Skoða að kæra útgáfu virkjanaleyfis fyrir Búrfellslund Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. ágúst 2024 10:19 Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir sveitarfélagið sitja uppi með öll neikvæð áhrif virkjunarinnar og engin jákvæð. Stöð 2/Sigurjón Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir sveitarfélögin á áhrifasvæði fyrirhugaðs vindmyllugarðs í Búrfellslundi verða fyrir umtalsverðu fjárhagslegu tjóni af framkvæmdunum og segir ákvörðun munu verða tekna um hvort kæra eigi útgáfu Orkustofnunar á virkjanaleyfi á næstu sveitarstjórnarfundum. Síðasta mánudag gaf Orkustofnun út virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem fyrsta vindorkuver landsins á að rísa. Vindmyllurnar munu ná allt að 150 metra upp í loft sem er næstum tvöföld hæð Hallgrímskirkjuturns. Virkjanaleyfið er háð framkvæmdaleyfi frá sveitarstjórn Rangárþings ytra en innviðir raforkukerfisins eru staðsettir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þó svo að ekki hafi verið sótt um að setja Búrfellslund í skipulag hreppsins, að sögn Haraldar. Haraldur segir sveitarstjórn Rangárþings nú standa frammi fyrir þeirri staðreynd að veiti hún framkvæmdaleyfi fyrir Búrfellslundi verði hún fyrir beinu fjárhagslegu tjóni þar sem tekjur af fasteignagjöldum Búrfellslundar orsaki skerðingar frá framlögum jöfnunarsjóðs sem nemur tugum milljóna. „Það er búið að fara fram fjárhagsleg greining sem sýnir fram á það að lagaumgjörðin á orkumannvirkjum á Íslandi að ávinningurinn er ekki þar sem orkumannvirkin eru. Hann er bara þar sem orkan er notuð,“ segir Haraldur í samtali við fréttastofu. Tuga milljóna tekjutap Yrðu tekjur Rangárþings ytra af fasteignagjöldum 50 milljónir á ári verða árlegar skerðingar jöfnunarsjóðs um 53,5 milljónir miðað við síðasta ár og árlegt fjárhagslegt tap 3,5 milljónir. Það nemur 87,5 milljóna tap Rangárþings ytra á 25 ára líftíma Búrfellslundar, að sögn Haraldar. Hann segir jafnframt að Skeiða- og Gnúpverjahreppur sé í óvanalegri stöðu. Skýrt komi fram í umhverfismati Búrfellslundar að framkvæmdasvæði og áhrifasvæði Búrfellslundar sé í báðum sveitarfélögum þrátt fyrir að ekkert samráð hafi verið við sveitarstjórn. „Þetta er skrítin staða og það er ekki verið að hlusta á okkur.“ Öll neikvæðu áhrifin og engin góðu Hann segir sveitarfélögin á áhrifasvæði Búrfellslundar, nefnilega þau áðurnefndu ásamt Ásahreppi, munu sitja uppi með öll neikvæðu umhverfisáhrif virkjunarinnar sem og fjárhagslega tapið. Erlendir sérfræðingar muni reka Búrfellslund og því muni hann heldur ekki skila neinum staðbundnum störfum í nærumhverfinu og engum útsvarstekjum. „Nú þurfum við að vega og meta á næstu 30 dögum hvort við munum kæra útgáfu virkjanaleyfisins. Það er í skoðun og verður til umfjöllunar á næstu tveimur fundum í sveitarstjórn,“ segir Haraldur og bætir við að ákvörðun muni liggja fyrir í byrjun septembermánuðar. „Það er lögbundið hlutverk okkar að gæta hagsmuna íbúa sveitarfélagsins og sú umgjörð sem okkur er boðið upp á í dag hún einfaldlega stenst ekki sveitarstjórnarlög. Stórframkvæmdir sem eru ávkarðaðar af Alþingi sem skila engum tekjum eða ávinningi í nærumhverfið, þær skaða nærumhverfið,“ segir Haraldur og bætir við: „Við erum ekki sátt við stöðuna eins og hún er.“ Vindorka Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Ásahreppur Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Síðasta mánudag gaf Orkustofnun út virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem fyrsta vindorkuver landsins á að rísa. Vindmyllurnar munu ná allt að 150 metra upp í loft sem er næstum tvöföld hæð Hallgrímskirkjuturns. Virkjanaleyfið er háð framkvæmdaleyfi frá sveitarstjórn Rangárþings ytra en innviðir raforkukerfisins eru staðsettir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þó svo að ekki hafi verið sótt um að setja Búrfellslund í skipulag hreppsins, að sögn Haraldar. Haraldur segir sveitarstjórn Rangárþings nú standa frammi fyrir þeirri staðreynd að veiti hún framkvæmdaleyfi fyrir Búrfellslundi verði hún fyrir beinu fjárhagslegu tjóni þar sem tekjur af fasteignagjöldum Búrfellslundar orsaki skerðingar frá framlögum jöfnunarsjóðs sem nemur tugum milljóna. „Það er búið að fara fram fjárhagsleg greining sem sýnir fram á það að lagaumgjörðin á orkumannvirkjum á Íslandi að ávinningurinn er ekki þar sem orkumannvirkin eru. Hann er bara þar sem orkan er notuð,“ segir Haraldur í samtali við fréttastofu. Tuga milljóna tekjutap Yrðu tekjur Rangárþings ytra af fasteignagjöldum 50 milljónir á ári verða árlegar skerðingar jöfnunarsjóðs um 53,5 milljónir miðað við síðasta ár og árlegt fjárhagslegt tap 3,5 milljónir. Það nemur 87,5 milljóna tap Rangárþings ytra á 25 ára líftíma Búrfellslundar, að sögn Haraldar. Hann segir jafnframt að Skeiða- og Gnúpverjahreppur sé í óvanalegri stöðu. Skýrt komi fram í umhverfismati Búrfellslundar að framkvæmdasvæði og áhrifasvæði Búrfellslundar sé í báðum sveitarfélögum þrátt fyrir að ekkert samráð hafi verið við sveitarstjórn. „Þetta er skrítin staða og það er ekki verið að hlusta á okkur.“ Öll neikvæðu áhrifin og engin góðu Hann segir sveitarfélögin á áhrifasvæði Búrfellslundar, nefnilega þau áðurnefndu ásamt Ásahreppi, munu sitja uppi með öll neikvæðu umhverfisáhrif virkjunarinnar sem og fjárhagslega tapið. Erlendir sérfræðingar muni reka Búrfellslund og því muni hann heldur ekki skila neinum staðbundnum störfum í nærumhverfinu og engum útsvarstekjum. „Nú þurfum við að vega og meta á næstu 30 dögum hvort við munum kæra útgáfu virkjanaleyfisins. Það er í skoðun og verður til umfjöllunar á næstu tveimur fundum í sveitarstjórn,“ segir Haraldur og bætir við að ákvörðun muni liggja fyrir í byrjun septembermánuðar. „Það er lögbundið hlutverk okkar að gæta hagsmuna íbúa sveitarfélagsins og sú umgjörð sem okkur er boðið upp á í dag hún einfaldlega stenst ekki sveitarstjórnarlög. Stórframkvæmdir sem eru ávkarðaðar af Alþingi sem skila engum tekjum eða ávinningi í nærumhverfið, þær skaða nærumhverfið,“ segir Haraldur og bætir við: „Við erum ekki sátt við stöðuna eins og hún er.“
Vindorka Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Ásahreppur Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira