Mikill og dökkur reykur í íbúðinni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. ágúst 2024 11:06 Slökkviliði barst útkall um eld í íbúðarhúsnæði við Amtmannsstíg um klukkan átta í morgun. vísir/Vilhelm Einn var fluttur á slysadeild eftir bruna í íbúðarhúsnæði við Amtmannsstíg í morgun. Aðstoðarvarðstjóri segir mikinn og þykkan reyk hafa verið í íbúðinni þegar viðkomandi fannst. Slökkviliði barst útkall um eld í íbúðarhúsnæði við Amtmannsstíg um klukkan átta í morgun og fljótlega fylgdi tilkynning um að einstaklingur væri líklega þar inni að sögn Guðjóns Guðjónssonar, aðstoðarvarðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Slökkvilið var við störf á Amtmannsstíg í morgun. Tveir voru fluttir á slysadeild.Vísir/Vilhelm „Við sendum allar slökkvistöðvar af stað, fjórar áhafnir og þrjá eða fjóra sjúkrabíla, og þegar við komum á staðinn var staðfest við okkur að það væri einstaklingur inni. Þannig við gengum í það að fara í lífbjörgun og reykkafarar okkar fóru inn með slöngu með sér og fundu einstaklinginn, komu honum í sjúkrabíl og hann var fluttur á bráðamóttöku.“ Upplýsingar um ástand mannsins liggja ekki fyrir. „Þetta var vissulega alvarlegt vegna þess að það var mikill og dökkur reykur og reykkafarar okkar sáu ekkert. Þurftu bara að þreifa sig áfram og fundu einstaklinginn í raun og veru bara með því að rekast í hann.“ Slökkvistörf hófust eftir að manninum hafði verið komið út og Guðjón segir þau hafa fengið vel. „Síðan tók við talsverð vinna við að rífa úr loftum. Þetta er gamalt hús, timburgólf og einangrað með hefilspæni, þannig glóðir sátu í því.“ Íbúar á öðrum hæðum hússins komu sér út af sjálfsdáðum; annars vegar kona með hund á efri hæð og einnig maður á neðri hæð. Guðjón segir íbúðina ónýta en ekki sjáanlegar skemmdir í öðrum hlutum hússins. Slökkvilið hefur lokið störfum á vettvangi en eldsupptök liggja ekki fyrir. „Núna er slökkvilið búið að afhenda lögreglu vettvang og á eftir verður hafin forvinna við að greina eldsupptök,“ segir Guðjón. Reykræsta þurfti íbúðina eftir að búið var að slökkva eldinn.Vísir/Vilhelm Slökkvilið Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Slökkviliði barst útkall um eld í íbúðarhúsnæði við Amtmannsstíg um klukkan átta í morgun og fljótlega fylgdi tilkynning um að einstaklingur væri líklega þar inni að sögn Guðjóns Guðjónssonar, aðstoðarvarðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Slökkvilið var við störf á Amtmannsstíg í morgun. Tveir voru fluttir á slysadeild.Vísir/Vilhelm „Við sendum allar slökkvistöðvar af stað, fjórar áhafnir og þrjá eða fjóra sjúkrabíla, og þegar við komum á staðinn var staðfest við okkur að það væri einstaklingur inni. Þannig við gengum í það að fara í lífbjörgun og reykkafarar okkar fóru inn með slöngu með sér og fundu einstaklinginn, komu honum í sjúkrabíl og hann var fluttur á bráðamóttöku.“ Upplýsingar um ástand mannsins liggja ekki fyrir. „Þetta var vissulega alvarlegt vegna þess að það var mikill og dökkur reykur og reykkafarar okkar sáu ekkert. Þurftu bara að þreifa sig áfram og fundu einstaklinginn í raun og veru bara með því að rekast í hann.“ Slökkvistörf hófust eftir að manninum hafði verið komið út og Guðjón segir þau hafa fengið vel. „Síðan tók við talsverð vinna við að rífa úr loftum. Þetta er gamalt hús, timburgólf og einangrað með hefilspæni, þannig glóðir sátu í því.“ Íbúar á öðrum hæðum hússins komu sér út af sjálfsdáðum; annars vegar kona með hund á efri hæð og einnig maður á neðri hæð. Guðjón segir íbúðina ónýta en ekki sjáanlegar skemmdir í öðrum hlutum hússins. Slökkvilið hefur lokið störfum á vettvangi en eldsupptök liggja ekki fyrir. „Núna er slökkvilið búið að afhenda lögreglu vettvang og á eftir verður hafin forvinna við að greina eldsupptök,“ segir Guðjón. Reykræsta þurfti íbúðina eftir að búið var að slökkva eldinn.Vísir/Vilhelm
Slökkvilið Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira