Gera sér ekki mat úr lekanum úr framboði Trump Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2024 08:53 Í gögnunum sem var lekið var meðal annars löng skýrsla sem framboð Trump gerði um J.D. Vance, kosti hans og galla, áður en hann var valinn varaforsetaefni Trump. AP/Ben Bray Bandarískir fjölmiðlar sem fengu upp í hendurnar trúnaðargögn sem var lekið úr framboði Donalds Trump hafa kosið að skrifa ekki fréttir upp úr þeim. Það er allt önnur nálgun en þegar tölvupóstum kosningastjóra Hillary Clinton var lekið árið 2016. Bakgrunnsrannsókn upp á 271 blaðsíðu sem framboð Trump gerði á J.D. Vance áður en hann var valinn sem varaforsetaefni repúblikana er sögð á meðal þeirra gagna sem fjölmiðlar eins og Politico, New York Times og Washington Post fengu nýlega send. Enginn þeirra hefur gert sér mat úr gögnunum enn sem komið er. Þess í stað hafa þeir aðeins skrifað um að framboðið hafi mögulega orðið fyrir tölvuárás og lýst almennum orðum hvað gögnin innihéldu. Bæði Politico og Washington Post segjast hafa staðfest að gögnin séu ósvikin. Ákvörðun fjölmiðlanna um að vinna ekki fréttir upp úr gögnunum er alger andstæða þess sem gerðist þegar uppljóstranavefurinn Wikileaks birti tölvupósta Johns Podesta, kosningastjóra Clinton, í smáskömmtum í aðdraganda kosninganna þá. Fréttir upp úr póstunum voru þá í forgrunni í öllum helstu fjölmiðlum landsins. Einn fjölmiðill skrifaði meðal annars frétt upp úr risotto-uppskrift Podesta sem var að finna í þeim. Fyrstu póstarnir voru birtir rétt eftir að framboð Trump varð fyrir þungu höggi þegar Washington Post birti gömul ummæli Trump þar sem hann sagðist geta ráðist kynferðislega á konur í krafti frægðar sinnar. Talið er að rússneskir hakkarar hafi stolið tölvupóstunum og komið þeim til Wikileaks. Trump hvatti Rússa opinberlega til dáða að stela fleiri gögnum frá Clinton. Töldu upprunann fréttnæmari en innihaldið Enn liggur ekki fyrir hver lak gögnunum nú til fjölmiðla en alríkislögreglan FBI rannsakar það. Framboð Trump sakar írönsk stjórnvöld um tölvuinnbrot án þess að leggja fram sannanir fyrir því. Talsmaður framboðsins sagði að ef fjölmiðlar birtu fréttir upp úr gögnunum gengju þeir erinda óvina Bandaríkjanna. Tæknirisinn Microsoft hefur hins vegar greint frá því að íranska leyniþjónustan hafi nýlega reynt að komast inn í tölvupóst háttsetts ráðgjafa stjórnmálaframboðs í Bandaríkjunum án þess að tilgreina hvert þeirra. New York Times vildi ekki ræða það við fréttamenn AP-fréttastofunnar hvers vegna blaðið kaus að birta ekki fréttir upp úr gögnunum. Washington Post sagðist taka tillit til ýmissa þátta við sitt fréttamat, þar á meðal hvort gögn væru ósvikin, hvað heimildarmönnum gengi til og hagsmuni almennings. Talsmaður Politico sagði miðilinn hafa talið uppruna gagnanna fréttnæmari en gögnin sjálf. Ósammála um hvort viðbrögðin hafi verið rétt Ekki eru allir á einu máli um hvort fjölmiðlarnir hafi brugðist rétt við lekanum nú. Kathleen Hall Jamieson, prófessor í samskiptafræðum við Pennsylvaníuháskóla, segir það hafa verið rétt af þeim að birta ekki fréttir því þeir gátu ekki verið vissir um uppruna gagnanna. „Hvernig veistu að Trump-framboðið sé ekki að reyna að nota þig?“ segir hún. Á öndverðum meiði er Jesse Eisinger, ritstjóri hjá ProPublica. Hann segir ýmislegt í gögnunum fréttnæmt og að fjölmiðlarnir hefðu getað gert sér mat úr því. „Ég held ekki að þau hafi tekið rétt á þessu. Ég held að þau hafi ofleiðrétt eftir mistökin 2016,“ segir hann. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Bakgrunnsrannsókn upp á 271 blaðsíðu sem framboð Trump gerði á J.D. Vance áður en hann var valinn sem varaforsetaefni repúblikana er sögð á meðal þeirra gagna sem fjölmiðlar eins og Politico, New York Times og Washington Post fengu nýlega send. Enginn þeirra hefur gert sér mat úr gögnunum enn sem komið er. Þess í stað hafa þeir aðeins skrifað um að framboðið hafi mögulega orðið fyrir tölvuárás og lýst almennum orðum hvað gögnin innihéldu. Bæði Politico og Washington Post segjast hafa staðfest að gögnin séu ósvikin. Ákvörðun fjölmiðlanna um að vinna ekki fréttir upp úr gögnunum er alger andstæða þess sem gerðist þegar uppljóstranavefurinn Wikileaks birti tölvupósta Johns Podesta, kosningastjóra Clinton, í smáskömmtum í aðdraganda kosninganna þá. Fréttir upp úr póstunum voru þá í forgrunni í öllum helstu fjölmiðlum landsins. Einn fjölmiðill skrifaði meðal annars frétt upp úr risotto-uppskrift Podesta sem var að finna í þeim. Fyrstu póstarnir voru birtir rétt eftir að framboð Trump varð fyrir þungu höggi þegar Washington Post birti gömul ummæli Trump þar sem hann sagðist geta ráðist kynferðislega á konur í krafti frægðar sinnar. Talið er að rússneskir hakkarar hafi stolið tölvupóstunum og komið þeim til Wikileaks. Trump hvatti Rússa opinberlega til dáða að stela fleiri gögnum frá Clinton. Töldu upprunann fréttnæmari en innihaldið Enn liggur ekki fyrir hver lak gögnunum nú til fjölmiðla en alríkislögreglan FBI rannsakar það. Framboð Trump sakar írönsk stjórnvöld um tölvuinnbrot án þess að leggja fram sannanir fyrir því. Talsmaður framboðsins sagði að ef fjölmiðlar birtu fréttir upp úr gögnunum gengju þeir erinda óvina Bandaríkjanna. Tæknirisinn Microsoft hefur hins vegar greint frá því að íranska leyniþjónustan hafi nýlega reynt að komast inn í tölvupóst háttsetts ráðgjafa stjórnmálaframboðs í Bandaríkjunum án þess að tilgreina hvert þeirra. New York Times vildi ekki ræða það við fréttamenn AP-fréttastofunnar hvers vegna blaðið kaus að birta ekki fréttir upp úr gögnunum. Washington Post sagðist taka tillit til ýmissa þátta við sitt fréttamat, þar á meðal hvort gögn væru ósvikin, hvað heimildarmönnum gengi til og hagsmuni almennings. Talsmaður Politico sagði miðilinn hafa talið uppruna gagnanna fréttnæmari en gögnin sjálf. Ósammála um hvort viðbrögðin hafi verið rétt Ekki eru allir á einu máli um hvort fjölmiðlarnir hafi brugðist rétt við lekanum nú. Kathleen Hall Jamieson, prófessor í samskiptafræðum við Pennsylvaníuháskóla, segir það hafa verið rétt af þeim að birta ekki fréttir því þeir gátu ekki verið vissir um uppruna gagnanna. „Hvernig veistu að Trump-framboðið sé ekki að reyna að nota þig?“ segir hún. Á öndverðum meiði er Jesse Eisinger, ritstjóri hjá ProPublica. Hann segir ýmislegt í gögnunum fréttnæmt og að fjölmiðlarnir hefðu getað gert sér mat úr því. „Ég held ekki að þau hafi tekið rétt á þessu. Ég held að þau hafi ofleiðrétt eftir mistökin 2016,“ segir hann.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira