fyrir Emotional Intelligence eða tilfinningagreind. Eftir að hafa kafað ofan í sjálfa mig og skoðað áföllin sem ég hef orðið fyrir í lífinu, skildi ég líf mitt betur. Ég flutti til baka til Íslands 30.apríl s.l. og ætla að bjóða upp á námskeið, fyrirlestra og vinnustofur fyrir félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir. Mér þykir það mikilvægt að fræða um mikilvægi þess að þekkja og skilja sjálfan sig og núvitund. Koma með ólíkar leiðir til sjálfskoðunnar og frekari þroska. Það að vera innann þægindarammans síns án þess að upplifa nýjar áskoranir, hindrar okkur í að vaxa, læra og þroskast. Svo ég mæli sterklega með því að skoða mörkin á ykkar þægindaramma og læra að hemja streitu í amstri dagsins. Þakka ykkur sem lásuð. Höfundur er EQ-þerapisti Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Börn og uppeldi Noregur Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Kvíði og streita er nánast orðið normið í samfélaginu í dag og það er að gera útaf við okkur manneskjurnar, bæði sem einstaklinga og pör. Við ölum börnin okkar upp þegar við erum þreytt og uppgefin og því við höfum ekki stjórn á neinu að okkur finnst. Vextir hækka og verðlag samhliða, allt verður dýrara og við eigum erfiðara með að ná endum saman. Allt þetta og uppeldi á börnum okkar vex okkur í augum og við fáum tilfinningu fyrir að við getum ekki andað og öll plönin okkar um stóra húsið, flotta bílinn, utanlandsferðirnar verða að dufti og við upplifum vonbrigði. Við upplifum að stjórnvöld eru ómöguleg, óheiðaleg, allt of mikið af innflytjendum og flóttafólki sem sprengir innviði landsins. Allt er þetta syngjandi í fréttum ásamt fréttum af stríði og þjóðarmorði og hvað allt er ómögulegt. Ekki batnar söngurinn á Facebook, þar sem fólk er að senda út allskyns bæði gott og neikvætt og fólk að rífast yfir öllu og engu. En ef þetta er það sem við ætlum að gera að okkar áhyggjum og lifa áfram í þessu styrjaldar og kvíða umhverfi, náum við aldrei að slaka á því við erum endalaust í flótta modus. En hvað gerist í líkamanum þegar við erum í flóttamódus? Einfalda útgáfan er að nýrun sendir frá sér streitu og sterahormón sem heitir Cortisol. Cortisol vekur upp heilann og skerpir sjón og athygli, öndun verður hraðari og grynnri og meltingarstarfsemin dregst saman. Við erum tilbúin að taka slaginn, hlaupa í burtu eða frjósa ef hættan nálgast(tekið af Heilsuvera.is 29.07). Í dag eru sumir fastir í þessu ástandi án þess að vita það eða geta skynjað það, því þeir þekkja ekki neitt annað. Eiga erfitt með að einbeita sér, eru óróleg, þurfa alltaf að vera að, geta ekki tekið það rólega og slakað á og leyft sér bara að vera. Oft þjáist þetta fólk af einhverskonar veikindum, gigt, astma eða verður oft veikt af umgangspestum. Lífið virðist bara einhvern veginn ekki ætla að ganga upp fyrir þetta fólk og það skilur bara ekkert hvers vegna ekki. Allt er í óreiðu, heimilið, fjármálin, hjónabandið og heilsa. Fyrir allt of marga er þetta venjulegt ástand. Sumum gengur ágætlega í þessu ástandi, en það bitnar á einhverju mikilvægu í lífinu. Gæti verið heilsan, börnin, sambandið við makann eða bara hvað sem er. Dr.Gabor Maté skrifaði bók um “Goðsögn um það sem er eðlilegt: áföll, veikindi og heilun í eitraðri menningu (mín þýðing á bókinni; The Myth of Normal: Trauma,Illness,& healing in a toxic culture). Þar talar hann um aukningu á sjálfsofnæmissjúkdómum og almennt verri heilsu, þrátt fyrir betri þekkingu í almennri læknisfræði. Ég upplifði í mörg ár að allt sem ég gerði, var ekki nóg. Ég kunni ekki að meta hver ég var og var alltaf að reyna að afsanna þá sannleika sem ég fékk á mig sem barn. Ég trúði því að ég var ljót, heimsk og gæti og kynni ekkert. Ég passaði ekki inn í kassana sem fólk hafði um “velgengni”. Ég eignaðist 5 börn, menntaði mig sem leik-og grunnskóla sérkennari. Ég hélt að ég væri að gera allt rétt en alltaf var ég í einhverjum vandræðum, ef það var ekki peningar var það heilsan mín eða hjónabandið Eftir hrunið, sem fór mjög illa með marga, ákvað ég 2015 að flytja til Noregs til að leita að betra lífi. En erfitt er að flýja erfiðleikana ef þeir eru hjá einstaklingnum. Löng saga stutt, þá missti ég húsið mitt á Íslandi, heilsuna, hjónabandið, mömmu og tengdamömmu. En ég trúi og hef alltaf trúað því að ekki sé svo með öllu illt, að það boði ekki eitthvað gott. Eftir að èg veiktist 2019 skráði ég mig í nám í EQ Institute í Osló sem EQ-þerapist, byrjaði þar í janúar 2020 og lauk náminu núna í mars s.l. EQ stendur fyrir Emotional Intelligence eða tilfinningagreind. Eftir að hafa kafað ofan í sjálfa mig og skoðað áföllin sem ég hef orðið fyrir í lífinu, skildi ég líf mitt betur. Ég flutti til baka til Íslands 30.apríl s.l. og ætla að bjóða upp á námskeið, fyrirlestra og vinnustofur fyrir félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir. Mér þykir það mikilvægt að fræða um mikilvægi þess að þekkja og skilja sjálfan sig og núvitund. Koma með ólíkar leiðir til sjálfskoðunnar og frekari þroska. Það að vera innann þægindarammans síns án þess að upplifa nýjar áskoranir, hindrar okkur í að vaxa, læra og þroskast. Svo ég mæli sterklega með því að skoða mörkin á ykkar þægindaramma og læra að hemja streitu í amstri dagsins. Þakka ykkur sem lásuð. Höfundur er EQ-þerapisti
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun