„Allt að því galið“ að taka ekki þátt í séreignarsparnaði Lovísa Arnardóttir skrifar 14. ágúst 2024 09:10 Már segir að líkt og ef um verðbréfaviðskipti væri að ræða sé best að dreifa sparnaði sínum á sem fjölbreyttustu reikninga. Vísir/Egill Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir allt að því galið að fólk taki ekki þátt í séreignarsparnaði. Hann vill að fólk skráist sjálfkrafa í slíkan sparnað. Kerfið sé of flókið í dag og færri nýti sér kerfið en geti vegna þess. Már ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hugmyndin um að nota séreignarsparnað til að greiða inn á lán er að miklu leyti komin frá honum og hans greinaskrifum. „Að nota séreignarsparnaðinn til að greiða inn á höfuðstól láns. Ein af rökunum var að þannig gæti fólk tekið verðtryggð lán en með því að greiða inn á höfuðstólinn væri fólk að greiða niður á sama takti og ef það væri með óverðtryggt lán,“ segir Már Wolfgang Mixa sem fór yfir þessi mál í Bítinu í morgun. Þannig sé greiðslubyrðin viðráðanlegri og að höfuðstóllinn lækki líka. Gallinn við verðtryggð lán sé að höfuðstóllinn lækki lítið fyrstu tíu árin. Már segir að með því að sleppa því að greiða séreignarsparnaðinn inn á höfuðstólinn sé fólk að fleygja peningum. „Þú getur allt eins tekið nokkra þúsund krónu seðla, jafnvel tíu þúsund krónu seðla, og fleygt þeim út um gluggann. Þetta er þannig,“ segir Már. Einstaklingar geti lagt allt að 500 þúsund inn á höfuðstól á ári og hjón 750 þúsund. Þetta sé auk þess skattfrjáls innborgun. Már segir stóra hluta þjóðarinnar enn láta þetta úrræði fram hjá sér fara þrátt fyrir ráðleggingar ráðgjafa og sérfræðinga. Þetta sé frábært úrræði sem sé þó tímabundið. Hann hvetur yfirvöld til að gera það varanlegt. Hann segir úræðið líka frábært fyrir fólk sem sé að kaupa sína fyrstu fasteign. Það sé hægt að leggja það inn á útborgun en aðeins megi nota sparnað síðustu tíu ára. Már segir ferlið mögulega óþarflega flókið en um það skrifaði hann nýlega í pistli á vef Viðskiptablaðsins Þar fjallar hann um það til dæmis þegar fólk skrifar undir launasamning. Þá þurfi það að taka fram hvort það vilji taka þátt í séreignarsparnaði en telur að það ætti að vera öfugt. „Fullt af fólki sér einhvern launasamning og ef það þarf að bæta einhverju við er mikil tilhneiging hjá fólki að gera ekki neitt,“ segir hann og tekur dæmi um líffæragjafir. Eigi að vera sjálfvirkt kerfi Það hafi verið gerðar rannsóknir á þátttöku í því víðast um heim. Þátttakan sé um 20 til 30 prósent í Þýskalandi en um 100 prósent í Austurríki. Munurinn á landinu sé sá að í Austurríki þurfi fólk að haka í box ef það vill ekki vera líffæragjafar en í Þýskalandi þurfi það að haka í box ef það vill vera það. „Málið er að fæstir haka í boxið,“ segir Már og að flestir vilji fara í hlutlausan gír þegar það fylli út slík eyðublöð. Þess vegna væri það best fyrir flesta ef það væri sjálfkrafa skráning í séreignarsparnað. Það sé eina vitræna skrefið. Eins og ferlið sé í dag þurfi fólk að haka í boxið, hafa samband við launadeild og svo við eitthvað fjármálafyrirtæki. „Fyrir marga er þetta hálfógnandi vegferð. Þetta ætti að vera sjálfkrafa. Þú skrifir undir launasamning, þú ferð í séreignarsparnað,“ segir hann og að fólk velji hvort það leggi tvö eða fjögur prósent af launum. Atvinnurekendur leggi svo tvö prósent á móti. „Það er ókeypis peningur og það er ógnvænlegt hversu margir eru enn ekki að nýta sér þennan pening.“ Már segir að best væri að þetta væri í sjálfvirku kerfi og að séreignarsparnaðurinn fari inn í þann sjóð þar sem fólk greiðir sinn almenna lífeyri. Vilji fólk hafa séreignina annars staðar geti það hakað við annan sjóð eða fjármálastofnun. „Það er allt að því galið að taka ekki þátt í þessu,“ segir Már. Lífeyrissjóðir Verðlag Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Már ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hugmyndin um að nota séreignarsparnað til að greiða inn á lán er að miklu leyti komin frá honum og hans greinaskrifum. „Að nota séreignarsparnaðinn til að greiða inn á höfuðstól láns. Ein af rökunum var að þannig gæti fólk tekið verðtryggð lán en með því að greiða inn á höfuðstólinn væri fólk að greiða niður á sama takti og ef það væri með óverðtryggt lán,“ segir Már Wolfgang Mixa sem fór yfir þessi mál í Bítinu í morgun. Þannig sé greiðslubyrðin viðráðanlegri og að höfuðstóllinn lækki líka. Gallinn við verðtryggð lán sé að höfuðstóllinn lækki lítið fyrstu tíu árin. Már segir að með því að sleppa því að greiða séreignarsparnaðinn inn á höfuðstólinn sé fólk að fleygja peningum. „Þú getur allt eins tekið nokkra þúsund krónu seðla, jafnvel tíu þúsund krónu seðla, og fleygt þeim út um gluggann. Þetta er þannig,“ segir Már. Einstaklingar geti lagt allt að 500 þúsund inn á höfuðstól á ári og hjón 750 þúsund. Þetta sé auk þess skattfrjáls innborgun. Már segir stóra hluta þjóðarinnar enn láta þetta úrræði fram hjá sér fara þrátt fyrir ráðleggingar ráðgjafa og sérfræðinga. Þetta sé frábært úrræði sem sé þó tímabundið. Hann hvetur yfirvöld til að gera það varanlegt. Hann segir úræðið líka frábært fyrir fólk sem sé að kaupa sína fyrstu fasteign. Það sé hægt að leggja það inn á útborgun en aðeins megi nota sparnað síðustu tíu ára. Már segir ferlið mögulega óþarflega flókið en um það skrifaði hann nýlega í pistli á vef Viðskiptablaðsins Þar fjallar hann um það til dæmis þegar fólk skrifar undir launasamning. Þá þurfi það að taka fram hvort það vilji taka þátt í séreignarsparnaði en telur að það ætti að vera öfugt. „Fullt af fólki sér einhvern launasamning og ef það þarf að bæta einhverju við er mikil tilhneiging hjá fólki að gera ekki neitt,“ segir hann og tekur dæmi um líffæragjafir. Eigi að vera sjálfvirkt kerfi Það hafi verið gerðar rannsóknir á þátttöku í því víðast um heim. Þátttakan sé um 20 til 30 prósent í Þýskalandi en um 100 prósent í Austurríki. Munurinn á landinu sé sá að í Austurríki þurfi fólk að haka í box ef það vill ekki vera líffæragjafar en í Þýskalandi þurfi það að haka í box ef það vill vera það. „Málið er að fæstir haka í boxið,“ segir Már og að flestir vilji fara í hlutlausan gír þegar það fylli út slík eyðublöð. Þess vegna væri það best fyrir flesta ef það væri sjálfkrafa skráning í séreignarsparnað. Það sé eina vitræna skrefið. Eins og ferlið sé í dag þurfi fólk að haka í boxið, hafa samband við launadeild og svo við eitthvað fjármálafyrirtæki. „Fyrir marga er þetta hálfógnandi vegferð. Þetta ætti að vera sjálfkrafa. Þú skrifir undir launasamning, þú ferð í séreignarsparnað,“ segir hann og að fólk velji hvort það leggi tvö eða fjögur prósent af launum. Atvinnurekendur leggi svo tvö prósent á móti. „Það er ókeypis peningur og það er ógnvænlegt hversu margir eru enn ekki að nýta sér þennan pening.“ Már segir að best væri að þetta væri í sjálfvirku kerfi og að séreignarsparnaðurinn fari inn í þann sjóð þar sem fólk greiðir sinn almenna lífeyri. Vilji fólk hafa séreignina annars staðar geti það hakað við annan sjóð eða fjármálastofnun. „Það er allt að því galið að taka ekki þátt í þessu,“ segir Már.
Lífeyrissjóðir Verðlag Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira